Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 39 ur tifar létt um máða steina“, já þá var Magga í essinu sínu. Þegar ég gisti fékk ég alltaf að sofa í stóra flotta rúminu hennar þar sem stólum var raðað meðfram rúminu ef ég skyldi nú detta fram úr. Já hún Magga passaði mig vel. Ég minnist hjólatúra að sumri til sem enduðu stundum á Langasandi þar sem Magga fékk sér sundsprett í sjónum á meðan ég fylgdist með af ströndinni þar sem ég þorði ekki út í sjóinn. Þeg- ar ég varð eldri gat ég stundum hjálp- að Möggu í vinnunni og vorum við röskar saman enda mikill kraftur í henni Möggu. Þegar kom að hinstu kveðjustund var gott að geta kvatt þig með kossi og sagt þér hvað mér þykir vænt um þig. Ég á margar góðar minningar um þig Magga mín sem ég geymi í hjarta mínu. Það er mikill söknuður en efst er mér í huga þakklæti, þakk- læti fyrir að hafa átt þig að. Þín Sigrún Margret. Margar mínar bernskuminningar tengjast Möggu frænku, það var allt- af gaman að heimsækja hana og það var frábært að vera í pössun hjá henni. Alltaf var nóg að gera og fund- ið upp á ýmsu til skemmtunar og dundurs og ekki var maður svangur hjá henni. Magga frænka var alltaf fín og flott, vel til höfð og nutum við krakkarnir góðs af því þegar við kom- um í heimsókn til hennar. Við fengum aðgang að gömlu fötunum hennar og gátum klætt okkur upp og haldið tískusýningu eða sýnt leikrit. Fyrstu sundtökin í ísköldum sjó voru tekin undir handleiðslu Möggu frænku á Langasandi og það voru engin grið gefin fyrr en maður hafði tekið nokk- ur sundtök og þar með búið að herða mann svolítið að hennar sögn. Mér var nú bara ískalt og taldi mig ekki vera neitt mikilmenni en þetta er ógleymanlegt. Mér dettur í hug máls- hátturinn: Látum hart mæta hörðu sagði kerlingin og settist á steininn. Hún gafst ekki upp fyrr en ég synti í sjónum. Hún kenndi okkur frændun- um, mér, Steina og Nilla, „skelja- kóng“ í Níllafjörunni fyrir neðan Vesturgötu 10 og þar dunduðum við okkur heilu og hálfu dagana þegar þeir komu á Skagann og gistu hjá Möggu. Þegar ég var lítill var ég viss um að Magga frænka væri atvinnu- maður í að drekka kaffi og spila. Hún var alltaf að spila við einhverjar kerl- ingar út um allan bæ og eftir að hún flutti á Höfða spilaði hún mikið þar. Þegar yngri systir mín var skírð Sig- rún Margret í höfuðið á ömmu Rúnu og Möggu frænku var ég viss um það að hún yrði mesta kaffi-drykkju-kona sem í þennan heim hefði komið vegna þess að amma og Magga drukku endalaust kaffi en mér til mikilla von- brigða drekkur Sigrún Margret ekki kaffi. Eftir að ég óx úr grasi og við Snæ- dís eignuðumst börn var alltaf tekið vel á móti okkur þegar við heimsótt- um hana. Hún hafði alltaf gaman af börnunum og faðmaði þau innilega að sér. Hún var yndisleg ljúf og skemmtileg kona og hafði mjög góða og hlýja nærveru. Það var gaman að vera með henni því að hún var mikill húmoristi og glettin. Í seinni tíð er mér minnisstæðust ferð upp á Skaga fyrir um 4 árum. Ég og pabbi fórum á völlinn og kíktum svo í malt og app- elsín inn á Höfða hjá Möggu frænku að leik loknum. Hún hafði frá svo miklu að segja og kom því svo skemmtilega frá sér að við hlógum og hlógum. Hún hló þessum smitandi hlátri sínum þannig að við hlógum ennþá meira og það endaði með því að við vorum varla hættir að hlæja þegar við komum aftur heim í Sólheimana. En nú er hún Magga, besta frænka í heimi, farin á vit feðranna og fullt af fólki tekur vel á móti henni. Eftir stöndum við með ljúfar minningar. Andrés og Snædís. Vart finnst meiri gæfa ungum dreng en að eiga ástríka og alltum- vefjandi móður, – nema ef vera skyldi að eiga tvær. Þannig leið mér í æsku. Ég átti allt- af mömmu að, en svo var líka „hin mamman“, Magga frænka á Skagan- um, þar sem ég dvaldi langdvölum á sumrum. Þessi glaðbeitta móðursyst- ir mín sem skellti skuplu á höfuð sér og hljóp svo léttfætt út í Fiskiver, þar sem fiskur skyldi flakaður eða síld raðað í tunnur. Minningabrotin hrannast upp og safnast svo saman í örfáum punktum sem voru æsku minnar Magga frænka. Söngurinn; hún elskaði að syngja og hlusta á fallegan söng. Sigfús Hall- dórsson var sunginn afturábak og áfram og svo auðvitað slagarar sam- tímans eins og „Ég hef elskað þig frá okkar fyrstu kynnum“ og „Það er draumur að vera með dáta“. Það var svo sannarlega gaman þegar Magga söng í eldhúsinu að Vesturgötu 10. Hláturinn; Hvað hún Magga gat hlegið svo undir tók. Reyndar sárnaði mér einu sinni við hana Möggu mína út af hlátrinum. Þá hafði ég viljað sanna nokkrum félögum mínum garp- skap minn og sundkunnáttu með því að stinga mér í feikn stóran drullupoll sem var við lóðarmörk. Lítt fór fyrir sundinu, en lítill kappi hljóp hágrenj- andi inn í eldhús forblautur inn að skinni. Magga kom aðvífandi en í stað þess að sýna mér samúð (sem mér fannst ég fyllilega verðskulda) fór hún að hlæja. Ég varð stórmóðgaður, en Magga frænka hló því meir og að lokum var ekki hægt annað en að hlæja með eins og alltaf. Magga frænka hló þannig að allur heimurinn komst ekki hjá því að hlæja með. Hún Magga var snillingur í pönnu- kökubakstri og hvergi brögðuðust þær betur. Árið 1979 var haldin nor- ræn sálfræðingaráðstefna og mættu til leiks 250 sálfræðingar víða að. Ís- lenskir sálfræðingar buðu í mat og skyldu íslensku pönnukökurnar hafð- ar í eftirrétt. Ég kunni ekki annað ráð betra en að leita til Möggu frænku. Ekkert var sjálfsagðara. Hún fékk Gunnu vinkonu í lið með sér og saman skelltu þær í tæpt 600 pönnukökur á einum eftirmiðdegi. Magga mín átti stórt hjarta sem hún var örlát á. Hún elskaði börn og börn elskuðu hana. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að vera alla tíð strák- urinn hennar Möggu og breytti þá engu þótt við eltumst bæði tvö. Fyrir það verð ég þakklátur ævina út. Fari hún í friði. Sigurður Ragnarsson. Það er með söknuði sem ég sest niður og skrifa þessar línur á blað til að minnast þín Magga mín. Þú varst mér svo óendanlega kær. Við systk- inin kölluðum þig alltaf Möggu móðu, þú varst móðursystirin, hin eina og sanna. Þið mamma voruð mjög nánar og því höfðum við mikið af þér að segja. Þú komst oft á „Sporðó“ og þá var nú glatt á hjalla, eða þá að mamma og pabbi fóru með okkur upp á Skaga í heimsókn til þín og afa. Þið afi hélduð saman heimili þegar afi var orðinn ekkjumaður, þú giftist aldrei, en sást vel um gamla manninn. Þú bakaðir alltaf fjallháan stafla af pönnukökum þegar við komum og ég borðaði alltaf á mig gat. Aldrei á æv- inni hef ég smakkað betri pönnukök- ur en þú bakaðir. Það var alltaf svo gaman að koma til þín á Vesturgötuna, ég fékk að hræra í hveitiskúffunni sem var stór og mikil, með skóflu í, það var hin besta skemmtun og svo sungum við eins hátt og við gátum þegar ég var að „hjálpa þér“ við sláturgerð. Við fórum í langa göngutúra á Langasand, stundum fórst þú í sjóbað á meðan ég óð í sjónum. Stundum sátum við og spjölluðum, þú sagðir mér að horfa alltaf fram á veginn og hafa jákvæðni sem vegarnesti út í lífið. Ég hef reynt að fara eftir því. Þú nenntir aldrei að hafa alla þína smápeninga í buddunni þinni en geymdir þá alltaf í krúsum hér og þar á Vesturgötunni, ég sat oft lengi dags og taldi, raðaði og reiknaði, þetta var dásamlegt ríkidæmi! Þegar ég gifti mig og byrjaði að búa komst þú oft í heimsókn þegar þú varst í „bæjarferð“ og bauðst til að passa frumburðinn á meðan við hjón- in færum í bíó. Þegar við komum til baka var búið að skrúbba allt hátt og lágt. Það voru forréttindi að hafa átt þig að, Magga mín, alltaf fylgdist þú með okkur systkinunum hvernig okkur leið í leik og starfi, hrósaðir, hvattir og leiðbeindir. Takk fyrir samfylgdina, við hittumst við pönnukökustaflann hinum megin. Ása Helga. Elskuleg Magga móðursystir er fallin frá á 90. aldursári, södd lífdaga eftir langt og farsælt líf. Farsældin var þó ekki mæld í auðæfum heldur í mannkostum. Lítil og hnellin, jákvæð og lífsglöð. Kenndi mér margt af því fallega sem ég kann. Í upphafi voru það bænir, síðan lærdómur um lífsins refilstigu og seinna á ævinni lífsspeki en mest af öllu kenndi hún mér með því að vera eins og hún var. Viðhorf til lífsins sem var svo geislandi réttsýnt og glaðlegt og gaf hlýju og góð- mennsku til allra manna. Smástrákur í heimsókn hjá Möggu og afa ólst ég upp við að fá leyfi til að róta í skúffu fullri af hveiti og leika mér í stóra húsinu við Vesturgötuna. Magga og afi svo órjúfanlega sam- tengd að þau voru jafnan nefnd í sömu andrá. Sendur út í búð og pen- ingar fundnir í ýmsum skúffum og skúmaskotum þar sem aðrir myndu frekar geyma matföng eða viðlíka, er í minningunni sveipað ævintýraljóma og hlýju. Að komast á legg og fá að fylgjast með æðri spilamennsku og læra flókin sagnakerfi meðfram því að njóta þess að fá pönnukökur rúll- aðar upp með sykri, það er nokkuð sem bætir hvern mann. Mamma, pabbi og Magga voru miklir mátar og mikill samgangur á milli með Akra- borgina sem tryggan farskjóta. Sem fullorðinn maður eignast ég mína eig- in fjölskyldu þar sem Magga var alltaf hluti af okkur á sama hátt og órói þar sem einn hluti hefur alltaf áhrif á hina. Magga varð eldri án þess að missa nokkuð af persónueinkennun- um sem lituðu allt hennar umhverfi og með veru sinni og viðmóti hefur alltaf gefið samferðamönnum sínum tóninn um hver munurinn sé á litlum atriðum og þeim sem skipta megin- máli. Ég kom til Möggu þegar tilveran var mér torfærari en mér fannst ég megna og fór frá henni eins og alltaf betri en ég var áður en ég kom, með nesti sem dugði langan veg, enda átti Magga alltaf umfram til að gefa þeim sem þurftu. Í aðra tíma voru heim- sóknir til Möggu svo skemmtilegar að magaverkir fylgdu hlátrinum sem var stjórnlítill. Á Höfða átti hún sitt ævikvöld og naut þar aðhlynningar góðs starfs- fólks. Gerði sitt til að halda sjálfstæði og þáði aðstoð með æðruleysi þegar það átti við. Þegar halla fór undan fæti hjá Möggu horfði hún æðrulaust fram á endalokin og sannaðist á henni að hægt er að segja við dauðann með sanni „Kom þú sæll, þá þú vilt“. Með þessum fáu orðum við ég þakka Möggu fyrir að vera eins og hún var og óska þess að nú séu pönnu- kökurnar í himnaríki orðnar svo þunnar og velbakaðar að hægt sé að lesa blöð þar í gegn. Andrés Ragnarsson. „Ef guð lofar.“ Þetta sögðum við oft hvor við aðra, hjartans Magga mín. Hlátur og gleði voru þín einkenni, hlátur þannig að allir hlógu með. Fyrstu minningar mínar frá Vestur- götu 10 með þér og afa Níelsi. Þar ól- uð þið mig meira og minna upp, í ást og umhyggju, mér er sagt að þú hafir ofdekrað litlu stelpuna. Margt gerð- um við saman í gegnum tíðina, allar Reykjavíkurferðirnar, heimsóknirnar til Rúnu og Ragnars, leikhúsferðin á Kardimommubæinn, þá hlóst þú meira en allir í húsinu. Fjöruferðirnar niður í Níllafjöru, og þú fékkst þér smá sundbað. Þú hafðir yndi af að spila og var gaman að fylgjast með strákunum á Höfða þegar þeir bönk- uðu á dyrnar og sóttu þig í spilin. Þú eignaðist ekki veraldleg auðæfi, en andlegu auðæfin áttir þú og deildir þeim óspart til allra. Þú giftist aldrei né eignaðist börn, en áttir okkur öll í litlu fjölskyldunni þinni, þú elskaðir okkur öll og við elskuðum þig, Magga mín. Við hlógum mikið þegar þú varst að ráðleggja okkur í sambandi við hjónabandið, þú hafðir ákveðnar skoðanir á því, sagðir okkur að fyrstu fimm árin væru alltaf erfiðust, þá var mikið hlegið. Þú hafðir yndi af að gefa og bjóða öðrum, það voru ljúfar stundir, örlítið sherry í staupi og þú púaðir dömuvindla, þá var mikið hleg- ið. Ég gæti endalaust haldið áfram með allar gleði- og hláturstundirnar sem við áttum saman. Kærar þakkir Halli og Brynja, hvað þið hafið verið umhyggjusöm og góð við Möggu okkar. Nú er komið að leiðarlokum, hjartans Magga mín, það var erfitt að slíta höndina hvor af annarri, en við hittumst aftur og þá hlæjum við saman „Ef guð lofar“. Elska þig. Þín Margrét. Elsku Magga mín, það var mikil blessun að þú skyldir hafa ratað inn í líf mitt og fjölskyldu minnar. Þú varst stoð og stytta for- eldra minna og sást um stórt heimili af miklum myndarbrag. Þú spilaðir stórt hlutverk í æsku minni og af ást og umhyggju leiddir þú mig mín fyrstu skref út í lífið og kenndir mér góða siði og fallegar bænir. Barngóð varstu með eindæmum og heimilið alltaf opið börnunum í götunni. Kærleiksböndin okkar á milli rofn- uðu aldrei þrátt fyrir að ég hafi flutt af Skaganum og hlýja ég mér við ljúf- ar minningar um þig Magga mín. Það var alltaf gaman að heimsækja þig, mikið var spjallað því þú hafðir alltaf svo mikinn áhuga á hvað unga fólkið hafði fyrir stafni, iðulega var á boð- stólum malt, appelsín og gotterí með. Stundum skelltum við okkur í bíltúr um Akranes, það var alltaf gaman að skoða gamla fallega húsið þitt við Vesturgötuna. Ekki síst er mér minnistætt þegar þú komst í heim- sókn til mín til Reykjavíkur í síðasta skiptið. Það var svo gaman að fá þig í borgarferð og þú lékst á als oddi. Ég virkilega naut þess að dekra við þig, því þú kunnir svo innilega að meta það og allar lífsins lystisemdir. Utan- landsferðirnar sem við fórum saman í, núna í seinni tíð, voru ákaflega skemmtilegar, hvort sem við lágum saman í sólbaði á Spáni eða örkuðum um Kaupmannahöfn þvera og endi- langa. Þrátt fyrir skarpan huga varð lík- aminn þreyttur eins og gengur. Aldr- ei brást þó að það lifnaði yfir þér þeg- ar ég kom með litla ungann minn í heimsókn til þín. Það var svo notalegt að fylgjast með neistanum á milli þín og Mörtu litlu, gagnkvæm aðdáunin leyndi sér ekki og litla daman gat ekki látið hana Möggu sína í friði. Elsku Magga mín, með mikið þakk- læti í huga kveð ég þig í hinsta sinn. Þín Helga. Hún Magga hefði orðið níræð eftir sjö mánuði, en enginn veit sína ævi fyrr en öll er og kallið kom fyrir nokkrum dögum og ekki óvænt því hún hafði barist við erfið veikindi í nokkurn tíma og var að lokum orðin södd lífdaga. Magga vann á heimili okkar sam- anlagt í um tíu ár, á áttunda tug síðustu aldar. Hún gætti bús og barna af mik- illi alúð, sérstaklega átti þetta við um yngri dóttur okkar sem fæddist árið 1973. Magga átti mjög stóran þátt í uppeldi hennar og kenndi henni guð- rækni og góða siði. Milli þeirra tveggja myndaðist sterkt samband sem aldrei slitnaði. Auk þessa hafði hún góð áhrif á báða synina sem voru ekki alltaf sam- mála og létu þá kraftana tala. Magga var þá oft snillingur í því að stilla til friðar. Bræðurnir kunna í dag henni góðar þakkir fyrir. Eldri dóttir okkar lærði einnig mikið af Möggu og var gagnkvæm væntumþykja milli þeirra alla tíð. Við hjónin erum mjög þakklát Möggu fyrir allt það sem hún lagði af mörkum í uppeldi barna okkar og hlýju í okkar garð. Blessuð sé minning þessarar góðu konu. Margrét og Árni. Minningarnar um tímana með Möggu hrannast upp þegar ég sest niður og hugsa til baka. Allar þær minningar sem brjótast fram fram- kalla bros í hjarta mínu og sjálfsagt allra annarra sem eru í sömu sporum og ég. Minningarnar um tímana þeg- ar ég fór í pössun til Möggu á á Sól- eyjargötuna, gerði mér ferð til henn- ar eftir skóla og fékk kók og súkkulaði, spilastundirnar, grjóna- grauturinn, pönnukökurnar, hjóla- túrarnir um bæinn og seinna meir þegar ég var farinn að fara með börn- in mín til hennar inn á Höfða. Við Magga gerðum margt af okkur í öll þau skipti sem ég fékk að fara í pössun til hennar. Iðulega var útbú- inn heimsins besti grjónagrautur auk þess sem Magga hafði mjög gaman af því að bjóða út að borða á Barbró. Alltaf var ég sendur út í Mark að kaupa kók í gleri og síríuslengju og jafnvel eins og eina happaþrennu. Aldrei unnum við samt meira en rétt fyrir annara happaþrennu, sem þýddi þó að maður fékk aðra kók í kaup- bæti. Möggu fannst fátt skemmti- legra en að spila enda var það annar partur af því að fara í pössun til henn- ar, að spila, og Magga var alltaf til í að spila hvað sem er. Síðasta ár hefur verið gríðarlega erfitt og sárt að horfa upp á konu, sem gefið hefur svo mikið af sér í gegnum árin, upplifa það sem Magga hefur gengið í gegnum. Þrátt fyrir það hef- ur gestrisnin og hlýjan alltaf verið hjá Möggu. Ými fannst alltaf gaman að koma til Ömmu Möggu og fá kex og vatn og fá að leika sér í herberginu hennar meðan á heimsókninni stóð. Það er þó sárt að hugsa til þess að hann eða systir hans fá ekki að kynn- ast þeirri Möggu sem ég geymi minn- ingar um í hjarta mínu. Ég lít á það sem alger forréttindi að hafa fengið að eyða öllum þessum ár- um í návist við elsku bestu frænku mína sem var miklu frekar amma mín en frænka. Forréttindi að geta rakið ættir til þessarar yndislegu konu sem kvaddi heiminn í síðustu viku og ekki síst forréttindi að hafa fengið að kveðja þig, elsku Magga mín, á dán- arbeðnum og hafa eytt með þér síð- ustu mínútum ævi þinnar. Eins sárt og það getur verið að kveðja veit ég að Magga er komin á stað sem gott er að vera á, stað þar sem ástvinir hennar passa upp á hana. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og mínum í gegnum árin, elsku amma mín. Hjálmur Dór. Elsku Magga, nú ertu farin, búin að fá hvíldina sem var orðin langþráð hjá þér. Síðasta árið hallaði undan fæti hjá þér og lífsneistinn slokknaður. Ég og fjölskylda mín höfðum gam- an af að heimsækja þig á Höfða, í fínu íbúðina þína, þar áður á Sóleyjargöt- una þar sem þú hreiðraðir um þig svo fallega. Minningarnar fljúga í gegnum hug- ann svo skemmtilegar og fallegar. Oftar en ekki hjólaði ég á fallegum sumarkvöldum til þín og við fengum okkur sérrí og after-eight, hlógum saman og þú vildir fá að vita allt um krakkana mína og aðra sem ég um- gekkst. Eða þegar þú birtist á afmæl- inu mínu með súkkulaði og sokkabux- ur í poka og ávallt fylgdi með: fyrirgefðu þetta lítilræði. Einu sinni sem oftar ætlaðir þú að koma í heim- sókn en ég ekki heima. Þá hringdir þú um kvöldið og sagðir: ég kom með síð- búna afmælisgjöf handa þér, ég setti hana í ruslatunnuna. Það varð uppi fótur og fit á heimilinu og ég stökk út í tunnu og vonaði að ekki væri búið að losa úr henni . Viti menn, efst í tunnunni var vafin inn í viskustykki og dagblöð þessi for- láta skál. Einnig man ég eftir því þeg- ar móðir mín var á lífi og fjölskyldan mín bjó á Vesturgötunni, þá komstu oft í mat og síðan var spilað bridds, heilu rúberturnar kláraðar og ég stundum fengin til að hlaupa í skarðið meðan mamma hellti upp á kaffi. Þið voruð nú ekkert allar svona skapgóð- ar eins og þú sem hlóst þegar ég gerði einhver misstök. Ég man líka eftir því að með fyrstu skiptunum sem ég gerði slátur þá gerði ég það með þér, mömmu og Gurru. Við Gurra nýfarnar að búa og vildum drífa þetta af en þið þurftuð að taka kaffipásur, hlæja saman á meðan við Gurra vildum drífa þetta af. Við vorum orðnar heldur fúlar þegar þessu var lokið, fannst þetta taka of langan tíma. Síðasta skiptið sem ég heimsótti þig gastu lítið talað og sagðir: „Ég er búin að tala nóg um ævina þarf ekkert að tala meira“, samt reyndir þú af veikum mætti að bjóða okkur konfekt og hafðir áhyggjur af því að við fengj- um ekkert kaffi. Elsku Magga, ég, Ármann, Haukur og Sigrún Eva kveðjum þig með hlý- hug og góðar minningar. Haukur og Sigrún Eva, börnin mín, sakna þín sárt en skilja að þú varst orðin þreytt á sál og líkama. Þín nafna, Margrét Snorradóttir og fjölsk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.