Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 33
BYLTING hefur orðið í fjar-
skiptamálum á Ströndum með til-
komu GSM-sambands á svæðinu,
sem bæði íbúar og ferðafólk á
Ströndum hefur beðið lengi eftir.
GSM-samband er einnig orðið að
veruleika á Húnaflóa og með því
eru öryggismál sjófarenda á fló-
anum komin í annan
og betri farveg en ver-
ið hefur.
Þessar miklu fram-
farir í fjarskiptaþjón-
ustu á svæðinu skýr-
ast af markvissri og
metnaðarfullri upp-
byggingu Vodafone á
langdrægu GSM-
dreifikerfi, sem m.a.
tryggir GSM-samband
á svæðum sem áður
hafa ekki notið slíkrar
þjónustu. Langdræga
kerfið er hrein viðbót
við almenna GSM-
kerfið og símnotendur geta án
nokkurrar fyrirhafnar notað
GSM-símann sinn miklu víðar en
áður – á hafi úti og upp á hálend-
inu. Enginn aukakostnaður fellur
á símnotandann við notkun á
langdræga kerfinu, því sama
gjaldskrá gildir fyrir símtöl í
langdræga GSM- kerfinu og því
hefðbundna.
Áætlað er að uppbyggingu kerf-
isins ljúki um mitt ár, en nú þegar
eru um 10 langdrægir sendar
komnir í notkun af þeim tæplega
50 sem verða settir
upp. Með tilkomu
kerfisins er GSM-
þjónustusvæði Voda-
fone orðið það
stærsta á Íslandi,
auk þess sem fyr-
irtækið hefur tekið
að sér uppbyggingu
á GSM-þjónustu fyr-
ir stjórnvöld á völd-
um landsvæðum þar
sem ekki eru mark-
aðslegar forsendur
fyrir slíkum rekstri.
Það verkefni verður
einnig unnið á þessu ári og mun
m.a. bæta frekar en orðið er
GSM-sambandið á Ströndum.
Full ástæða er til að óska
Strandamönnum til hamingju með
tímamótin. Þeir þurfa ekki að bíða
deginum lengur eftir því komast í
GSM-samband og eru boðnir vel-
komnir í hóp rúmlega 120 þúsund
GSM-viðskiptavina Vodafone á Ís-
landi.
GSM-samband
á Ströndum
Hrannar Pétursson segir
frá tilkomu GSM-sambands
á Ströndum
» Strandamenn þurfa
ekki að bíða deg-
inum lengur eftir því
komast í GSM-samband
og eru boðnir velkomnir
í hóp rúmlega 120.000
GSM-viðskiptavina
Vodafone
Höfundur er upplýsinga-
fulltrúi Vodafone.
Hrannar
Pétursson
ÞAÐ er gömul saga og ný að
margir lesa Morgunblaðið fyrst
blaða á morgnana til þess að fá lín-
una fyrir daginn.
Mogginn er um margt
sérstakur. Hjá blaðinu
starfa margir af bestu
og vönduðustu blaða-
mönnum landsins sem
tryggja gæði blaðsins.
Þar eru líka helstu
varðhundar og mál-
svarar ákveðins arms
Sjálfstæðisflokksins
sem senda sín skilaboð
út í samfélagið og til
annarra sjálfstæð-
ismanna. Öðru hverju
fjalla þeir þannig um
flokkinn og sitt fólk og í
þeirri umfjöllun felast
yfirleitt djúpt hugsuð
skilaboð til flokks-
manna, þannig gefur
Mogginn línuna.
Arnbjörg
Undanfarið hefur
Mogginn fjallað um
þrjár konur í forystu-
sveit Sjálfstæðisflokks-
ins. Í þeirri umfjöllun
má greina ákveðna af-
stöðu gagnvart þeim og
skilaboð um framtíð þeirra innan
flokksins. Það vakti athygli margra
þegar blaðið endurómaði gagnrýni
einhverra þingmanna Sjálfstæð-
isflokksins í garð Arnbjargar
Sveinsdóttur, formanns þingflokks-
ins, og óánægju með störf hennar.
Það er ekki á hverjum degi sem
slíkt sést í Mogganum og ekki geta
þeir dæmt um réttmæti þeirrar
umfjöllunar sem ekki eru í þing-
flokknum. Skilaboð Moggans eru
augljós, það er að veikja stöðu Arn-
bjargar þegar kemur að breyt-
ingum á ráðherraliði flokksins. Arn-
björg hefur langa þingreynslu, er
formaður þingflokksins og komin
framarlega í gogg-
unarröð þingmanna
flokksins. Hins vegar
virðist lína Moggans
vera sú að líta eigi til
annarra þingmanna
Norðaustur-
kjördæmis varðandi
framtíðar framgang
innan flokksins.
Þorgerður Katrín
Umfjöllun Mogg-
ans um Þorgerði
Katrínu, varaformann
Sjálfstæðisflokksins,
hefur ekki síður vakið
athygli. Í tengslum
við málflutning henn-
ar á málfundi í Valhöll
hefur kaldur gustur í
hennar garð komið
frá blaðinu. Kenning
flestra er sú að und-
irrót þess sé sú stað-
reynd að Þorgerður
var einn helsti arki-
tekt núverandi rík-
isstjórnar, oft hefur
Mogginn gefið þá línu
að samstarfið við
Samfylkinguna sé óæskilegt og
ekki síður það að með þessu hafi
Sjálfstæðisflokkurinn hafið Ingi-
björgu Sólrúnu til hæstu hæða í ís-
lenskum stjórnmálum. Það er eitt-
hvað sem mörgum
sjálfstæðismönnum er ekki að skapi
og Þorgerður situr uppi með það.
Þar með er sú kenning uppi að Þor-
gerður sé ekki framtíðarleiðtogi
flokksins í augum Moggans og að
blaðið líti í þeim efnum frekar til
Bjarna Benediktssonar. Hann er
vel gerður og öflugur þingmaður,
fyrir utan það að geta talist erfða-
prins Engeyjarættarinnar í forystu
Sjálfstæðisflokksins. Margir veðja
á að næsti ráðherra sem sjálfstæð-
ismenn velja verði Bjarni, þar með
færist hann þrepi framar í átt að
forystu flokksins.
Hanna Birna
Þriðja konan sem Mogginn hefur
gefið línu um er Hanna Birna borg-
arfulltrúi. Blaðið hefur greinilega
afskrifað Vilhjálm Þ. sem leiðtoga
Sjálfstæðisflokksins í borginni. Í
hópi sexmenninganna frægu í borg-
arstjórnarflokknum sé Hanna
Birna álitlegasta efnið í framtíð-
arleiðtoga flokksins í Reykjavík,
Mogginn hefur fært rök fyrir því.
Leiða má líkur að því að Mogginn
telji Hönnu Birnu efni í framtíð-
arstjörnu í forystusveit flokksins á
landsvísu.
Ákveðnar línur
Umfjöllun Moggans er oft dýpra
hugsuð en í fljótu bragði virðist
vera. Blaðið gefur sjálfstæð-
ismönnum línuna daglega sem gera
má ráð fyrir að hafi áhrif innan
flokksins. Umfjöllun blaðsins um
þessar þrjár konur í forystusveit
Sjálfstæðisflokksins eru þannig
mjög sterk og ákveðin skilaboð um
það hvernig tiltekinn hópur sjálf-
stæðismanna sér framtíðina í for-
ystusveit flokksins. Það má öllum
ljóst vera að ófriðarbálið í Sjálf-
stæðisflokknum magnast, það eru
augljós átök milli einstakra fylk-
inga í flokknum og Mogginn upp-
lýsir lesendur sína samvisku-
samlega um þau.
Mogginn leggur línur
Magnús Stefánsson fjallar
um skrif Morgunblaðsins
» „Það eru
augljós átök
milli einstakra
fylkinga í
flokknum og
Mogginn upp-
lýsir lesendur
sína samvisku-
samlega
um þau.“
Magnús Stefánsson
Höfundur er þingmaður.
„TRYGGT verði að útlendingar á
vinnumarkaði njóti sambærilegra
réttinda og íslenskt launafólk og að
allar ráðningar er-
lends verkafólks séu í
samræmi við gildandi
kjarasamninga.“
Þetta er meðal þess
sem stendur í stefnu
ríkisstjórnarinnar um
aðlögun innflytjenda.
Eru það ekki grunn-
réttindi starfsfólks að
hafa frelsi til að vinna
þar sem það vill, þar
sem þess er þörf, að
byrja þegar það vill
byrja og hætta þegar
það vill hætta? Meðal
annars vegna þess hef ég, ásamt
fleiri þingmönnum, flutt frumvarp
um breytingu á lögum sem varða
útlendinga og réttarstöðu þeirra,
sem liggur nú fyrir allsherjanefnd,
um að atvinnuleyfi séu afhent ein-
staklingum en ekki fyrirtækjum.
Nýlega kom fram í fjölmiðlum að
ríkisstjórnin hefði verið gagnrýnd
fyrir að taka ekki nægilegt tillit til
erlends fiskverkafólks í mótvæg-
isaðgerðum sínum. Ég tel það mik-
ilvægt mál vegna stórs gats í út-
lendingalögum varðandi þá sem
eru hér á tímabundnu atvinnuleyfi,
eins og flestir sem hingað koma
hafa fyrst um sinn.
Það er nógu erfitt þegar manni
er sagt upp vegna samdráttar, sér-
staklega ef maður þarf þá að flytja
burt til að finna starf, þótt atvinnu-
leysi sé tæpt 1% í dag og það sé
ekki sérstaklega erfitt að finna at-
vinnu. Vandamálið við það að vera
með tímabundið atvinnuleyfi er að
sem stendur er útlendingur með
atvinnuleyfi bundinn af því að
vinna aðeins á einum stað eða
sækja aftur um atvinnuleyfi ef
hann vill vinna annars staðar.
Svona umsóknarferli er ósveigj-
anlegt og erfitt fyrir bæði umsækj-
endur og atvinnurek-
endur. En það þýðir
líka að ef manni er
sagt upp vegna sam-
dráttar skiptir það
engu máli ef hann hef-
ur ætlað sér að vera
áfram á Íslandi, ár
eftir ár, þangað til
hann má sækja um ís-
lenskan ríkisborg-
ararétt (eins og mark-
tækt hlutfall ætlar að
gera) eða ef hann hef-
ur ætlað að vera hér
aðeins um skeið – ef
maður hefur tímabundið atvinnu-
leyfi er maður bundinn af því að
vinna aðeins á einum stað. Án
starfs þarf maður að fara á brott.
Ég vil líka benda á að flestir
landsmenn eiga ekki í neinum erf-
iðleikum með að fá atvinnuleys-
isbætur ef þeir missa vinnuna. En
maður sem er hér með tímabundið
atvinnuleyfi á ekki rétt á atvinnu-
leysisbótum. Jafnvel þótt svo væri
þá getur það verið hindrun fyrir
þann sem ætlar að sækja um rík-
isborgararétt að hafa sótt um at-
vinnuleysisbætur – samkvæmt lög-
um um íslenskan ríkisborgararétt
getur útlendingi verið hafnað ef
hann hefur þegið framfærslustyrk
frá sveitarfélagi síðastliðin þrjú ár
fyrir umsókn.
Ég tel ósanngjarnt að fara svona
illa með fólk, og það er líka ekki
gott fyrir Ísland að tapa duglegu
fólki þegar þetta land sárvantar
vinnufólk. Tímabundið atvinnuleyfi
afhent einstaklingum myndi leysa
þennan vanda. Það myndi líka
hjálpa til við að veita atvinnurek-
endum nauðsynlegt aðhald. Þeir
sem fara illa með starfsfólk sitt
eiga þá á hættu að missa það en
hinir sem virða réttindi þess eiga
auðveldara með að fá til sín gott
starfsfólk. Þá tryggir þetta að eng-
inn geti misst starf sitt vegna at-
vinnurekenda sem ætla að reyna
að blekkja erlent starfsfólk á
kostnað íslenska starfsfólksins. Þar
fyrir utan mundi þetta fyr-
irkomulag gera atvinnumarkaðinn
sveigjanlegri og þannig bæta efna-
hag þjóðarinnar.
Því miður er ríkisstjórnin ekki
sammála sem stendur. Í frumvarp-
inu sem ríkisstjórnin hefur lagt
fram er tímabundið atvinnuleyfi
ennþá skilgreint sem leyfi veitt út-
lendingi til að starfa tímabundið á
innlendum vinnumarkaði hjá til-
teknum atvinnurekanda. Mér
finnst það löngu tímabært og þver-
pólitískt mál að atvinnuleyfi séu af-
hent einstaklingum, og er það í
samræmi við bæði stefnu rík-
isstjórnarinnar um aðlögun inn-
flytjenda og grunnréttindi íslensks
verkafólks.
Atvinnuréttindi:
fyrir suma eða alla?
Paul F. Nikolov skrifar
um atvinnuleyfi fyrir
útlendinga á Íslandi
»Ég tel þetta mik-
ilvægt mál vegna
þess hve stórt gat er í
útlendingalögum varð-
andi þá sem eru hér á
tímabundnu atvinnu-
leyfi.
Höfundur er 1. varaþingmaður
Vinstri hreyfingarinnar
– græns framboðs
Paul F. Nikolov
verður haldinn í Hlégarði í Mosfellsbæ,
22. febrúar 2008, kl. 14:00
Aðalfundur Ferðamálasamtaka
höfuðborgarsvæðisins
Dagskrá fundarins
Kl. 14:00 Afhending fundargagna
Kl. 14:05 Setning - Pétur Rafnsson,
formaður Ferðamálasamtaka
höfuðborgarsvæðisins
Kl. 14:10 Ávarp Haraldur Sverrisson,
bæjarstjóri Mosfellsbæjar
Kl. 14:25 Aðalfundarstörf skv. lögum FSH
Kl. 15:30 Kaffihlé
Kl. 16:00 Framhald aðalfundarstarfa skv.
lögum FSH
Kl. 16:30 Fundarslit
Kl. 16:40 Móttaka
Fundarstjóri: Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar
Mosfellsbæjar.
Fulltrúar sveitarfélaga og fyrirtækja skrái sig á
fundinn í síma 898-6635 eða petur@icetourist.is
Stjórn FSH