Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 59
fyrir fyrirtæki
í fjölbreyttum
rekstri
Skrifstofuhúsgögnunum frá Inn X
getur þú raðað upp eftir þínum eigin smekk
og hentugleika og skapað það andrúmsloft
sem þú vilt hafa á skrifstofunni þinni.
Vel skipulagt vinnurými eykur afköst og því skiptir máli að val
og niðurröðun húsgagnanna auðveldi aðgengi að gögnum
sem verið er að vinna með.
Húsgögnin frá Inn X eru hreyfanleg og auðvelt er
að raða þeim saman á ólíka vegu og skapa þannig
glæsilegt vinnuumhverfi sem veitir vellíðan og eykur afköst.
Komdu með þínar hugmyndir til okkar.
XE
IN
N
IX
08
02
00
2
Se´rlausnir
Faxafeni 8 • 108 Reykjavík
Sími 577 1170 • Fax 577 1172 • www.innx.is
LÍFFRÆÐINGURINN Sir David
Attenborough sem von er á til
landsins síðar á þessu ári, hefur
lokið við síðustu náttúrulífs-
þáttasyrpu sína um lífið á jörð-
inni, Life in Cold Blood, eða Líf í
köldu blóði. Attenborough er
löngu orðinn heimskunnur fyrir
einstaka náttúrulífsþætti sína, en
fyrsta þáttaröðin í Life-flokknum
var sýnd árið 1979, Life on Earth.
Attenborough er jafnan talinn
konungur náttúrulífsþáttagerð-
armanna og breska dagblaðið
Times velti því fyrir sér um liðna
helgi hver gæti mögulega tekið
við krúnunni af „Whispering
Dave“ eða „Dabba hvíslara“.
Dabbi er orðinn 81 árs.
Attenborough kemur blaðinu til
hjálpar og nefnir tíu reglur sem
hann hafi farið eftir við þátta-
gerðina. Í fyrsta lagi þá að spyrja
sig að því af hverju maður sé milli
dýrs og myndavélar. Það er per-
sónulegra að mati hans og þar að
auki fari fólk að þekkja andlitið
og út frá því að horfa á þættina. Í
öðru lagi megi draga úr eigin trú-
verðugleika, t.d. með því að leika
í auglýsingum fyrir smjörtegund
og halda því fram að það sé jafn-
gott og mamma manns.
Í þriðja lagi verði oft að svindla
til að sýna hlutina í sínu rétta
ljósi. T.d. sé ekki gott að elta uppi
eiturslöngu og láta hana spýta á
sig, betra að vera með eina eit-
urkirtlalausa úr dýragarði. Í
fjórða lagi þurfi að búa til sögu
áður en ráðist er í tökur, svo
menn hafi eitthvað til að miða við.
Í fimmta lagi þarf að leita uppi
allar rannsóknir um viðfangs-
efnið, áhorfendur fá þannig oft
algjörlega nýja vitneskju um dýr-
in.
Í sjötta lagi er að hafa í huga
að sumir áhorfendur vilji læra
eitthvað þó þess sé krafist í sí-
auknum mæli að náttúrulífsþættir
séu ævintýraþættir. Í sjöunda lagi
er mikilvægt að mati Attenbor-
oughs að ferðast með eins lítinn
farangur og hægt er og mörg sett
af eins fötum. Bláar skyrtur og
kakíbuxur, í hans tilfelli. Þá geti
hann verið staddur hvar og hve-
nær sem er, með hvaða dýrum
sem er, alltaf eins. Í áttunda lagi
verða menn að búa sig undir
langa fjarveru frá fjölskyldu og
ástvinum og í níunda lagi koma
fram við dýrin af virðingu.
Tíunda atriðið er afar mik-
ilvægt, að láta áhorfendur ekki
halda að það sé í lagi að fara al-
veg upp að ákveðnum dýrum.
Fólk á það víst til að fara út úr
bílum í safaríferðum í Afríku til
að klappa ljónunum. Af því ljónin
í sjónvarpinu eru svo róleg.
Reuters
Konungurinn Attenborough með vini sínum af tegund asískra otra.
Tíu reglur
„Dabba
hvíslara“
ÁFENGIS- og lyfjavandi virðist
vera smitandi meðal unga og fræga
fólksins í Hollywood um þessar
mundir.
Nú hefur leik-
konan hæfileika-
ríka Kirsten
Dunst skráð sig í
meðferð.
Lífsstíll hennar
hefur leitt til þess
að hún hefur ver-
ið uppnefnd Kirs-
ten Drunkst hjá
slúðurriturum.
Dunst þótti haga sér stórfurðu-
lega á Sundance-kvikmyndahátíð-
inni nýverið og því undrar fólk ekki
að hún skuli vera komin í meðferð.
„Alla hátíðina mætti hún seint og
fór snemma og hún virtist vera mjög
óstöðug á öllum Sundance-viðburð-
unum.“
Dunst hefur lengi barist fyrir lög-
leiðingu marijúana í Bandaríkjun-
um. „Ég drekk mikið, ég hef prófað
fíkniefni og mér finnst gott að reykja
gras. Ég hef öðruvísi sýn á mari-
júana en Bandaríkjamenn. Ef allir
myndu reykja gras yrði heimurinn
miklu betri staður,“ sagði hún einu
sinni.
Dunst skráði sig inn á Cirque
Lodge-meðferðarstofnunina í Utah
sem er mjög vinsæl hjá stjörnunum.
Lindsay Lohan og Mary-Kate Olsen
hafa báðar farið í meðferð þar og
Eva Mendes dvaldi þar nýverið.
Kirsten Dunst
Farin í
meðferð
OPINBERA skýringin á endasleppu
tónleikaferðalagi Spice Girls var sú
að fjölskyldur þeirra, og þá sérstak-
lega börnin, þyldu ekki lengra út-
hald. Nú ganga sögur um það að
raunveruleg ástæða þess að tón-
leikaferðalagið varð ekki lengra hafi
í raun verið ósætti milli Viktoriu
Beckham og Geri Halliwell.
Frú Beckham á að hafa gortað sig
helst til mikið af eiginmanninum og
því hversu háum fjárhæðum hann
eyði til þess að gleðja hana. Það féll
Halliwell ekki í geð því ástarlíf henn-
ar hefur verið heldur óstöðugt í sam-
anburði.
Hver svo sem ástæðan var þá
misstu aðdáendur hljómsveitarinnar
í Kína, Suður-Afríku, Ástralíu og
Argentínu af tónleikum í þetta sinn
og ólíklegt að þeir fái annað tækifæri
til þess að sjá sveitina á sviði.
Ósætti hjá-
Spice Girls
Kryddstúlkur Halliwell og Beck-
ham kemur ekki alltaf vel saman