Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HVAR ER FISKURINN? ÞETTA ER MJÖG SJALDGÆF TEGUND ÞEIR GETA VERIÐ MJÖG FEIMNIR HANN ER ÖRUGG- LEGA AÐ FELA SIG ÉG VEIT AÐ ÞEIR ERU EKKI SAMI MAÐURINN! SEGÐU MÉR ÞÁ HVER MUNURINN Á ÞEIM ER! JÓLASVEINNINN GEFUR BARA GJAFIR ÞVÍ HANN VINNUR VIÐ ÞAÐ. FÓLK BÝST VIÐ ÞVÍ AÐ HANN GERI ÞAÐ GRASKERIÐ GEFUR GJAFIR VEGNA ÞESS AÐ HANN LANGAR TIL AÐ GLEÐJA ÖLL BÖRN Í HEIMINUM! ÞÚ RUGLAR ALLTAF SAMAN JÓLASVEIN- INUM OG ÞESSU GRASKERI! Æ, NEI! ÉG VEIT AÐ ÉG Á EFTIR AÐ GERA STÓRA HLUTI. FÓLK Á EFTIR AÐ KALLA MIG „KALVIN HINN MIKLA“ SPÁÐU Í ÞVÍ HVAÐ ÞÚ ERT HEPPINN! ÞÚ GETUR SAGT ÖLLUM FRÁ ÞVÍ AÐ ÞÚ HAFIR ÞEKKT MIG FRÁ ÞVÍ AÐ ÉG VAR KRAKKI! ÞAÐ EIGA ALLIR EFTIR AÐ VILJA TAKA VIÐTÖL VIÐ ÞIG TIL AÐ REYNA AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ HVERNIG ÉG ER Í RAUN OG VERU. ÞVÍLÍK FORRÉTTINDI! ÞÚ ÞARFT AÐ BORGA MÉR MIKIÐ TIL AÐ ÉG HALDI MÉR SAMAN HVAÐ ÁTTU VIÐ MEÐ ÞVÍ? BÍDDU AÐEINS! ÞAÐ ER ALLT Á HVOLFI HÉRNA INNI HELGA, HLEYPTU MÉR INN! ÞAÐ ERU VILLIMENN AÐ ELTA MIG OG ÞEIR ERU NÆSTUM BÚNIR AÐ NÁ MÉR! GRÍMUR, ÞÚ VARST AÐ KOMA AF KLÓSETTINU! AF HVERJU ERTU AÐ FARA ÞANGAÐ AFTUR? ÉG ER BARA SVO HRIKALEGA ÞYRSTUR AF HVERJU ÞURFTU KENNARARNIR AÐ FARA Í VERKFALL? ÞAÐ STENDUR HÉRNA AÐ RÍKIÐ VILJI AÐ KENNARAR BORGI MEIRA FYRIR TRYGGINGAR OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ? ÞETTA ER ÞEIM MJÖG MIKILVÆGT! AF HVERJU GETUR ÞÚ EKKI SÝNT ÞEIM STUÐNING ÉG ÞARF AÐ BORGA MEIRA FYRIR TRYGGINGARNAR MÍNAR EN ÞAU! ÞÚ MUNDIR LÍKA FARA Í VERKFALL EF ÞÚ YNNIR EKKI HJÁ SJÁLFUM ÞÉR HÚGÓ FÉLL FRAM AF BJARGINU! HANN ER DÁINN OG ÞAÐ ER MÉR AÐ KENNA HANN ELSKAÐI MIG... OG ÞESS VEGNA TÝNDI HANN LÍFINU dagbók|velvakandi Spaugstofan - Réttnefni/ rangnefni? Hvað er orðið um „ástkæra, ylhýra málið okkar“? Spaugstofan hellir yf- ir þjóðina okkar blótsyrðum, for- mælingum og aulafyndni. Einn versti óvinur margra, ein- elti, sem hefur reynst mörgum dýr- keypt og jafnvel eyðilagt líf sumra, er í hávegum haft í meðförum þeirra. Spaugstofan er varla lengur réttnefni, þar sem spaug merkir gamansemi eða fyndni. Áður fyrr gat öll fjölskyldan notið þess sem á borð var borið, en það er liðin tíð. Er ekki tímabært að hleypa öðrum að, sem ná til allrar fjölskyldunnar? Margir minnast þess með eftirsjá, þegar Hemmi Gunn náði til allra aldurshópa með frábærum skemmtiþáttum og græskulausu meðfæddu spaugi sínu. Jafningjar hans finnast því miður ekki á hverju strái. Í leiðinni er ekki úr vegi að þakka Jóni Friðjónssyni fyrir einstaklega fróðlega og vandaða þætti um ís- lenskt mál. Birgir G. Albertsson. Asnaeyru Hve lengi ætlum við láglaunafólk á Íslandi að láta draga okkur á asna- eyrunum? Nú er rúmur mánuður síðan kjarasamningar runnu út og af fréttum má merkja að aðeins sé far- ið að mjakast í samningaviðræðum. Hverjir græða á því að draga samninga sem lengst? Atvinnurek- endur, að sjálfsögðu. Ég t.d. fékk síðast smálauna- hækkun 1. janúar 2007. Það hefur ekki verið neitt launaskrið hjá mér. Hvað þýðir þetta fyrir mig í 6% verðbólgu, vaxtaokri og annarri óár- an sem þjakar þetta þjóðfélag? Hreina kjararýrnun. Og á meðan Landsbankinn skilar nærri fjörutíu þúsund milljónum í hagnað og bankastjóri hefur nærri því sexfaldar árstekjur mínar í mán- aðartekjur, þá segir hann að komi ekki til greina að viðskiptavinir bankans njóti góðs af góðri afkomu. Ég verð að vitna í meistara Meg- as og segja: „afsakiði mig meðan að ég æli.“ Óskar Aðalgeir Óskarsson, Norðurgötu 10, Akureyri. Kettlingur óskast Óska eftir að fá gefins lítinn fress- kettling, helst einhvern með skemmtilega eða óvenjulega liti. Góð kattamamma. Upplýsingar í síma 551-0785. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞAÐ hefur verið nóg að gera hjá snjóruðningstækjum þessa dagana, en að- alvertíð þessara tækja er þegar svona viðrar. Þeir, sem annast moksturinn tala gjarna um snjóinn í þessu samhengi sem „hvítagullið“. Árvakur/Júlíus Sigurjónsson „Hvítagullinu“ kyngir niður FRÉTTIR VERÐLAUNAAFHENDING Landsbyggðarvina í Reykjavík og nágrenni fyrir fyrri hluta verkefn- isins Heimabyggðin mín, ritgerða- hlutann, fer fram í Norræna hús- inu kl. 16, mánudaginn 11. febrúar. Menntamálaráðherra, Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir, mun af- henda verðlaunin með aðstoð Unn- ar Birnu Vilhjálmsdóttur, fv. alheimsfegurðardrottningar. Unn- ur Birna er verndari verkefnisins, Heimabyggðin mín, og tekur hún beinan þátt í framkvæmd verkefn- isins, eftir því sem við verður kom- ið, t.d. með heimsókn í þátttöku- skólana, þegar verið er að hleypa verkefninu af stokkunum. Það kunna unglingarnir vel að meta, segir m.a. í fréttatilkynningu. Verðlaun Lands- byggðarvina afhent 1,3 milljarða hagnaður Ranghermt var í frétt í Við- skiptablaði Morgunblaðsins í gær um afkomu Skipta, móðurfélags Símans, að hagnaður af aflagðri starfsemi á síðasta ári hefði numið fjórum milljörðum króna. Hið rétta er að hagnaðurinn nam 1,3 millj- örðum króna. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.