Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 26
Korter í kvöldmat Það er oft mikið að gera hjá önnum köfnum fjölskyldum og þá er ekki alltaf mikill tími eftir til matargerðar. Skyndibiti eða tilbúnir réttir verða þá stundum fyrir valinu. Anna Sigríður Einarsdóttir fékk tvo kokka til að útbúa fyrir sig girnilega rétti sem ekki tekur meira en fimmtán mínútur að elda. matur 26 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Mér finnst skötuselurinn vera al-veg sérlega skemmtilegur fisk-ur. Hann líkist humrinumnefnilega mikið,“ segir Ásgeir Örn Valgarðsson, yfirmatreiðslumaður á Pottinum og pönnunni, sem brást vel við beiðninni um fljótlega uppskrift og galdraði á örskotsstundu fram skötusel í mangó chutney sósu. Sjálfur kveðst hann gera mikið af því að elda fisk og ber þennan rétt reglulega á borð fyrir fjölskylduna. „Þetta er sannkall- aður veisluréttur sem passar vel á fjöl- skylduborðið og það er sérlega gott að bjóða upp á ilmandi hvítlauksbrauð með sem með- læti,“ segir Ásgeir Örn Skötuselur með mangó chutney-sósu 800 g – 1 kg skötuselur 16 vel valdar tígrisrækjur 3 stór hvítlauksrif 2 msk. ferskur kóríander 3 msk. mangó chutney 1 msk. madras curry paste klípa af kjúklingakrafti 1 peli rjómi Skötuselurinn hreinsaður og skorinn í bita. Hann er því næst snöggsteiktur á pönnu ásamt tígrisrækjunum. Fisk- urinn og rækjurnar eru að því loknu sett í eldfast mót. Hvít- lauk, kóríander, mangó chutney, curry paste og kjúklinga- krafti hrært saman í matvinnsluvél og rjómanum bætt hægt og rólega saman við í lokin. Blöndunni er því næst hellt yfir fiskinn og réttinum stungið inn í 170-175°C heitan ofn í 5-6 mínútur, eða þangað til hann er fullbakaður. Borið fram með steiktu grænmeti, hrísgrjónum og hvít- lauksbrauði. Árvakur/Frikki Duglegur að elda fisk Ásgeir Örn Valgarðsson gerir mikið af því að elda fisk og er sérlega hrifinn af skötuselnum. Skötuselurinn sérlega skemmtilegur Mér finnst skötuselurinn vera alveg sérlega skemmtilegur fiskur. Hann líkist humrinum nefnilega mikið,“ segir Ásgeir Örn Valgarðsson, yfirmat- reiðslumaður á Pottinum og pönnunni Luciano Tosti, kokkur á veitingastaðnum Ítalíu, hefur búiðhér á landi frá árinu 1975 og er því fyrir löngu búinn aðvenjast íslenskri matargerð. Hann kveðst raunar eldaíslenska rétti jafnt sem ítalska þegar vinnunni sleppir. „Ég er alls ekki matvandur og borða velflest,“ segir Luciano, sem valdi fljótlegan kjúklingarétt úr heimahéraði sínu til að elda fyrir Daglegt líf. „Þetta er 100% ítalskur réttur sem þýða má á íslensku sem fusilli að hætti bóndabæjarins. Hann er ættaður frá Lazio- héraði eins og ég,“ segir Luciano sem kemur frá bænum Frosinone sem liggur um 70 km suður af Róm. „Þessi réttur er mjög bragð- góður og á ekki að taka meira en korter í matreiðslu.“ Fusilli a la fattoria eða Fusilli að hætti bóndabæjarins Fyrir fjóra 2 kjúklingabringur 200-300 g beikon, skorið í bita 2 dósir niðursoðnir tómatar, hakkaðir chilli á hnífsoddi 1 teningur nauta- eða kjúklingakraftur pipar eftir smekk olía steinselja basilíka pakki af fusilli parmesanostur Kjúklingabringurnar eru steiktar í olíunni á pönnu. Þær eru teknar af pönnunni þegar þær eru gegnsteiktar og beikonið sett á pönnuna og steikt. Kjúklingabringurnar skornar í ræmur. Þær eru því næst settar á pönnuna að nýju ásamt chilli og steiktar stutta stund með beikoni. Tómötunum bætt saman saman við og látið krauma stutta stund. Nauta/kjúklingakraftinum bætt út í. Fusilli soðið í söltu vatni í 7-8 mínútur eða samkvæmt leiðbein- ingum á pakka. Pastað er því næst skolað og að því loknu er því bætt út í pönnuna. Sett á disk og pipar, steinselju og basilíku stráð yfir ásamt góðum skammti af parmesan-osti. Pastaréttur úr heimabyggðinni Morgunblaðið/Golli Kokkurinn Luciano Tosti eldar íslenskan mat jafnt sem ítalskan er vinnunni sleppir. Árvakur/Golli Fusilli að hætti bóndabæjarins Fljót- legur og góður kjúklingaréttur. Ég er alls ekki mat- vandur og borða vel- flest,“ segir Luciano, sem valdi fljótlegan kjúklingarétt úr heima- héraði sínu til að elda fyrir Daglegt líf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.