Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 60
FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 39. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Skýrsla stýrihóps kynnt  Endurskoða þarf lagaumhverfi Orkuveitu Reykjavíkur, ákvörðunar- tökuferli og starfsreglur stjórnar og stjórnenda. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokaskýrslu stýrihóps borgarráðs um málefni Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy. »Forsíða Mikil ófærð á landinu  Tugir björgunarsveitarmanna voru að störfum í gær vegna ófærðar víða um land. Þrjú snjóflóð féllu og keyrði kona utan í eitt þeirra sem féll á Súðavíkurveg. Ökumenn voru ekki mjög til fyrirmyndar á Hellisheiði. »6 Flugferðum frestað  Farþegar flugfélagsins Iceland Express þurftu flestir að bíða tölu- vert lengur eftir fluginu sínu í gær en þeir gerðu ráð fyrir. Sökum slæms veðurs og ísingar varð að fresta fjór- um flugferðum. »6 Dæmd vegna samráðs  Olíufélögin Ker, Skeljungur og Ol- ís hafa verið dæmd í Hæstarétti til að greiða Reykjavíkurborg 73 milljónir króna vegna ólögmæts samráðs. »2 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Ekki skemma góðu myndirnar Staksteinar: Þegar kerfið tekur völdin Forystugrein: Þung gagnrýni UMRÆÐAN» Fasteignagjöldin hækka og hækka Mogginn leggur línur GSM-samband á Ströndum Átt þú erindi með erindi? Svaðilför á segulpólinn Metbílar af ýmsu tagi Kraftur og lúxus frá Saab Jepplingurinn Tiguan frumsýndur BÍLAR»  %:%  : : :  : %:" 7  ,;#& / #+ , < *   *##$# /!# :  : : :  :% : %: :" . 4 2 &  :% :"% :" :" :%  :% : %:% =>??5@A &89@?AB<&CDB= 45B5=5=>??5@A =EB&4#4@FB5 B>@&4#4@FB5 &GB&4#4@FB5 &3A&&B$#6@5B4A H5C5B&48#H9B &=@ 93@5 <9B<A&3+&A85?5 Heitast 7 °C | Kaldast 2 °C Vaxandi suðvestan- átt, 15-23 m/s síðdegis og 20-28 m/s er kvöld- ar. Talsverð rigning vestan til. » 10 Spekingurinn Maharishi Mahesh Yogi markaði spor í tónlistarsöguna í gegnum vinskap sinn við Bítlana. » 51 AF LISTUM» Bítlarnir og gúrúinn TÓNLIST» Celestine heldur íslensku þungarokki við » 50 Hildigunnur Birg- isdóttir sótti inn- blástur í risastóran fljótandi ruslahaug fyrir sýningu sína í Nýlistasafninu. » 50 MYNDLIST» Plast og postulín FÓLK» Íslensk veðrátta stöðvar Jeremy Clarkson » 57 TÓNLIST» Steed Lord er komin heim úr Mexíkóferð » 51 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Leit að íslenskum pilti í Danmörk 2. Átta ára fastur í handjárnum 3. Með hnífasett í bakinu á öskudegi 4. Kirsten Dunst í meðferð  Íslenska krónan veiktist um 1,65% ar Vetrarkarnivalganga hófst á Skólavörðuholtinu og endaði við Tjörnina. Á Tjörninni dönsuðu VETRARHÁTÍÐ stendur nú yfir í Reykjavík. Hátíðin var sett með miklum glæsibrag í gærkvöldi þeg- ljósaverur á ísnum á meðan jap- anskur sirkus lék listir sínar. Að göngunni lokinni setti borgarstjóri hátíðina og við tók viðamikil dag- skrá í miðborginni, t.d. dansveisla, kórsöngur, ljóðaslamm o.fl. Sungið og dansað á karnivali í miðbæ Reykjavíkur til heiðurs vetrinum Árvakur/Kristinn Ingvarsson Hátíð í borg BÓKAÚTGÁFUNNI Forlaginu hef- ur verið gert að selja fjögur stór- virki út úr fyrirtækinu, þar á meðal útgáfuréttinn á heildarverki Hall- dórs Laxness. Þetta kemur fram í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um samruna fyrirtækja Forlagsins, en þau eru JPV útgáfa og Mál og menning. Hvorki Samkeppniseftirlitið né Forlagið hefur staðfest að um heild- arverk Laxness sé að ræða en heim- ildir blaðsins segja að svo sé og að hin verkin þrjú séu Íslensk orðabók, Ensk-íslensk orðabók og Samtíð- armenn. „… þetta er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins og það hefur valdið,“ segir Jóhann Páll Valdi- marsson, forstjóri Forlagsins. | 20 Forlagið svipt stórverkunum GUÐMUNDUR Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgar- svæðinu, segir skýrsludrög um að hægt væri að spara hundruð millj- óna í rekstri heilsugæslustöðva, sem vitnað var til í Morgunblaðinu í gær, ekki nógu nákvæm. Guðmundur segir m.a. að heilsu- gæslan í Salahverfi sinni hverfi þar sem meðalaldur er mjög lágur og því falli minni kostnaður til. Þar fari heldur engin kennsla fram. | 12 Drögin ekki nógu nákvæm Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is STJÓRN prestssetra hefur boðist til að gera fjögurra ára leigusamning við bóndann í Laufási í Eyjafirði gegn því að hann flytji húsið sitt af jörðinni. Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi í Laufási, segir þetta tilboð fráleitt og að hann neyðist til að hætta búskap ef þetta tilboð standi. Hann segist þó enn vonast til að sér verði gert kleift að búa á jörðinni. Þórarinn er sonur séra Péturs Þór- arinssonar sem var prestur í Laufási en hann lést fyrir tæplega einu ári. Þórarinn fékk á sínum tíma leyfi frá Prestssetrasjóði til að byggja sér hús á jörðinni gegn því að húsið yrði flutt þegar nýr prestur tæki við prests- setrinu. Bauð fjögurra ára leigu Kirkjuráð samþykkti í lok síðasta árs að beina því til stjórnar prests- setra að Þórarni yrði boðið að leigja jörðina til búrekstrar í fjögur ár án hlunninda. Honum yrði gert að fjar- lægja íbúðarhúsið af jörðinni í sam- ræmi við samning sem gerður var þegar húsið var reist. Um svipað leyti og þessi samþykkt var gerð fór af stað undirskriftasöfn- un í prestakallinu til stuðnings Þór- arni. Um 500 manns skrifuðu undir. Jafnframt gerði sveitarstjórnin sam- þykkt í lok janúar þar sem skorað var á stjórn prestssetra að verða við ósk- um Þórarins um lengri leigutíma og að íbúðarhús hans fengi að standa út leigutímann. Í samþykktinni segir að tillaga kirkjuráðs feli í sér „óaðgengi- lega afarkosti“. Lárus Ægir Guðmundsson, for- maður stjórnar prestssetra, segir að stjórnin hafi 25. janúar sl. samþykkt að verða við tilmælum kirkjuráðs, en það þýðir að Þórarinn þarf að flytja húsið af jörðinni. Þórarinn sagði að tilboð stjórnar prestssetra væri fráleitt og hann hefði þegar hafnað því. Ef ekki feng- ist önnur lausn í málinu væri ekki annað að gera en að setja bústofninn í sláturhús í haust og hætta búskap. Hann sagðist hins vegar ekki vera tilbúinn til að leggja árar í bát. Hann sagðist verða var við mikinn stuðning heima í héraði og því ætlaði hann að reyna að fá þessari ákvörðun breytt. Segir tilboð um leigu vera fráleitt Bóndinn í Laufási samdi um flutning fyrir fjórum árum Í HNOTSKURN »Fyrirhugað er að auglýsaprestssetrið Laufás laust til umsóknar. Það verður hins veg- ar ekki gert fyrr en búið verður að leysa ágreining um ábúð Þór- arins Péturssonar á jörðinni. Árvakur/Þorkell Laufás Fjöldi manns sækir kirkju- staðinn Laufás heim á hverju ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.