Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÞUNG GAGNRÝNI
Skýrsla stýrihóps borgarstjórn-ar um málefni OrkuveituReykjavíkur og dótturfyrir-
tækis hennar, Reykjavík Energy In-
vest, og samstarf þessara fyrirtækja
við Geysir Green Energy felur í sér
þunga gagnrýni á forystumenn fyrr-
verandi meirihluta Sjálfstæðismanna
og Framsóknarmanna í borgarstjórn
Reykjavíkur svo og forsvarsmenn
Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík
Energy Invest. Þessi gagnrýni er svo
alvarleg að þessir aðilar geta með
engu móti skotið sér undan því að
taka ábyrgð á gerðum sínum eða í
sumum tilvikum aðgerðaleysi.
Skýrslan ber þessi merki, að hún er
málamiðlun. Texti hennar og fram-
setning hefði mátt vera hnitmiðaðri
og skýrari. Þegar horft er til þess,
sem á undan er gengið er sú ábending
bæjarstjórnar Akraness réttmæt, að
betur hefði farið á því, að óháð nefnd
hefði rannsakað þetta mál og gert um
það skýrslu.
Alvarlegasti þáttur skýrslunnar er
sá kjarni hennar, að reynt hafi verið
leynt og ljóst að sniðganga eðlilega
verkferla hjá lýðræðislega kjörnu
stjórnvaldi. Í því felst mesti áfellis-
dómurinn yfir þeim kjörnu borgar-
fulltrúum, fulltrúum reykvískra kjós-
enda, sem fóru ekki að settum
leikreglum í meðferð svona mála. Um
það segir í skýrslunni að málsmeð-
ferð og ákvarðanataka hafi ekki verið
í samræmi við vandaða stjórnsýslu.
Stýrihópurinn segir að í samrunaferli
Reykjavík Energy Invest og Geysir
Green Energy hafi verið teknar stór-
ar og afdrifaríkar ákvarðanir án
nauðsynlegrar umræðu eða sam-
þykkis lýðræðislega kjörinna fulltrúa
í viðkomandi sveitarfélögum. Þetta
er stóralvarlegt mál og með því hafa
þeir kjörnu fulltrúar, sem hlut áttu að
máli fyrirgert því trausti, sem borg-
arbúar sýndu þeim í síðustu borgar-
stjórnarkosningum.
Það er auðvitað rétt, sem fram
kemur í skýrslunni að eðlilegt hefði
verið að fjalla um þetta mál í borg-
arstjórn og leita samþykkis þeirra
sveitarstjórna, sem eiga aðild að
Orkuveitu Reykjavíkur áður en end-
anleg afstaða var tekin á eigenda-
fundi og í stjórn Orkuveitunnar hinn
3. október sl.
Í ljósi þess, að um er að ræða félag í
almannaeigu er óskiljanlegt með öllu,
sem fram kemur í skýrslunni, að
stjórn Reykjavík Energy Invest hafi
tekið mikilvægar og afdrifaríkar
ákvarðanir án þess að leita samþykk-
is stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
Það lýsir óskiljanlegri afstöðu til
starfa í þágu opinbers fyrirtækis að
starfandi forstjóri Orkuveitunnar
hafi skrifað undir hluthafasamkomu-
lag í Reykjavík Energy Invest án
þess, að fyrir lægi samþykki stjórnar
um umboð hans.
Það sýnir mikla og alvarlega brota-
löm í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar
að fram kemur í skýrslunni að umboð
stjórnarmanna, fulltrúa eigenda eða
stjórnenda þessara fyrirtækja til að
taka stórar ákvarðanir hafi ekki verið
skýrt. Að farsælla hefði verið ef
stjórn Orkuveitunnar hefði verið
upplýst um fyrirætlanir stjórnar
Reykjavík Energy Invest, að umboð
stjórnenda Reykjavík Energy Invest
og valdmörk hafi verið óljós, að kynn-
ingarferli hafi verið ábótavant og
ákvarðanir teknar án þess að nauð-
synleg gögn væru kynnt.
Það er líka stóralvarlegt mál, sem
fram kemur í skýrslunni að stjórn-
endur Orkuveitunnar og Reykjavík
Energy Invest hafi ekki svarað með
viðunandi hætti spurningum kjörinna
fulltrúa og að þeir hafi ekki látið þess
getið að þeir ættu persónulegra hags-
muna að gæta. Í skýrslunni segir, að
samningar um kauprétt starfsmanna
séu mjög alvarlegt mál og að farið
hafi verið með leynd með það mál.
Hvað í ósköpunum hefur komið fyr-
ir Reykjavíkurborg, sem í eina tíð var
talin það sveitarfélag á landinu, þar
sem stjórnarhættir voru taldir lang-
beztir?
Það er eins og tilteknir embættis-
menn hafi gleymt því í hvaða starfi
þeir voru og eru og að tilteknir borg-
arfulltrúar hafi gleymt því til hvers
þeir voru kosnir.
Þessi umgengni ákveðinna borgar-
fulltrúa og embættismanna við lýð-
ræðislega kjörið stjórnvald er stóral-
varlegt mál. Hún vegur að
grundvallarþáttum lýðræðisins. En
annar þáttur málsins er jafn alvar-
legur ef ekki alvarlegri. Í skýrslunni
er fullyrt og vísað í tölvupóstssam-
skipti því til sönnunar, að FL Group,
sem hafði verulegra hagsmuna að
gæta, hafi haft áhrif á gerð þjónustu-
samnings á milli Orkuveitunnar og
Reykjavík Energy Invest. Þetta er
hneyksli.
Þetta er vísbending um að umsvifa-
miklir kaupsýslumenn hafi verið
komnir inn á gafl hjá lýðræðislega
kjörnu stjórnvaldi og haft þar áhrif,
sem þeir alls ekki máttu hafa og mega
alls ekki hafa.
Þessi afskipti eru einfaldlega
óverjandi en þau vekja upp spurning-
ar um það, hvort víðar geti verið pott-
ur brotinn í þessum efnum og að
áhrifamáttur peninganna sé orðinn
meiri en hann á að vera.
Borgarstjórinn í Reykjavík, hver
sem hann er hverju sinni, ber hina
æðstu ábyrgð á stjórn Reykjavíkur-
borgar gagnvart borgarstjórn. Hann
er kjörinn af borgarstjórn og meiri-
hluti borgarstjórnar getur sett hann
af. Það er eðli pólitískra embætta af
þessu tagi, hvort sem um borgar-
stjóra er að ræða eða ráðherra, að
þessir æðstu embættismenn bera
ábyrgð á gerðum undirmanna sinna,
hvort sem þeir taka ákvarðanir með
vitund borgarstjóra eða ekki. Þess
vegna getur enginn borgarstjóri
skotið sér undan ábyrgð á því sem
gerist í borgarstjóratíð hans. Það fer
svo eftir umfangi mála, hverjar af-
leiðingarnar verða.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrr-
verandi borgarstjóri, getur ekki firrt
sig ábyrgð á þessum atburðum. Hann
hlýtur að axla þá ábyrgð. Aðrir borg-
arfulltrúar eða fyrrverandi borgar-
fulltrúar, sem við sögu komu geta
heldur ekki firrt sig ábyrgð. Og það
geta æðstu embættismenn heldur
ekki gert.
Nú liggur skýrsla stýrihópsins fyr-
ir. Borgarstjórn Reykjavíkur verður
að taka ákvörðun um framhaldið.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
Fjölmörg atriði hefðu beturmátt fara í samningsferlium sameiningu ReykjavíkEnergy Invest og Geysir
Green Energy. Kjörnir fulltrúar
sem og æðstu stjórnendur Orku-
veitu Reykjavíkur og REI fóru út
fyrir umboð sitt og er það til efs að
hagsmunir Orkuveitu Reykjavíkur
og almennings hafi verið í fyrirrúmi
en hafi fremur vikið fyrir einka-
hagsmunum.
Stýrihópi borgarráðs, sem skip-
aður var fulltrúum allra flokka, var
falið að gera ítarlega úttekt á að-
draganda stjórnar- og eigendafund-
ar OR sem haldinn var 3. október sl.
og þeim ákvörðunum sem þar voru
teknar, s.s. sameining REI og GGE.
Um aðdragandann segir m.a. í
skýrslunni að ekki hafi verið rétt-
lætanlegt að boða til fundarins með
svo skömmum fyrirvara – innan við
sólarhring – og þrátt fyrir að ítrek-
að hafi verið óskað eftir skýringum
á þessum mikla flýti sé hann enn
óútskýrður. Kveðið er á um það í
sameignarsamningi OR að sjö daga
fyrirvari skuli vera á boðun eig-
endafundar.
Bein aðkoma FL-Group að
samningsgerð milli OR og REI
Stýrihópurinn telur einnig afar
gagnrýnivert að endanlegur þjón-
ustusamningur milli OR og REI
hafi ekki legið fyrir fyrr en á hádegi
3. október, samningurinn hafi verið
á ensku og einstakar greinar hans
ekki kynntar á eigendafundinum.
Yfirlýst markmið með samningnum
var eins og kunnugt er að veita REI
einkarétt á þjónustu OR á vettvangi
orkuvinnslu úr jarðvarma til 20 ára.
Ekkert hefði hins vegar komið fram
á eigendafundinum sem gaf til
kynna að um einkaréttarsamning
væri að ræða.
Þá kom jafnframt í ljós að sá
þjónustusamningur sem undirritað-
ur var eftir eigendafundinn var ekki
sá sami og samþykktur var á fund-
inum. „Í þjónustusamningi er vitnað
í viðauka 1 sem á að skilgreina nán-
ar ákveðna þætti í þjónustusamn-
ingnum. Við yfirferð stýrihópsins
kom í ljós að starfandi forstjóri OR
[Hjörleifur Kvaran] hafði aldrei
fengið viðaukann í hendur, og raun-
ar var viðaukinn ekki ennþá til þeg-
ar stjórnarfundurinn var haldinn 3.
október,“ segir m.a. í skýrslunni.
Meðal þess sem kemur fram í við-
aukanum er að greiðsla fyrir tækni-
þjónustu sem OR selur REI eigi að
byggjast á 25% álagi á laun og
launatengd gjöld. Í drögum að
samningi milli REI og OR er álagið
hins vegar 50%.
Við vinnu stýrihópsins kom að
auki í ljós að FL-Group, sem hafði
verulega fjárhagslega hagsmuni af
þjónustusamningnum – sem stærsti
hluthafi í GGE – hafði beina aðkomu
að samningsgerðinni. Kemur það
fram í tölvupóstssamskiptum milli
FL-Group og OR. Þetta telur stýri-
hópurinn óeðlilegt, ekki síst í ljósi
þess að samningurinn var milli
tveggja fyrirtækja í meirihlutaeigu
borgarinnar og formleg staða gagn-
vart FL-Group engin. „Þannig telur
hópurinn að hagsmuna OR hafi ekki
verið gætt nægilega vel við samn-
ingsgerðina.“
Upplýsingum leynt
Kvöldið fyrir eigendafundinn
voru borgarfulltrúum þáverandi
meirihluta kynnt málefni REI og
GGE. Í skýrslunni segir svo um
fundinn: „Mikilvægar upplýsingar
um kaupréttarsamninga og þjón-
ustusamning til 20 ára voru þar í
engu kynntar, auk þess sem stjórn-
endur OR og REI sem voru á fund-
inum sáu ekki ástæðu til að svara
með viðhlítandi hætti spurningum
og áhyggjum borgarfulltrúa, né létu
þeir þess getið að þeir myndu per-
sónulega hagnast á samrunanum.“
Að mati stýrihópsins v
nefndir kaupréttarsamn
hlutabréfum í REI einn
þátturinn í málinu, en þ
dregnir til baka þegar efni
innihald komst í opinbera
Við blasti að ekki stóð til a
frá samningunum enda v
ekki lagðir fram né kynnti
forsvarsmanna OR á fund
meirihlutanum.
Stýrihópurinn telur a
hugmyndir hefði átt að ræð
OR og birta lista yfir þá se
samninga og hverjar upp
voru. Í stað þess ríkti mikil
ir samningunum og áform
kynnt fyrr en nokkrum
stundum fyrir eigenda
Þykir hópnum slík leyn
spurningar um hvort alma
munir hafi vikið fyrir ei
munum í ferlinu.
Umboð verður að vera s
Í samrunaferli REI og G
teknar stórar og afd
ákvarðanir sem að mati s
ins voru ekki kynntar næg
eða leitað samþykkis kjör
trúa í þeim sveitarfélögum
OR. Telur hópurinn afar
lýðræðislegt umboð sé ský
svo stórar ákvarðanir eru t
Minnst er á í skýrslunn
Lokaskýrsla stýrihóps borgarráðs um ítarlega útt
Valdmörk Vakin er athyg
Óútskýrð-
ur hraði
og leynd
Lokaskýrsla stýrihóps borgarráðs um málefni REI
og Orkuveitu Reykjavíkur var lögð fram í gær. Af
henni má ráða að valdmörk hafi verið óskýr og
greinilegt að margt þarf endurskoðunar við, hvort
sem er hjá Orkuveitunni eða Reykjavíkurborg.
Fulltrúar eigenda gera ekki at-hugasemd við boðun fund-arins,“ segir í bókun sem
gerð var í upphafi eigendafundar
Orkuveitu Reykjavíkur þann 3.
október sl. Þessi stutta en áhrifaríka
bókun varð til þess að fundurinn
varð lögmætur að forminu til, að því
er kemur fram í álitsgerð Andra
Árnasonar hæstaréttarlögmanns.
Samkvæmt 11. grein sam-
eignasamnings eigenda OR skal
halda eigendafundi eftir ákvörðun
stjórnar eða kröfu sameigenda sem
ráða yfir a.m.k. 5% eignarhlut í OR.
Kröfu um slíkan fund skal gera
skriflega til stjórnar, fundarefni skal
tilgreint og fundur boðaður með sjö
daga fyrirvara. „Fyrir liggur að
fundurinn var ekki boðaður í sam-
ræmi við ákvæði 11. gr. sam-
eignasamningsins. Í fyrsta lagi virð-
ist ósk um aukafund eigenda ekki
hafa borist til stjórnar sérstaklega, í
öðru lagi mun stjórn félagsins ekki
hafa átt frumkvæði að því að boða til
fundarins, og í þriðja lagi, sem af því
leiddi, að stjórn boðaði ekki til fund-
arins með sjö daga fyrirvara sem
kveðið er á um í 11. gr.“
Fulltrúar eigenda fara með at-
kvæðisrétt eignaraðila á auka-
fundum, sem og aðalfundum. Í því
felst að þeir teljast almennt bærir
um að taka afstöðu til þeirra mál-
efna sem borin eru upp á slíkum
fundum og um leið um að taka af-
stöðu til þess hvort unnt sé að af-
greiða mál með tilliti til fyrirliggj-
andi gagna, að teknu tilliti til þess
boðunarfrests sem þeim ga
ur á.
„Verður þannig að telja a
bundinni heimild þeirra til a
með atkvæði eigenda á eige
fundum felist m.a. heimild t
meta hvort unnt sé að heim
frá formreglum sameignasa
varðandi boðunarfrest,“ seg
gerðinni, og síðar kemur fra
annmarkar á boðun fundari
tæpast leitt til ógildis.
Vísar í bréf umboðsman
Andri tekur einnig fyrir um
hjálms Þ. Vilhjálmssonar, þ
borgarstjóra, á eigendafund
Hann vísar í bréf umboðsm
þingis frá 9. október sl. til e
OR en þar er fjallað um stö
Eigendafundurinn var lögmætu
en borgarstjórinn hafði ekki um