Morgunblaðið - 08.02.2008, Síða 24

Morgunblaðið - 08.02.2008, Síða 24
|föstudagur|8. 2. 2008| mbl.is daglegtlíf Vínheimurinn hefur logað í deilum und- anfarin misseri um það hvert vínfram- leiðsla stefni og skiptast menn í nokkr- ar fylkingar. » 27 vín Einbeitingin skein úr augum keppenda sem tóku þátt í förðunarkeppni sem haldin var í Kringlunni í fyrrakvöld á vegum MAC. » 28 tíska Háir hælar munu vera góðir fyrir kyn- lífið á fleiri en eina vegu. Ekki aðeins geta þeir örvað kynhvötina heldur eru þeir góðir fyrir grindarbotninn líka. » 29 daglegt líf Tveir girnilegir réttir matreiddir korteri fyrir kvöldmat úr smiðju matreiðslu- meistara Ítalíu og Pottsins og pönn- unnar. Verði ykkur að góðu! » 26 matur A uðvitað er svolítið stress- andi að keppa á svona stóru móti, þarna verða yfir sextíu keppendur og sumir af bestu skaut- urum heims þar á meðal. Krakkarnir eru frá Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku auk okkar íslensku stelpnanna, en við erum fimm héðan sem tökum þátt í mótinu. Við ætlum bara að hafa gaman af þessu og það er frábært að Norðurlandamótið skuli núna vera á Íslandi. Gott að vera á heimavelli,“ segja þær Dana Rut Gunnarsdóttir, Helga Jóhanns- dóttir og Íris Lóa Eskin sem keppa fyrir Ísland í flokki 10-15 ára. „Við verðum aldrei saman inni á svellinu í keppninni, því þetta er ein- staklingskeppni. Hver keppandi keppir tvisvar, annars vegar í skyldu og hins vegar í frjálsu prógrammi, og sá sem er með bestu samtalseinkunn vinnur í sínum flokki. Keppt er í þremur flokkum eftir aldri og bæði í karla- og kvennaflokki,“ segja þær stöllur sem hlakka til að hitta alla þessa krakka og vonast til að eignast nýja skautavini frá útlöndum. Þær standa saman í slagnum þó svo að þær æfi ekki hjá sama félaginu. Dana æfir hjá Skautafélagi Reykja- víkur, Íris æfir hjá Birninum og Helga kemur að norðan, hún æfir hjá Skautafélagi Akureyrar. Listhlaup á skautum er mjög ung íþrótt á Íslandi en vinsældir hennar fara þó ört vaxandi. Dana er búin að æfa lengst af þeim stelpunum, enda er hún elst. Þetta er áttunda árið sem hún æfir listhlaup. Norð- anstúlkan Helga er á sínu sjötta ári og hún fór til Finnlands í fyrra og tók þar þátt í Norðurlandamóti. Íris er aftur á móti á sínu þriðja æf- ingaári en gefur hinum tveimur ekk- ert eftir. Hún segist hafa farið að æfa listhlaup af því að vinkona hennar bauð henni eitt sinn með á æfingu og henni fannst gaman. Hinar tvær segjast svo sem ekkert vita hvers vegna þær kusu upphaflega að byrja að æfa þessa fallegu íþrótt. „Mig langaði bara allt í einu til að æfa á skauta en ég var í fimleikum og lang- aði til að breyta til,“ segir Dana og hlær. Detta oft á hverri æfingu Það er heilmikil vinna að æfa list- hlaup á skautum, eins og með flestar íþróttir. Þær æfa fimm daga vik- unnar, stundum tvisvar á dag og stundum í einkatímum þar fyrir ut- an. Þeim finnst það þó ekkert mál og ætla að halda ótrauðar áfram. „Ann- aðhvort er maður í þessu eða ekki en íþróttinni fylgir skemmtilega mikil harka og læti. Maður þarf að hafa rosagott þol og við styrkjumst mikið. Til dæmis dettum við mjög oft á hverri æfingu – það er óhjá- kvæmilegt, sérstaklega þegar við er- um að æfa eitthvað nýtt. Ef maður dettur aldrei tekst manni ekki að bæta sig.“ Þær eru í skemmtilega ólíkum búningum. Dana og Helga fengu saumakonur til að sauma búningana sína eftir þeirra hugmyndum en Íris pantaði sinn rauða búning af netinu. Það er svalt á svellinu þar sem þær svífa um eins og ævintýraverur í fallegum litum. Auk þeirra munu tvær aðrar íslenskar stúlkur keppa í flokknum fyrir 15-18 ára, þær Guð- björg Guttormsdóttir og Íris Kara Heiðarsdóttir, báðar frá Skauta- félagi Reykjavíkur. khk@mbl.is Árvakur/Árni Sæberg Svífandi Fulltrúar Íslands, þær Íris, Dana og Helga eru glæsilegar þar sem þær þeytast um á svellinu og fipast ekki hið minnsta þrátt fyrir að vera á fleygiferð. Íslensku keppendurnir Þessar fimm keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu um helgina. F.v. Helga Jó- hannsdóttir, Íris Lóa Eskin, Dana Rut Gunnarsdóttir, Guðbjörg Guttormsdóttir og Íris Kara Heiðarsdóttir. Leika sér Það má líka alveg sprella stundum á ísa köldu svelli. Drottningar á skautasvelli Þær ætla að keppa um helgina á Norðurlanda- móti í listhlaupi á skautum og eru til í slaginn. Kristín Heiða Kristinsdóttir spjallaði við þrjár sterkar stelpur sem svifu um svellið eins og álfadrottningar. Norðurlandamót í listhlaupi á skautum 2008 verður haldið 8.- 10. febrúar í Egilshöll í Reykjavík. www.nordics.muna.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.