Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Lágmúli - Smáratorg - Laugavegur - Smáralind - Spöngin - Garðatorg - Setberg - Keflavík - Grindavík - Selfoss - Laugarás
Borgarnes - Stykkishólmur - Grundarfjörður - Búðardalur - Ísafjörður - Bolungarvík - Patreksfjörður - Sauðárkrókur
Blönduós - Hvammstangi - Skagaströnd - Húsavík - Kópasker Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstaðir - Seyðisfjörður
Fáskrúðsfjörður - Höfn - Neskaupstaður - Reyðarfjörður - Eskifjörður
www.lyfja.is - Lifið heil
ÞAÐ Á
AÐ BURSTA
TENNURNAR
TVISVAR Á DAG!
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
3
59
11
0
1/
07
FLUGFARÞEGAR Iceland Express á Keflavík-
urflugvelli biðu frá morgni til kvölds eftir áætl-
unarflugi í gær og varð niðurstaðan sú að tvær ferðir
til Kaupmannahafnar voru sameinaðar í eina og átti
vélin að komast í loftið á miðnætti.
Að sögn Matthíasar Imsland, forstjóra Iceland Ex-
press, má rekja tafirnar til öryggiskrafna sem þarf að
uppfylla. Ekki sé hægt að hefja flugtak sé ákveðin ísing
á flugbrautinni og vindur mikill. Staðan sé athuguð á
hálftíma til klukkutíma fresti og aðstæður í gær hafi
verið þannig að ákveðið hafi verið að fresta flugferðum
um óákveðinn tíma. Afar leiðinlegt sé þegar svona at-
vik komi upp en það geti reynst hættulegt sé örygg-
iskröfum ekki framfylgt.
Ljósmynd/Víkurfréttir
Beðið allan daginn eftir flugi
Veðurteppt Flugvél Iceland Express veðurteppt á flughlaðinu við Leifsstöð í gærkvöldi.
HREYFING er komin á samningaviðræður Sam-
iðnar og Samtaka atvinnulífsins að sögn Finn-
björns A. Hermannssonar, formanns Samiðnar. Í
gær var haldinn samningafundur og er stefnt að
öðrum fundi á mánudaginn kemur.
Skv. upplýsingum Morgunblaðsins verður reynt
á næstu dögum að finna sameiginlegar lausnir sem
öll aðildarsambönd ASÍ geta sætt sig við. Forystu-
menn innan ASÍ segja að flest bendi til þess að
samflot sé komið á að nýju milli landssambanda og
félaga í ASÍ í kjaraviðræðunum en eins og kunnugt
er slitnaði upp úr því eftir að ríkisstjórnin hafnaði
tillögum verkalýðshreyfingarinnar um breytingar í
skattamálum í síðasta mánuði. Talið er að ráðast
muni í dag hvort boðað verður til samningafunda
yfir helgina en fastlega er reiknað með að viðræð-
urnar fari á fulla ferð þegar líður á næstu viku.
Finnbjörn sagði að enn væri verið að ræða
grundvallaratriði og Samiðn vilji sjá betur heild-
arþróun kjaraviðræðna áður en hún ákveður hvort
hún sé fylgjandi svonefndum „baksýnisspegli“ eða
ekki. Með „baksýnisspegli“ er átt við fyrirkomulag
sem tryggir þeim sem setið hafa eftir í launaskrið-
inu hlutfallslega meiri launahækkun en öðrum.
Friðbjörn sagði að í ljósi þessa myndmáls væru
þeir hjá Samiðn enn að horfa út um framrúðuna.
„Við viljum sjá heildarmyndina því við höfum sagt
að það sé lítið í baksýnisspeglinum fyrir okkar fé-
laga.“
Finnbjörn sagði meginmarkmið þeirra í Samiðn
vera að ná fram launahækkun. „Þá er bara spurn-
ingin hvernig það verður gert. Við viljum sjá al-
menna hækkun, en menn eru að tala um „baksýnis-
spegil“ og við erum tilbúnir að skoða hvort eitthvað
meira er í honum fyrir okkur. Einnig að það verði
þá tryggt að þeir félagar okkar sem setið hafa eftir í
launaskriðinu njóti hans,“ sagði Finnbjörn. Einnig
hefur Samiðn rætt starfsmenntamál og orlofsmál
við SA. „Við erum að tala um að fá eitthvert orlof til
að geta sinnt endurmenntun og eins að fá aðeins
meira fé til endurmenntunar félagsmanna okkar.“
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er tilboð
SA til verkalýðshreyfingarinnar í launamálum met-
ið sem 3,7% hækkun að meðaltali. Áhersla er lögð á
að stýra því sem til skiptanna er til þeirra sem eru á
lægstu laununum og hafa setið eftir í launaskriði. Í
tillögum SA felst að lágmarkslaun fyrir fulla dag-
vinnu hækki í 145 þús. á mánuði, lægstu kauptaxtar
verði færðir að greiddum launum, með 15 þús. kr.
greiðslu ofan á taxta nú, 7.500 kr. 1. maí 2009 og
7.500 kr. hækkun 1. mars 2010. Tillaga um launa-
tryggingu til að bæta laun þeirra sem setið hafa eft-
ir í launaskriði felst í að þeir sem enga hækkun hafa
fengið frá áramótunum 2006/07 fái 4% hækkun.
Þeir sem hafa fengið minna en 4% sem þeim mis-
muni nemur en aðrir sem hafa fengið hækkanir um-
fram 4% fengju ekki hækkun. Ef samið verður til
næstu þriggja ára er gert ráð fyrir að frekari hækk-
anir komi til á tímabilinu vegna mögulegs launa-
skriðs. SA hefur boðið 2,5% lágmarkshækkun fram
í tímann og lýst yfir að sú tala gæti hækkað ef um
meira launaskrið verður að ræða á samningstím-
anum.
ASÍ-samflot hafið á ný
Tilboð SA er metið til 3,7% hækkunar að meðaltali Formaður Samiðnar segir
menn vilja almenna hækkun en séu tilbúnir að skoða hvað er í baksýnisspeglinum
SJÓNARMIÐ menntamálaráðherra
um að hækka eigi laun kennara eru
ekki sjónarmið ríkisstjórnarinnar,
að því er fram kom í máli Árna M.
Mathiesen fjármálaráðherra á Al-
þingi í gær.
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstri grænna, vildi viðbrögð
hans við orðum sem Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra lét falla á fundi með
sjálfstæðismönnum sl. laugardag um
að hækka þurfi laun kennara enda
hafi þeir dregist aftur úr.
Fjármálaráðherra fer með samn-
inga við framhaldsskólakennara fyr-
ir hönd ríkisins en þeir losna á þessu
ári. „Er þá ekki alveg ljóst að þarna
sé talað fyrir hönd ríkisstjórn-
arinnar í heild sinni?“ spurði Stein-
grímur og áréttaði að hann væri
sammála Þorgerði.
Ekki jafnt yfir alla að ganga
Árni sagði hins vegar að það væri
hlutverk fjármálaráðherra, en ekki
menntamálaráðherra, að sinna
samningaviðræðum fyrir hönd rík-
isins. Stefna ríkisstjórnarinnar væri
að láta almenna markaðinn vera
leiðandi í launaþróun. „Það þýðir
hins vegar ekki að láta eigi jafnt yfir
alla ganga. Það geta verið mismun-
andi áherslur og hlutur mismunandi
hópa réttur í þetta skiptið eða annað
skiptið,“ sagði Árni og bætti við að
það gæti verið að grunnskólakenn-
arar hefðu dregist aftur úr fremur
en framhaldsskólakennarar.
Innt eftir þessum ummælum Árna
sagðist Þorgerður vilja ítreka að það
sem hún væri að segja væri ekkert
nýtt, þetta kæmi m.a. fram í stjórn-
arsáttmálanum, „að það eigi að taka
sérstaklega á umönnunar- og
kvennastéttum“.
Þorgerður sagði jafnframt ekki
óeðlilegt að Árni tæki svona til orða,
fjármálaráðherra færi formlega
með samningsumboð varðandi
launasamninga. Hins vegar væri
ekki „skoðanalaus“, hún hlyti að
ganga útfrá hagsmunum skólanna.
Ráðherra tal-
ar ekki fyrir
ríkisstjórnina
Viðhlæjendur Steingrímur og Árni
áttust við um launamál kennara.
SLITNAÐ hefur upp úr viðræðum
Samtaka atvinnulífsins við AFL
starfsgreinafélag og Drífanda stétt-
arfélag um kjarasamning starfs-
manna í fiskimjölsverksmiðjum á
Austfjörðum. Deilunni hafði verið
vísað til sáttasemjara. Viðræðurnar
hafa staðið yfir frá því í byrjun des-
ember og skv. upplýsingum AFLs
starfsgreinafélags var samkomulag
í augsýn um flest atriði. SA hafi hins
vegar krafist þess að kjarasamn-
ingur bræðslumanna yrði alfarið
færður undir gerð aðalkjarasamn-
ings en því höfnuðu stéttarfélögin.
Slitnaði upp
úr viðræðum
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karl-
mann á sextugsaldri í 6 ára fangelsi
fyrir að skjóta úr haglabyssu að eig-
inkonu sinni á heimili þeirra í Hnífs-
dal í júní á síðasta ári. Þyngdi rétt-
urinn dóm Héraðsdóms Vestfjarða
sem hafði dæmt manninn í 4½ árs
fangelsi. Konunni var dæmd ein
milljón króna í skaðabætur.
Fram kemur í dómi Hæstaréttar
að konan hafi ekki hlotið alvarlega
áverka, en ljóst sé að maðurinn beitti
skotvopninu á þann hátt að hann
framdi lífshættulegan verknað og að
hending ein réð því að ekki hlaust
bani af. Hafnaði rétturinn einnig
þeirri málsvörn að um voðaskot hefði
verið að ræða.
Hæstiréttur og héraðsdómur litu
mismunandi augum á ásetning
mannsins til að fremja verknaðinn.
Að mati Hæstaréttar var við ákvörð-
un refsingar litið til þess hversu ein-
beittur ásetningur ákærða var, en
héraðsdómur tók ekki svo djúpt í ár-
inni.
Hæstiréttur segir í dómi sínum að
refsing fyrir brotið sé lágmark fimm
ára fangelsi og við ákvörðun hennar
var litið til hins einbeitta ásetnings.
Hefði ákærði farið með hlaðna
haglabyssu á eftir konu sinni að úti-
dyrum þar sem hún leitaði útgöngu.
Þar lauk eftirförinni með skoti úr
byssunni þegar útidyrnar höfðu ver-
ið opnaðar. Á einhverju stigi frá því
að ákærði ákvað að sækja byssuna,
hvort sem hún þá var hlaðin eða
hann hlóð hana, og þar til hann
hleypti af henni svo nálægt konu
sinni að höglin strukust við hægri öxl
hennar, varð ásetningurinn til, segir
Hæstiréttur. Án tillits til þess hvort
ásetningurinn hefði fyrst myndast
þegar dyrnar voru opnaðar var litið
til þess að með því að beita skotvopn-
inu framdi ákærði lífshættulegan
verknað.
Í niðurstöðu héraðsdóms um
ásetning kom hins vegar fram að
ásetningur mannsins hefði ekki verið
styrkur og einbeittur. Ekkert yrði
fullyrt um hvað honum gekk til með
verknaði sínum en svo virtist sem
hann hefði gripið til byssunnar í ör-
væntingu yfir því að kona hans hefði
ætlað að yfirgefa heimilið.
Mál Hæstaréttar dæmdu hæsta-
réttardómararnir Árni Kolbeinsson,
Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claes-
sen, Markús Sigurbjörnsson og Páll
Hreinsson.
Verjandi ákærða var Sveinn Andri
Sveinsson hrl. og sækjandi Ragn-
heiður Harðardóttir vararíkissak-
sóknari.
Sex ára fangelsi fyrir
að skjóta að konu sinni
Hæstiréttur þyngir fangelsisdóm vegna skotárásar í Hnífsdal
LEIT stendur yfir á norðurhluta Jót-
lands að 18 ára gömlum íslenskum
pilti, Ívari Jörgenssyni, sem ekkert
hefur spurst til síðan á sunnudags-
kvöld. Fjallað var um málið á dönsku
sjónvarpsstöðinni TV2 í gær.
Ívar, sem hefur búið í Danmörku í
11 ár, hafði verið að skemmta sér
með vinum sínum um helgina.
Jörgen Erlingson, faðir Ívars, seg-
ir, að lögreglan hafi fyrst í gær hafið
eiginlega leit. Bíll Ívars fannst en
hann var eldsneytislaus og lyklarnir
enn í kveikjulásnum. Faðir Ívars tel-
ur líklegast að hann hafi villst og
ætlað að ganga til næsta bæjar.
Leitað að ís-
lenskum pilti