Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Vilnius. AP. | Varnar- málaráðherrar þeirra NATO-ríkja, sem eru í fararbroddi í baráttunni gegn talibönum í Afgan- istan, lögðu í gær fast að öðrum aðildarlöndum Atlantshafsbandalagsins að leggja meira af mörk- um til baráttunnar og senda fleiri hermenn til landsins. Þeir vöruðu við því að tregða ríkjanna til að leggja til her- menn stefndi markmiðum NATO í hættu og gæti leitt til klofnings innan bandalagsins. Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á NATO-fundi í Litháen í gær að deilan hefði „varpað skugga“ á framtíð bandalagsins. Peter McKay, varnarmálaráðherra Kan- ada, sagði að stjórn landsins myndi kalla 2.500 manna herlið sitt frá mikilvægri bæki- stöð í Kandahar ef önnur NATO-ríki sendu ekki þúsund manna liðsauka þangað. „Við leysum ekki vandann í Afganistan nema fleiri hermenn verði sendir til suður- hluta landsins,“ sagði Søren Gade, varnar- málaráðherra Danmerkur. Varað við klofningi NATO Robert Gates varn- armálaráðherra. Ríki hvött til að senda liðsauka til Afganistans VÍSINDAMENN í Þýskalandi segja að húðflúrstæknin geti verið kjörin leið til að koma bóluefnum í líkamann. Vísindamennirnir segja að húðflúrs- nálar, sem titra mjög ört geti reynst gagnleg leið til að koma bóluefnum undir hörundið í stað óuppleysanlegs bleks. Tilraunir á músum hafa leitt í ljós að þessi aðferð gefur af sér sextán sinnum meiri mótefni en stunga í vöðvavef með venjulegri sprautu. Mótefnamagnið er vísbending um hversu sterk viðbrögð ónæmiskerfisins eru. Húðflúrsaðferðin gæti verið gagnleg leið til að koma bóluefnum í fólk í lækn- ingaskyni, til að mynda gegn krabba- meini. Slík bóluefni hafa oft ekki næg áhrif á ónæmiskerfi líkamans þegar venjulegar sprautur eru notaðar, að því er fram kom á fréttavef breska rík- isútvarpsins, BBC. Vísindamennirnir segja að húðflúrs- nálarnar myndu aldrei henta til að koma fyrirbyggjandi bóluefnum, til að mynda gegn mislingum, í börn þar sem sársaukinn yrði of mikill. Bólusett með húðflúrsnálum ♦♦♦ Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is EFTIR úrslit forkosninganna á þriðjudag, „Stóra þriðjudaginn“, búa demókratarnir Barack Obama og Hillary Clinton sig undir langa og stranga baráttu um að hljóta út- nefningu flokks síns fyrir forseta- kosningarnar í nóvember. Slagurinn á milli þeirra er ein- staklega harður og samkvæmt CNN-sjónvarpsstöðinni munaði aðeins rúmlega 50.000 atkvæðum á þeim þegar á 15. milljón demó- krata kaus á þriðjudaginn. Flest bendir til að barátta þeirra verði langvarandi, sem gæti nýst repúblikananum John McCain sem telst nú óskoraður fulltrúi flokks síns í haust. Tvær hliðar eru á þessari stöðu. Annars vegar gæti skortur á sam- keppni dregið úr umfjöllun um McCain meðan þau baða sig í sviðs- ljósinu. Hins vegar þýðir brott- hvarf Romneys að McCain fær dýrmætan tíma til að sætta ólíkar fylkingar í Repúblikanaflokknum og sannfæra þá íhaldssömustu um að hann sé þeirra fulltrúi og ekki of frjálslyndur eins og álitsgjafar á hægri vængnum hafa látið í veðri vaka síðustu vikurnar. Eitt af því sem gerir kosning- arnar sögulegar er hið gríðarlega fé sem Clinton og Obama hafa safnað. Blaðamanni reiknast til að upphæðin hafi verið komin í sam- tals 275 milljónir dala síðdegis að íslenskum tíma í gær – hann hafi alls safnað 142 milljónum, hún 132 milljónum, alls 18,4 milljörðum. Obama safnaði mun meira fé í janúar eða 32 milljónum dala, Clin- ton um 14 milljónum, og komu þar af 5 milljónir dala úr hennar eigin vasa, til að brúa bilið á milli þeirra. Jafnframt hefur hluti starfsfólks hennar samþykkt að vinna launa- laust að framboðinu tímabundið, nú þegar herbúðir hennar leggja megináherslu á að safna nægu fé fyrir forkosningarnar 4. mars þeg- ar kosið verður í Texas og Ohio. Á laugardaginn fara fram for- kosningar hjá demókrötum í Loui- siana og Nebraska og í Maine á sunnudag. Á þriðjudaginn verður svo kosið í Maryland, Virginíu og höfuðborginni Washington og að sögn dagblaðsins Washington Post spá ráðgjafar Obama því að hann verði þá búinn að tryggja sér at- kvæði alls 910 fulltrúa, hún 882. Er þá ekki tekið tillit til atkvæða „ofurfulltrúa“, flokksmanna demó- krata sem hafa sjálfkrafa atkvæð- isrétt, en Clinton er talin hafa tryggt sér fleiri atkvæði hjá þeim. Texas og Ohio gefa marga full- trúa og á næstu dögum hyggst kosningalið Obama opna tíu skrif- stofur í ríkinu, þar sem Clinton hefur nokkurt forskot meðal kjós- enda af rómönskum uppruna. Obama og Clinton búa sig undir langvinna baráttu Ákvörðun Romneys gæti dregið úr möguleikum Demókrataflokksins í haust AP Næsti forseti? Clinton fagnar sl. þriðjudagskvöld í New York. AP Sigurstund Obama fagnar með sínu fólki í Chicago á þriðjudag. Moskvu. AFP. | Vladímír Pútín er þekktur sem forseti Rússlands, júdó- kappi og fyrrverandi njósnari KGB en lítið er vitað um einkalíf hans. Nú hefur verið gerð kvikmynd sem sögð er byggjast á einkalífi forsetans og fjalla um ástmanninn Vladímír Pútín. Kvikmyndin „Koss – í trúnaði“ verður gefin út á DVD-diskum á Val- entínusardeginum á fimmtudaginn kemur en ekki sýnd í kvikmynda- húsum. Nafn Pútíns er ekki notað í mynd- inni en söguþráðurinn byggist greinilega á einkalífi hans. Myndin fjallar um mann frá Sankti- Pétursborg, sem talar þýsku, er í leynilegu starfi, kvænist flugfreyju sem heitir Ljúdmíla (eins og eig- inkona forsetans), eignast með henni tvær dætur og verður forseti Rúss- lands. „Hvernig er hann í einkalífinu og í fjölskyldunni? Hvað býr í sál hans? Er pláss fyrir ástina í hjarta hans?“ er spurt í kynningarbæklingi um myndina. Í myndinni er svarið við síðustu spurningunni já. Leikarinn Andrej Panin sýnir vin- gjarnlegri og mildari hlið á forset- anum. „Mamma, hann er bara venjulegur maður,“ segir eiginkona aðalsögu- hetjunnar í myndinni. Darja Míkhaí- lova leikur hana og þykir talsvert lík forsetafrúnni. Bannhelgin rofin Eiginkona Pútíns kemur sjaldan fram opinberlega og nær engar myndir hafa verið birtar af tveimur dætrum þeirra eftir að þær urðu full- vaxta. Í myndinni virðist bannhelgin vera rofin. „Viljið þið vita hvort það eru einhverjar ástarsenur í myndinni?“ spurði framleiðandinn Anatolí Vor- opajev blaðamenn. „Nei, það er ekki skyggnst inn í svefnherbergið.“ „Víst!“ sagði þó leikkonan Míkhaí- lova. Lokið var við myndina fyrir fimm árum og vangaveltur hafa verið um hvort stjórnvöld í Kreml hafi beitt sér fyrir því að útgáfu hennar yrði frestað þar til nú, nokkrum vikum áður en Pútín lætur af forsetaemb- ættinu. Einnig þykir það undarlegt að myndin skuli ekki vera sýnd í kvikmyndahúsum. Voropajev neitaði því að Kreml- verjar hefðu beitt sér gegn því að myndin yrði sýnd og sagði að útgáf- unni hefði verið frestað „af persónu- legum ástæðum“. Hann viðurkenndi þó að segja mætti að hann hefði hætt sér út á hálan ís því hann yrði örugg- lega sakaður um „persónudýrkun“ og að starfa „í þágu einhvers konar afla og taka við skipunum frá stjórn- völdum“. Sögð fjalla um ástalíf Pútíns Ný rússnesk kvikmynd er sögð svipta hulunni af einkalífi forseta Rússlands AP Persónudýrkun? Pútín veiðir á stöng á mynd sem birt var í fyrra. NÆR 1.500 manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldgoss sem hófst í Tungurahua-fjalli í Ekvador í fyrradag. Um 20.000 manns búa í tíu bæjum og þorpum í grennd við fjallið sem er 5.029 metra hátt og 135 km sunnan við höfuðborgina Quito. Eldgosið hefur ekki valdið mann- skaða eða eignatjóni. Sex menn biðu bana og 6.500 manns misstu heimili sín í eldgosi í Tungurahua í ágúst 2006. Hundruð flýja vegna eldgoss AP Gos Íbúar þorps í grennd við eld- fjallið Tungurahua í Ekvador. ALLIR stjórnmálamenn sem ætla að klifra í efstu embætti þurfa að búa yfir þeim eiginleika að geta hrifið stuðningsmenn og fylkt þeim að baki sér. Mikilvægi þessa hefur komið glöggt fram í forkosningunum vestanhafs og er þá að sjálfsögðu átt við margumfjallaðan kjör- þokka Obama og þá hrifning- arvímu sem hann virðist geta dregið upp úr hatti sínum í hvert sinn sem hann kemur fram á kjör- fundum. Og eins og sjá má af myndunum hér til hliðar snerta ræður hans dýpstu strengi sálar- lífsins hjá aðdáendum hans. Ekki voru allir á því að Obama myndi velgja Clinton svo verulega undir uggum og í fréttaskýringu New York Times í gær er gert að sérstöku umtalsefni hversu hálir álitsgjafarnir hafa verið á svell- inu í spám sínum um möguleika frambjóðenda beggja flokka. „Framboði McCains er lokið,“ skrifaði Charlie Cook í National Journal 14. júlí sl. „Forsetafrúin fyrrverandi sýnist líklegri með hverjum deginum til að hljóta út- nefningu,“ sagði í fréttaskýringu AP-fréttastofunnar 25. okt. sl. „Það væri eins og ef New York Mets mættu New York Yankees,“ sagði Chris Matthews á MSNBC 3. október sl. og taldi fullvíst að Rudy Giuliani og Clinton, sem bæði hafa gegnt mikilvægum embættum í „Stóra eplinu“, myndu bítast í forsetakosningum. Blaðamönnum er þó sú vor- kunn að forkosningarnar eru óvenjuspennandi og ófyrirsjáan- legar og má segja að þær séu í senn draumur og martröð fjöl- miðlafólks, sem hefur sjaldan eða aldrei haft úr jafnmiklu að moða svo snemma í kosningaferlinu. Aðeins eru nokkrir dagar liðnir frá því Fred Barnes, ritstjóri The Weekly Standard, lét þau orð falla á Fox News-stöðinni að honum þætti sjálfumgleði af hálfu Mikes Huckabees að halda framboðinu áfram. Nú er sá Huckabee talinn líklegt varaforsetaefni McCains. Konurnar falla í stafi og spekingarnir skjóta hátt yfir markið í greiningunni AP Hrífur Ung kona grætur er hún kemst nærri Obama í Chicago. AP Agndofa Blökkukona á erfitt með tilfinningarnar á fundi Obama. MITT Romney tilkynnti flokks- bræðrum sínum í Repúblikana- flokknum í gær að hann hefði dreg- ið framboð sitt í forkosningun- um til baka. Síðasta sum- ar voru margir búnir að af- skrifa John Mc- Cain og þýðir ákvörðun Rom- neys nú að sá fyrrnefndi er öruggur með útnefningu flokksins. Romney þótti öflugur frambjóð- andi, vel að sér í efnahagsmálum og íhaldssamur í mörgum málum. Í ræðu sinni í gær gaf Romney þá ástæðu fyrir skrefinu að slagur við McCain myndi seinka því að forsetaframboð repúblikana færi í fullan gang og þar með styrkja framboð Obamas og Clintons. Romney vonaðist til að verða fyrsti forsetinn sem er mormóni og voru ófáir evangelistar sagðir tor- tryggja hann, en Mike Huckabee er helsti fulltrúi þeirra nú. Romney hættur Mitt Romney
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.