Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is „GRÆÐGISVÆÐINGIN fékk kjaftshögg og það kom hökt í þessa taumlausu ágengni græðginnar í íslensku samfélagi. Það varð hik þarna og hafa orðið miklar vend- ingar síðan. Það á sér margar skýr- ingar en ég held að ein sú stærsta sé nákvæmlega þetta [REI] mál.“ Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur borgarfulltrúa og formanns stýrihóps borgarráðs um málefni REI og Orkuveitu Reykja- víkur á félagsfundi vinstri grænna en þar kynnti Svandís skýrsluna. Með orðum sínum um græðgi- svæðinguna var hún að taka undir orð eins fundargesta, Steingríms J. Sigfússonar. Góður rómur var gerður að máli hennar og vildu fundargestir, þ. á m. Steingrímur J. og Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður, vita hver yrðu eftirmál skýrslunnar. Steingrímur fór hörðum orðum um embættisfærslur þeirra sem komu við sögu í REI-málinu og sagði skýrsluna skapa gerbreytta víg- stöðu til að verja almannaþjón- ustufyrirtæki. „En þá er spurning hvað á að gera með það sem þarna gerðist? Ætla menn að fyrirgefa og leita sátta – eða eru þarna á ferð- inni atburðir sem ekki dugar eftir sem áður annað en fá botn í,“ sagði hann. „Það hlýtur að vera nálægt því að í sumum tilvikum séu menn beinlínis sekir um brot í opinberu starfi. Það að ætla að fara að ráð- stafa miklum hagsmunum umboðs- laus, er ekki eitthvað leiðinlegt sem mönnum þykir miður, heldur hlýtur það að vera mjög alvarlegt brot af vanhæfisástæðum.“ Svandís svaraði þessu, þ.e. hvort þarna væri eitthvað á ferðinni sem þyrfti „hreinlega á lögreglurann- sókn að halda eða eitthvað sem kallaði á kæru“, og sagði: „Við skoðuðum það – og spurðum Andra Árnason [sem vann lögfræðiálit fyrir stýrihópinn] sérstaklega hvort stjórnsýslulög hefðu verið brotin í umræddu ferli, hvort um refsivert athæfi kynni að hafa verið að ræða og hvort hugsanlega væri um að ræða brot á samningalögum. Andri Árnason heldur því fram að þarna séu ekki nægilega skýr merki um ásetning, að menn hafi getað haldið því fram að þetta væri hluti af einhvers konar menningu.“ Svandís lýsti skýrslunni sem málamiðlun, þótt hún teldi hins vegar ekki að hún hefði þurft að „kyngja stórum bitum“ í tengslum við orðalag skýrslunnar. Hún sagð- ist þó hefðu viljað sjá skýrum stöf- um í skýrslunni – nokkuð sem ekki er í henni – að skýrslan hafnaði öll- um hugmyndum um hlutafélaga- væðingu OR. „Ég hefði viljað sjá það skýrum stöfum en áskil mér hins vegar rétt til að draga þá ályktun af þeim texta sem er þarna,“ sagði hún. Réttarvitund fólks vakin Í framsögu sinni sagði Svandís að REI-málið hefði verið afar flók- ið og ekki fyrir nokkurn mann að halda í við. „En það sem gerðist var að réttarvitund almennings var mjög hressilega vakin, fyrst og fremst í gegnum svokallaða kaup- réttarsamninga. Þessi samningar endurspegluðu með svo skýrum hætti hvað gerist þegar menn fara með opinbert fé eins og sitt eigið og gera jafnvel samninga í þágu op- inbers aðila til þess að hagnast á því persónulega.“ Svandís ræddi um þá lærdóma sem draga mætti af skýrslunni og fjallaði m.a. um valdmörk embætt- ismanna. „Þarna eru mjög margir aðilar sem fara með umdeilanlegt umboð,“ sagði hún og nefndi um- boð borgarstjóra og stjórn REI og stjórnenda OR. Gera yrði kröfu um skýrt umboð í framtíðinni. Upplýsingagjöf var fyrir borð borin í REI-málinu að mati Svan- dísar og rifjaði hún upp að á kynn- ingarfundi 3. október 2007 hjá OR hefði minnihluti borgarstjórnar þurft að kalla eftir upplýsingum sem seinna urðu kaupréttarsamn- ingar. „Það stóð greinilega til að leyna okkur og almenning þessum upplýsingum og meira að segja meirihluta í borgarstjórn.“ Svandís sagði stýrihópinn hafa fjallað töluvert um embætti borg- arstjóra og hvernig embættið hefði þróast í samanburði við önnur sveitarfélög. „Borgarstjóri verður nánast eins og einvaldur í Reykja- vík, frekar en að vera fram- kvæmdastjóri sem kemur í kring ákvörðunum fjölskipaðs stjórn- valds. Þessi hefð, sem komist hefur á með einhverjum hætti á löngum tíma, er þarna líka að verki að hluta til.“ Svandís sagði að stýrihópurinn teldi að OR ætti áfram að vera í 100% eigu sveitarfélaganna og áhersla væri á það meginhlutverk OR að sinna almannaþjónustu. „Það kom hökt í þessa taum- lausu ágengni græðginnar“ Árvakur/Ómar Vitund „Það sem gerðist var að réttarvitund almennings var mjög hressilega vakin,“ sagði Svandís Svavarsdóttir KJARTAN Magnússon, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir að skýrsla stýri- hóps á vegum borg- arstjórnar um málefni Reykjavík Energy In- vest og Orkuveitu Reykjavíkur verði tekin til umfjöllunar í stjórn fyrirtækisins og að þeim ábendingum sem þar koma fram verði væntanlega fylgt. Stjórn Orkuveitunnar kemur saman í næstu viku og segist Kjartan reikna með að skýrslan verði tekin fyrir strax þá, og að stjórnarmenn muni þá hafa náð að kynna sér skýrsluna. „Og ef niðurstaðan er sú að það þurfi að bæta vinnulag þá gerum við það.“ Kjartan bendir á, varðandi eitt atriði í skýrslunni, þ.e. birtingu fundargerða stjórnarinnar, að það hafi verið eitt fyrsta verk nýrrar stjórnar að samþykkja að slíkt yrði gert framvegis. Í skýrslunni segir að trúnaðarbrestur hafi orðið milli tiltekinna starfsmanna Reykjavik Energy Invest og Orkuveitu Reykjavíkur annars vegar og tiltekinna borgarfulltrúa. Kjartan segir um þetta, að líkt og komi fram í skýrslunni sé mik- ilvægt að byggja þann trúnað upp aftur. Hann segist hins vegar telja að ýmsir aðilar hafi þegar verði látnir sæta ábyrgð í málinu en útilokar ekki að það verði gert í frekari mæli. Ábending- um vænt- anlega fylgt Kjartan Magnússon VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur þegar REI-málið kom upp, sagði eftir borgarráðsfund í gær að ekkert nýtt kæmi fram í lokaskýrslu stýrihópsins varðandi aðild sína að málinu. „Miklu fremur segir í skýrslunni að ég hafi haft stöðuumboð til að gera það sem ég gerði á eigenda- fundinum,“ sagði Vilhjálmur og vísaði þar til álits borgarlögmanns sem sent var umboðsmanni Al- þingis. Hann benti á að þetta hefði verið hefðbundið verklag hjá borg- inni um árabil líkt og komi fram í lögfræðiálitum Láru V. Júlíusdótt- ur og borgarlögmanns. „Það sem gerðist í þessu máli var að það var of mikill hraði og undirbúningurinn og kynningin ekki nægjanlega mikil. Ég hef tek- ið það á mig og við höfum rætt það í okkar flokki. Við höfum náð fullri samstöðu um niðurstöðu þessarar skýrslu í okkar hópi og munum að fullu standa við þær tillögur og hugmyndir sem þar koma fram.“ Vilhjálmur sagði einnig að allir borgarfulltrúar, jafnt úr meiri- og minnihluta, séu staðráðnir í því að hafa meira samstarf um öll stærri mál sem komi upp og varði hags- muni borgarbúa. Þetta mál hafi því skapað jákvæð sóknarfæri í borg- armálum. Vissir þú að lögmaður FL-Gro- up hefði átt beina aðild að gerð þjónustusamnings við Orkuveit- una? „Nei, það vissi ég ekki.“ Ætti einhver starfsmaður hjá Orkuveitunni, eða einhver sem ráðinn var af ykkur, að taka pok- ann sinn? „Það kemur fram í skýrslunni að þarna hafi komið fram trúnaðar- brestur og brýnt sé að endurvinna það traust. Við munum fara yfir það hvernig við leysum þau mál líkt og öll önnur mál sem við tök- um fyrir í kjölfar þessarar skýrslu. Stundum er talað um að stjórn- sýsla borgarinnar sé ekki nægi- lega góð. Ég vil láta það koma fram, að stjórnsýsla Reykjavíkur er í mjög góðu standi og við höfum á að skipa frábærum embættis- mönnum. Þarna hins vegar átti sér stað ákveðið ferli sem ég er mjög dapur yfir að hafi gerst.“ Ætlar enginn að axla ábyrgð? „Við þurftum nú heldur betur að axla ábyrgð með því að sá meiri- hluti sem við vorum í gliðnaði með- al annars út af þessu máli.“ Kom fram tillaga um það á fundi borgarfulltrúa sjálfstæðismanna að þú myndir víkja? „Nei, ekki til í dæminu. Það er mikið traust á milli okkar og þið verðið að reyna trúa því. Við erum búin að fara yfir málin og skoða það hvað gerðist, og við erum búin að ná sáttum.“ En virtir þú ekki valdmörk? „Það er ekki talað um það í skýrslunni að ég sem borgarstjóri hafi farið út fyrir valdmörk og brotið lög eða reglur. Það er talað um ýmsa aðra, s.s. að umboð stjórnar REI – ég sat ekki í stjórn REI – væri á reiki. Ég tel til dæm- is gagnvart borgarstjóra, sem hef- ur haft mjög víðtækt umboð í stjórnkerfinu, að það eigi að end- urskoða það. Þegar um stærri mál er að ræða, sem varða okkar fyr- irtæki, eigi að taka þau mál inn á borð borgarráðs og borgarstjórnar eins og stýrihópurinn leggur til. Ég mun leggja mig fram um það að halda áfram að starfa fyrir Reykvíkinga.“ Vilhjálmur benti á að búið væri að ákveða að skil- greina það nákvæmlega hvenær borgarstjóri hefði stöðuumboð og hvenær ekki varðandi málefni OR og annarra borgarfyrirtækja. Veikti þetta mál stöðu þína? „Já, auðvitað hefur þetta veikt stöðu mína. Þetta er búinn að vera erfiður tími hjá mér. Því er ekki að leyna. En ég á góða fjölskyldu og hef sterk bein,“ sagði Vilhjálmur. Umboð borgarstjóra verður tekið til skoðunar Árvakur/Brynjar Gauti Eldlína Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur verið mjög gagnrýndur í tengslum við REI-málið, m.a. á fundi borg- arstjórnar 10. október sl. þegar mynd var tekin. Daginn eftir féll borgarstjórnin. STÝRIHÓPUR borg- arráðs telur að í samn- ingaferlinu um samein- ingu REI og GGE hafi verið teknar af- drifaríkar ákvarðanir án nauðsynlegrar um- ræðu eða samþykkis lýðræðislega kjörinna fulltrúa. Guðmundur Þórodds- son, forstjóri REI og í leyfi frá starfi sínu sem forstjóri OR, benti á að eigendur REI hefðu verið að semja um að sameina fyrirtækið öðru. Í stjórn REI hefði verið stjórnarformaður OR og varaformaður stjórnar OR og þeir verið í stöðugu sambandi við þáverandi borg- arstjóra. „Það voru þeir sjálfir sem voru að semja um aðkomu REI að málunum sem stjórn- armenn og eigendur í REI en hvorki starfsmenn REI né OR,“ sagði Guð- mundur. „Það er ekkert hægt að vera bet- ur upplýstur en það.“ Hann benti á að þessir menn hefðu haft meirihluta borg- arstjórnar á bak við sig. Þar eð REI var hlutafélag í opinberri eigu hefðu málefni þess verið kynnt bæði fulltrúum meiri- og minnihluta í borgarstjórn. Guðmundur sagði það sama hafa gilt um þjónustusamninginn milli OR og REI og sameininguna við GGE. Varla hefði verið hægt að hafa meira samráð við kjörna full- trúa en gert var því að Haukur Leósson formaður stjórnar OR, Björn Ingi Hrafns- son varaformaður stjórnar OR og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson fulltrúi eigenda í stjórn OR hefðu verið þarna fyrir hönd borgarstjórnarflokkanna og tekið þátt í samningaferlinu. Þeir hefðu verið fulltrú- ar kjörinna fulltrúa og verið gerendur í málinu og vitað af því sem fram fór. Stýrihópurinn bendir á að engar rekstr- aráætlanir hefðu verið kynnar á stjórnar- og eigendafundinum um hið sameinaða fé- lag REI og GGE, né heldur skýrslur eða gögn um mat á eignum þeirra félaga sem voru að sameinast. Guðmundur benti á að samningur um hlutfallsskiptingu milli að- ila hefði verið lagður fram. Hefðu menn viljað fá meiri upplýsingar hefðu þeir átt að krefjast þeirra og bíða eftir þeim. Eng- ar slíkar kröfur hefðu komið fram á einum sex lögformlegum fundum um málið. Fulltrúar meirihlutans gerendur Guðmundur Þóroddsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.