Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ* Cloverfield kl. 8 - 10 B.i.14 ára Alvin og íkornarnir ísl. tal kl. 4 Meet the Spartans kl. 6 - 8 - 10 Walk hard kl. 6 - 8 B.i. 14 ára The Darjeeling Limited kl. 6 - 10:10 B.i. 12 ára Brúðguminn kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára Aliens vs. Predator kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára Meet the Spartans kl. 4 - 6 - 8 - 10 Ástríkur á Ólympíul.. kl. 3:30 - 5:40 Walk hard kl. 6 - 8 - 10 B.i.14 ára Brúðguminn kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára Brúðguminn kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 462 3500 Sími 564 0000 Sími 551 9000 FYRST RAY, SÍÐAN WALK THE LINE... NÚ ER KOMIÐ AÐ DEWEY COX !! FRÁ GAURNUM SEM FÆRÐI ÞÉR KNOCKED UP, SUPERBAD OG TALLADEGA NIGHTS SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM Rambo kl. 8 - 10 KRAFTSÝNING B.i. 16 ára Ástríkur á Ólympíul.. kl. 6 Brúðguminn kl. 8 B.i. 7 ára Atonement kl. 5:50 - 10 B.i. 12 ára EITTHVAÐ SKELFILEGT ER Á SVEIMI! eee DÓRI DNA, DV eee - V.I.J., 24 STUNDIR eee - S.V, MBL STÆRSTA JANÚAROPNUN SÖGUNNAR Í BANDARÍKJUNUM! FERÐIN TIL DARJEELING - Kauptu bíómiðann á netinu - Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í REGNBOGANUM eeee - B.S., FBL eee - S.V., MBL eeee - Ó.H.T., RÁS 2 SÝND Í SMÁRABÍÓI NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST! SÝND Í REGNBOGANUM Missið ekki af einum flottasta spennutrylli ársins!! SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI - LAU. OG SUN. HANDRITSHÖFUNDURINN og leikstjórinn Judd Apatow sýnir á afgerandi hátt í mynd- unum 40 Years Old Virgin og Knocked Up að hann er með háðskustu kvikmyndagerð- armönnum dagsins og Walk Hard: The Dewey Cox Story staðfestir þá skoðun með sóma. Apa- tow fær að þessu sinni vin sinn Jake Kasdan (son Lawrence) til að leikstýra handritinu, spaugilegri, mishæðóttri satíru um ameríska dægurtónlist og -menningu á síðari helmingi 20. aldarinnar. Myndin hefst á sveitabýli í Suðurríkjunum þar sem litli Dewey verður óvart bróðurbani og hlýtur fyrir ævilanga skömm föður síns sem gefur lítið fyrir piltinn. Þegar Dewey (Reilly) kemst á táningsaldurinn koma í ljós ósviknir poppstjörnuhæfileikar sem hrífa unga fólkið en fylla föður hans og sóknarprestinn fullkomnu hatri á dreng sem skemmtir skrattanum með tónlistinni, en rokkið var gjarnan kennt við Kölska á upphafsárum þess þar syðra. Hann giftist æskuunnustunni, verður frægur á svip- stundu, skilur, gengur síðar að eiga bakradda- söngkonuna og er inni og úti á vinsældalist- anum næstu áratugina. Eins og sjá má minnir ferill Deweys nokkuð á sögu Ray Charles og enn frekar Johnny Cash, jafnvel titilinn vísar í eitt ástsælasta lag „Mannsins í svörtu“, og nafn myndarinnar sem gerð var um hann. Þá líkist bakradda- söngkonan (Fischer) meira en lítið Reese Wit- herspoon, sem fór með hliðstætt hlutverk í Walk the Line. Tengingin við Cash og Ray, tvær ástsælustu og rammgjörðustu goðsagnir dægurtónlist- arinnar, er aðeins hluti af gríninu. Hver klisjan af annarri fær á baukinn með þeirri sam- bræðslu virðingarleysis og væntumþykju sem Apatow hefur borið fyrir viðfangsefnum sínum og gert verk hans svo eftirtektarverð. Grínið er upp og ofan, bernskuslysið er ekki nógu fyndið til að í það sé vitnað sí og æ en tónlistaratriðin eru flest góðlátlega hæðin. Aðeins leikaravalið, að láta sér detta Reilly í hug til að fara með að- alhlutverkið er frábær hugmynd, „anti- poppstjörnulegra“ útlit er vandfundið í kvik- myndaborginni og ekki bregst Reilly. Við fáum poppsöguna frá því um 1950 og allt fram á ofanverða öldina að hætti Apatows, sem gerir vel lukkað grín að snillingunum, dópinu þeirra og kvennamálum. Hér koma m.a. við sögu í bland við skáldaðar aðalpersónurnar; Buddy Holly, The Big Bopper, meistari Dylan (baráttusöngurinn fyrir hönd dverga er óborg- anlegur), Presley og Bítlarnir. Apatow er ekk- ert heilagt og útkoman frumleg og á löngum köflum galin skemmtun sem aðeins er hægt að bera saman við This is Spinal Tap. Það er ekki leiðum að líkjast. Poppsagan í hnyttinni hnotskurn KVIKMYND Smárabíó, Regnboginn Leikstjóri: Jake Kasdan. Aðalleikarar: John C. Reilly, Jenna Fischer, Kristen Wiig, Raymond J. Barry, Harold Ramis, Margo Martindale. 92 mín. Bandaríkin 2007. Walk Hard: The Dewey Cox Story bbbmn Sæbjörn Valdimarsson Frumleg Apatow er ekkert heilagt og útkoman frumleg og á löngum köflum galin skemmtun. BÍTILLINN Sir Paul McCartney mun koma fram á tónleikum með James syni sínum. James er 30 ára gítarleikari og sonur Lindu, fyrri konu McCartneys. McCartney-feðgarnir leika saman á fyrstu plötu þess yngri, sem von er á síðar á þessu ári. „Sagt er að James vilji leika sum lögin á vænt- anlegri plötu á sviði bráðlega og því er haldið fram að Paul komi fram með honum,“ sagði einn sem til feðganna þekkir. Þeir sem vonast eftir stórtónleikum gætu hins vegar orðið fyrir von- brigðum vegna þess að James forðast athygli. „James sækist ekki eftir kastljósinu og vill láta lítið fyrir sér fara. Það er ekki slæmt að faðir hans, með alla sína reynslu, styðji við bakið á honum í tónlistinni.“ Þetta yrði samt ekki í fyrsta skipti sem feðgarnir koma fram saman því James fylgdi föður sínum á nýlegum Bandaríkja- túr auk þess sem hann hefur samið nokkur lög sem hafa birst á sólóplötum McCartneys. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni James McCartney Paul McCartney
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.