Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 37 ✝ Geir Péturssonfæddist í Reykjavík 5. ágúst 1943. Hann lést á heimili sínu 2. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Pétur Sigurðsson frá Árnanesi, f. 20.9. 1897, d. 24.9. 1971, og Kristín Gísla- dóttir frá Mosfelli, f. 12.11. 1903, d. 3.10. 1988. Systkini Geirs eru Svava Jó- hanna, f. 11.12. 1930, Sigurður, f. 1.4. 1933, d. 26.7. 1967, og Gísli Ragnar, f. 8.12. 1937. Hinn 1. október 1966 kvæntist Geir Jóhönnu Hjörleifsdóttur, f. 22.3. 1944. Þau eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Ella Kristín, f. 31.3. 1967, gift Davíð Áskelssyni, þau eiga þrjá syni, Ásgeir, Matt- hías og Elfar. 2) Guðrún Björk, f. 30.7. 1968, gift Hallgrími Óla Björgvinssyni, þau eiga tvær dætur, Jóhönnu Ýri og Birtu Lind. 3) Hjörleifur Víðir, f. 29.6. 1977, kvæntur Jenny Örnberg og er búsettur í Sví- þjóð. Geir ólst upp í Reykjavík. Hann fór í nám til Skotlands eftir stúdentspróf. Hann útskrifaðist sem byggingatækni- fræðingur frá Tækniskóla Íslands árið 1975. Geir vann sem tæknifræðingur til ársins 1984, þeg- ar þau hjónin flutt- ust til Svíþjóðar til frekara náms. Hann lauk verk- fræði frá Háskólanum í Lundi 1987 og síðar mastersprófi í verkfræði. Þau hjónin dvöldust í Lundi í Svíþjóð frá 1984 og vann Geir hjá umferðardeild Gatna- málastjóra í Lundi. Þau fluttu heim til Íslands í október 2001 og hefur Geir starfað síðan hjá Mannvirkjastofnun Reykjavík- urborgar. Útför Geirs fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Geir hennar Hannýjar er eft- irminnilegur maður. Alla tíð var mjög kært með hon- um og foreldrum okkar. Í þeirra augum var hann einn af mörgum „tengdasonunum“, innvígður og í miklu uppáhaldi, sem og allt Siglu- fjarðar-fólkið. Hann var ljúflingur með góða nærveru. Húmorinn alltaf á sínum stað. Jafnvel fársjúkur gat hann slegið á létta strengi, enda lítið fyrir vol og vorkunnsemi. Við í fjölskyldu Hansínu og Ein- ars þökkum Geir samfylgdina og vottum Hanný og börnunum okkar dýpstu samúð. Guð geymi Geir Pétursson. Guðrún Einarsdóttir. Kveðja frá skólabræðrum Haustið 1961 hittust ungir menn í 4. bekk Z í MR. Nokkrir þekkt- ust vel frá fyrri tíð, aðrir minna og sumir hittust í fyrsta sinn. Mikil vinátta þróaðist með þessum hópi og heldur hún enn. Uppátæki æskumanna þjöppuðu hópnum saman og lét Geir ekki sitt eftir liggja. Einhverjir muna enn eftir virðulegum ungum mönnum með hatt og regnhlíf, reikulir í spori, – jafnvel líka eftir Volkswagen bjöllu á tveimur hjólum fyrir horn, dag- inn sem ökumaðurinn varð dúx í latínu. Að loknu stúdentsprófi stofnuðum við félag, Skarphéð- ingafélagið, til heiðurs okkar ágæta eðlisfræðikennara Skarp- héðni Pálmasyni. Geir hefur sinnt ýmsum málum fyrir Skarphéð- ingafélagið og var forZeti þess um skeið. Hann hefur ávallt verið virkur félagi, þrátt fyrir langa úti- vist, fyrst við nám í Skotlandi árin 1965 til 1967, síðan við kennslu að Eiðum 1969 til 1971, og loks við störf í Svíþjóð árin 1984 til 2001. Ekki var Geir líklegur til þess að láta á sér bera. Á mynd sem tekin var af landsprófsbekk Gaggó-Vest 1959-1960 velur hann sér stöðu í öftustu röð. Nærvera hans einkenndist af hógværð og mildum húmor, en þó af festu og alvöru þegar það átti við. Þegar viðmælendum hans varð eitthvað á, mátti sjá einkennilegri birtu bregða fyrir í gleraugunum. Þá vissu þeir sem manninn þekktu að stutt var í brosið. Hann tók sjálfan sig ekki of hátíðlega, en eðli hans var að vinna verk sín af alvöru og samviskusemi. Geir gegndi ýmsum störfum um dagana. Í Lundi í Svíþjóð starfaði hann á umferðardeild, þar sem hann sérhæfði sig í umferðarör- yggi. Þá þekkingu flutti hann með sér heim. Í sínu síðasta starfi hjá Reykjavíkurborg vildi hann stuðla að betri umferðarmenningu, en umfram allt sem allra mestu ör- yggi fyrir gangandi fólk, e.t.v. minnugur Volkswagen bjöllunnar forðum. Verkefni hans þar, „Lát- um götuna blómstra“, mun hafa vakið verðskuldaða athygli. Okkur sem þekktum Geir kom æðruleysi hans ekki á óvart. Hann tók ólæknandi sjúkdómi eins og hverju öðru hlutverki sem maður sinnir eftir bestu getu. Verkefni sín hjá Reykjavíkurborg vann hann af ótrúlegri þrautseigju svo lengi sem kraftar leyfðu og þegar „læknamafían“ setti hann ekki í stofufangelsi. Þegar spurt var um líðan hans, átti hann það til að segja að honum liði að vísu bölv- anlega, en ekki með öllu dauður, og aldrei að vita nema okkur tæk- ist enn að klingja glösum. Þó hlaut gleðifundum að fækka. Við höfum fylgst með því af mik- illi aðdáun hvernig kona Geirs, Jó- hanna Hjörleifsdóttir, stóð við hlið hans og studdi hann þegar á móti blés. En þau áttu líka gleðistundir. Í minningu okkar félaganna verð- ur bros hins glaðbeitta alvöru- manns aldrei skilið frá smitandi hlátri Jóhönnu. Í nóvember síðastliðnum héldu Skarphéðingar aðalfund. Við viss- um að Geir var langt leiddur af al- varlegum sjúkdómi og áttum hans ekki von. Þeim mun meiri var gleðin þegar hann og Jóhanna birtust á miðju kvöldi með gamla lúmska húmorinn sem engan meið- ir. Við vissum samt að Geir var að kveðja okkur. Það er til marks um umhyggju Geirs fyrir félagi okkar að hann ætlaði að nota sína síðustu krafta til að koma ýmsum munum þess í betra lag. Til þeirra verka átti hann of fáa daga eftir. Við Skarphéðingar kveðjum hér Geir Pétursson og vottum Jóhönnu, börnum þeirra og barnabörnum okkar dýpstu samúð. Í dag kveðjum við góðan mann, Geir Pétursson. Fyrstu kynni mín af svila mínum og fjölskyldu hans voru sem aðstoðarbarnapía þegar Stína systir, yngsta systir Hann- ýjar, var fengin til að passa dætur þeirra, Ellu og Gúu. Vináttubönd mynduðust og styrktust fljótt. Geir var þá í tæknifræðinámi og Hanný vann á skrifstofu Mennta- skólans við Tjörnina. Samgangur var mikill og tengsl náin í stórum systkinahópi, og ekki versnaði það við að við komumst að því í einu fjölskylduboðinu að þrjár af systr- unum – Hanný, Guggú og Kristín – höfðu gifst frændum! Að vísu er- um við svilarnir nokkuð fjarskyld- ir, allir þrír um það bil í fimmta eða sjötta lið, en spurningin vakn- aði samt, hvort eitthvað annað en tilviljun ein hafði ráðið makavali þessara að öllu öðru leyti svo smekklegu og vönduðu systra. Náin kynni urðu enn nánari, þegar Hanný og Geir fluttu fjórum árum á eftir okkur Kristínu til Sví- þjóðar, að vísu til Lundar, þar sem Geir byrjaði með því að bæta við sig námi til verkfræðings, og Hanný fór í sérnám í gjörgæslu- hjúkrun, en þau síðan ílengdust. Það voru ófáar – en samt allt of fá- ar – ferðir farnar á milli Gauta- borgar og Lundar, bæði fjöl- skylduheimsóknir og við hátíðlegri tækifæri. Ein slík góð stund var þegar hjónunum var rænt að heim- an á veitingastaðinn Kockska hus- et, í 470 ára gömlu húsi í miðbæ Málmeyjar, til að halda upp á fimmtugsafmæli Geirs. En hefndin er ljúf, og aðferðirnar urðu æ þró- aðri – rúmu ári síðar teymdi Geir mig, með bindi fyrir augum, út í bílferð sem endaði í Kiel-ferjunni, í ógleymanlega siglingu þar sem við héldum upp á fertugsafmæli mitt! Ári síðar, þegar Kristín varð fertug, fylltum við stofu og for- stofu í litla raðhúsinu okkar í Gautaborg með borðum og vinum – þar voru auðvitað Hanný og Geir með. Mig minnir að það hafi verið í þeirri veislu sem Geir og annar góðvinur okkar voru einir eftir vakandi, báðir jafnhneykslaðir yfir að allt fólkið væri farið að sofa út frá svona skemmtilegu teiti. Klukkan var bara rétt rúmlega átta, að vísu að morgni, en samt … Geir var ekki mikið fyrir að trana sér fram, hann var hlédræg- ur og hógvær, athugull og með dá- lítið feimnislegu yfirbragði, en þegar enginn átti von á neinu kom innskot, komment, athugasemd eða brandari sem lyfti stemning- unni. Honum tókst alltaf að sjá kómísku hliðarnar á hlutunum. Jafnvel síðustu erfiðu árin, eftir að hann hafði veikst af sínu eitla- krabbameini, lifði Geir lífinu lif- andi. Þau hjónin voru ótrúleg, og lífsvilji Geirs alveg einstakur – hann fór í gegnum nánast öll með- ferðarform sem þekkt eru við sjúkdómnum, með óþreytandi og færa gjörgæsluhjúkku sér við hlið, og margoft reis hann upp úr ösk- unni eins og fuglinn Fönix. Þá brugðu þau sér gjarnan í Svarta- skóginn í Þýskalandi í frí. Að lokum var samt búið að framlengja víxilinn einum of oft. Söknuðurinn er mikill. Við hjónin og fjölskyldan vottum Hanný, Ellu, Gúu, Hjörleifi, tengdabörn- um og barnabörnum okkar dýpstu samúð. Við sjáumst, kæri frændi, – ég veit bara ekki enn hvar eða hvenær! Páll E. Ingvarsson. Nú þegar Geir Pétursson, vinur okkar, er látinn eftir langa og hetjulega baráttu við illvígt krabbamein viljum við minnast hans með örfáum orðum. Geir og Ari hafa verið vinir frá 1961 þegar þeir stunduðu báðir nám við Menntaskólann í Reykjavík. Skömmu eftir að við tvö, sem þetta ritum, hittumst fórum við öll til náms í Bretlandi, Ari til Liverpool en Geir og Sigrún til Edinborgar. Í Edinborg hitti Geir blómarós frá Siglufirði, Jóhönnu Hjörleifsdótt- ur. Þau urðu brátt óaðskiljanleg og giftu sig fljótlega. Við höfum nú þekkt þessi heið- urshjón í ríflega 40 ár. Oft höfum við dvalið fjarri hvert öðru, við í Englandi eða Kanada, Geir og Jó- hanna á Austurlandi eða í Svíþjóð en stundum vorum við öll á Suð- vesturhorninu. Alltaf þegar við hittumst var þráðurinn tekinn upp eins og við hefðum hist í gær. Sjúkdómurinn sem lagði Geir að velli gerði fyrst vart við sig í Sví- þjóð þar sem Geir lauk verkfræði- námi og stundaði verkfræðistörf. Sjúkdómurinn lá niðri um skeið en tók sig aftur upp eftir að þau hjón fluttu til Íslands. Geir ætlaði ekki að láta sjúkdóminn buga sig og sýndu þau hjón bæði ótrúlegt þrek og æðruleysi í baráttunni við hann. Jóhanna rak jafnan eins konar útibú frá sjúkrahúsum, ýmist í Sví- þjóð eða í Kópavoginum. Þáttur Jóhönnu við að hjúkra Geir síðustu árin og gera honum lífið bærilegt var ærinn. Einnig ferðuðust þau sér til upplyftingar hvenær sem færi gafst, einkum til útlanda. Að leiðarlokum er margs að minnast og margt að þakka. Við minnumst allra góðu samveru- stundanna á heimilum okkar og á ferðalögum. Við munum aldrei gleyma ævintýralegri ferð sem var farin til Írlands í páskafríi 1966. Þar tjölduðum við á ökrum bænda og nutum mikillar gestrisni óbreytts alþýðufólks en þetta var löngu áður en írska efnahagsundr- ið gjörbylti írsku samfélagi. Við fengum einnig höfðinglegar mót- tökur á heimili Geirs og Jóhönnu í Svíþjóð þegar við heimsóttum þau þar. Geir hafði mikla ánægju af að hanna og skapa hluti með eigin höndum. Við minnumst þess sér- staklega þegar hann hannaði og stjórnaði uppsetningu á handriði við stiga í húsi, sem við keyptum í Breiðholtinu. Dóttir okkar var þá á fyrsta ári og ekki vildi Geir að hún félli niður óvarinn stigann. Geir var einnig óþreytandi að skipuleggja og reikna út hvernig skyldi leggja parketið í sama húsi þannig að vel færi og að teknu til- liti til þess að ekki voru öll her- bergi alveg hornrétt eins og þau áttu að vera. En þannig var Geir, alltaf tilbúinn til þess að rétta hjálparhönd og ræða hin marg- víslegustu vandamál. Geir hafði ótvíræða hæfileika til þess að hanna og teikna og hafði jafnt áhuga á fagurfræði og notagildi hluta. Geir hafði einnig ódrepandi áhuga á þjóðmálum og voru þau oft rædd í þaula fram eftir nóttum. Með þessari fátæklegu kveðju þökkum við rúmlega fjörutíu ára samfylgd. Við vottum fjölskyldu Geirs, þeim Jóhönnu og Ellu, Gúu, Hjörleifi og fjölskyldum þeirra, samúð okkar við fráfall góðs drengs og fjölskylduföður. Sigrún Helgadóttir og Ari Arnalds. Í dag kveðjum við vin okkar og vinnufélaga, Geir Pétursson verk- fræðing. Geir hóf störf hjá embætti Borg- arverkfræðingsins í Reykjavík haustið 2001, síðar Framkvæmda- svið Reykjavíkurborgar. Hann var þá nýkominn heim frá Svíþjóð þar sem hann hafði unnið á umferðar- og gatnadeild í Lundi. Þar vann Geir að málum er tengd- ust umferð og umferðaröryggi og kom aftur að sama málaflokki hjá Reykjavíkurborg. Á nýjum vinnustað vann hann ekki hvað síst að umferðaröryggi skólabarna og gerð 30 km hverfa í borginni. Geir var vel meðvitaður um mikilvægi þess að bæta um- ferðaröryggi í nærumhverfi okkar. Þar skilaði sér vel reynsla hans frá Svíþjóð. Það vill oft gleymast hjá okkur, sem brunum áfram í bryn- vörðum bílum, að handan við horn- ið getur leynst óvarið barn gang- andi á leið til skóla. Eitt af síðustu verkefnum Geirs var að skapa farveg fyrir nýjung í borginni sem verður til að bæta enn frekar umferðaröryggi í íbúða- hverfum. Um verkefnið má lesa á heimasíðu Framkvæmdasviðs en það kallast „Látum götuna blómstra“. Verkefnið gengur út á það að virkja íbúa í að bæta sitt nánasta umhverfi í útliti og um leið að stuðla að bættu umferðaröryggi. Geir var ákaflega ljúfur og traustur vinnufélagi. Hann sinnti starfi sínu af áhuga og kostgæfni. Veikindi hans settu þó óhjákvæmi- lega mark sitt á starfsgetu hans síðustu tvö árin. Hann sýndi ótrúlega þrautseigju og gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Í byrjun þessa árs birtist hann hér á vinnustað okkar, sposkur á svip, gaf veikindum sínum langt nef og kastaði kveðju á vinnu- félaga sína í hinsta sinn. Fyrir hönd starfsmanna Fram- kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar votta ég eiginkonu Geirs, börnum hans og öðrum ættingjum og tengdafólki einlæga samúð okkar. Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. Geir Péturssonskreytti með sóleyjum og fíflum, envið Lóló vorum við útiverkin. Á sunnudögum var alltaf reynt að fara í reiðtúr. Lóló hafði sérstakt lag á Ólafi bónda. Hann átti til að láta hana hafa svolítið fyrir hlutunum en hún gafst aldrei upp. Faðir þeirra systra, Þórarinn Kjartansson, byggði stórhýsi á Laugavegi 76, sem stendur enn. Ég minnist þess er ég kom þangað í stóra og fallega húsið, þar var stórt borð- stofuborð með hvítum dúkum og kenndu systurnar undirritaðri fína borðsiði. Var þá gjarnan farið í fínu fötin og æfður ballett og dans. Árið 1953 vorum við Lóló báðar ný- giftar og áttum von á okkar fyrstu börnum, hún gekk með Níels sinn og ég með Sigrúnu. Fórum við þá gjarn- an niður á Hressó og fengum okkur súkkulaði og tertu, vildum þannig gefa ófæddum börnum okkar eitthvað gott. Lóló var í meðallagi há, með mikið og fallegt dökkt hár, með stór og fal- leg augu og lundin geislandi, enda erf- itt fyrir Óla bónda að neita henni um nokkurn hlut. Lóló og Haddó bjuggu alla tíð á Brúnavegi 5 og eignuðust fjögur myndarleg börn. Hann keyrði alltaf vörubílinn sinn og Lóló var húsmóðir í orðsins fyllstu merkingu. Fyrir hönd gamla Oddgeirshóla- fólksins þakka ég áralanga vináttu. Hafþóri og börnunum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Veri mín æskuvinkona kært kvödd, Guði á hendur falin, hafi hún hjartans þökk fyrir allt og allt. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Úr vísum Vatnsenda-Rósu.) Jónína Björnsdóttir frá Oddgeirshólum. Ólöf Þórarinsdóttir fæddist og ólst upp við Laugaveginn í stórri fjöl- skyldu Þórarins kaupmanns í Vinnu- fatabúðinni og Guðrúnar konu hans. Hún var því Reykjavíkurstúlka í húð og hár, lagleg, brosmild og kankvís með blik í auga og bros á vör og gat vel verið ein af Austurstrætisdætrun- um hans Tómasar, með æskuléttan svip og granna fætur. Ólöf sat ekki lengi ógefin í föður- garði. Ung að árum dansaði hún við ungan pilt í Listamannaskálanum, Ólaf Hafþór Guðjónsson frá Jaðri við Sundlaugaveg, og var það upphafið að langri farsælli samleið þeirra. Þau hófu búskap í einu herbergi á Jaðri (nú Brúnavegur 1) með aðgangi að eldhúsi og þar fæddist Níels, elsti sonur þeirra. En fljótlega var hafist handa. Fjögur elstu systkinin frá Jaðri og makar þeirra hófu byggingu sex íbúða húss, Brúnavegs 3 og 5. Í hlut Ólafar og Hafþórs kom miðhæðin á númer 5 og þar hafa þau búið síðan við góðan hag í rúmlega hálfa öld. Leiðir okkar lágu saman er ég flutti á Brúnaveg 5 fyrir 30 árum síðan. Ólöf var þá húsmóðir með þrjú börn í heimili en Níels farinn að heiman og Björg á förum. Seinna vann hún í Menntamálaráðuneytinu, svaraði í síma og vildi leysa hvers manns vanda. Ólöf var alla tíð mikil húsmóð- ir, hélt vel utan um hópinn sinn og þau hjón drógu mikið að og gerðu vel við allt sitt fólk. Þau voru ákaflega heima- kær og samrýnd hjón, Ólöf og Haf- þór, og mörg sumarkvöldin áttu þau við umhirðu garðsins sem var jafnan mjög fallegur meðan allir voru við góða heilsu. Mörgum sumardegi eyddum við Ólöf í sólbaði í garðinum og á svölunum en þau hjón voru mikl- ir sóldýrkendur. Ólöf var skemmtileg kona, hafði góða frásagnargáfu og sagði mér margar sögur frá bernsku- og frum- býlingsárunum í hverfinu, fólki og at- burðum. Þetta voru góðir dagar og er kvöldaði barst grillilmurinn af svölun- um, þá var veisla hjá Ólöfu og Haf- þóri. Nú eru hennar sumardagar hér á jörðu taldir og vil ég þakka fyrir samfylgdina, góðvildina og öll skemmtilegheitin og votta Hafþóri, börnum og tengdabörnum innilega samúð. Guð blessi minningu hennar. Herdís Sveinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.