Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrirtæki
Rekstur til sölu
Fyrirtækið er 25 ára gamalt, partasala með
notaða varahluti, verkfæri og fl.
Áhugasamir sendið póst á netfangið:
jeppapartar@simnet.is
Húsnæði í boði
Herbergi til leigu
á Fiskislóð 14
Bjart 27 fm ( 36 fm brúttó) skrifstofuherbergi til
leigu á 2. hæð í Sturlaugur og co húsinu. Sam-
eiginlegt eldhús og fundaherbergi.
Uppl. í síma 568 1560.
Félagslíf
g g
Á laugardag 9.febrúar
kl. 15-17 er opið hús. Kl. 15.30
heldur Freysteinn Sigurðsson
erindi: “Vestmenn á Íslandi 2:
Þáttur Vestmanna í stjórnsýslu.
Á fimmtudögum kl. 16.30 -
18.30 er bókaþjónustan opin
með miklu úrvali andlegra
bókmennta. Starfsemi félagsins
er öllum opin.
www.gudspekifelagid.is
Í kvöld kl. 20.30 heldur
Þorvaldur Friðriksson erindi sem
hann nefnir: “Vestmenn á Íslandi
1: Íslensk gelísk örnefni," í húsi
félagsins, Ingólfsstræti 22.
I.O.O.F. 12 1882881/2 I.O.O.F. 1 188288 FL.
Raðauglýsingar 569 1100
Raðauglýsingar
sími 569 1100
Atvinnuauglýsingar
sími 569 1100
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Gisting
Þú gistir og færð allt sem þú
þarfnast!
Lítil íb. m/öllum húsgögnum og
húsbúnaði. Uppbúið rúm, sjónvarp,
útv., og internet, eldhús, baðh., hrein
handkl. Kr. 6000 nóttin fyrir 1-2.
Uppl.í síma 568 0021 og 869 3079.
Þú gistir og færð allt sem þú
þarfnast!
3ja herb. íbúð m/öllum húsg.og
húsbúnaði. Uppbúin rúm, sjónvarp,
útv., eldh., baðh., hrein handkl.
6500 kr. nóttin fyrir 2,1000 kr. auka-
lega fyrir hvern umfram það.
Sími 568 0021 og 869 3079.
Heilsa
REYKSTOPP MEÐ ÁRANGRI
STREITU- OG KVÍÐALOSUN.
Notuð er m.a. dáleiðsla og
EFT (Emotional Freedom
Techniques).
Viðar Aðalsteinsson,
dáleiðslufræðingur,
sérfræðingur í EFT,
sími 694-5494,
www.EFTiceland.com.
Húsnæði í boði
Lúxusíbúð í Florida til leigu!
Höfum til leigu 3 herbergja íbúð í
hjarta Orlando, 5 mín akstur frá öllum
helstu skemmtigörðum, 8.500 kr
nóttin. Myndir á http://www.evesta.
is/Vacation-Rentals/34716.aspx og í
síma 895 2489.
Íbúð til leigu
Björt og falleg 2 herbergja íbúð til
leigu í Njarðvík. Verð 75 þús. Íbúðin
er laus strax. Upplýsingar gefur
Berglind í síma 868 8376.
4ra herb. íb. við Baugakór í Kópa-
vogi til leigu frá og með 1. mars
4ra herbergja íbúð á jarðhæð við
Baugakór í Kópavogi til leigu.
Stæði í bílageymslu fylgir.
Uppl. í síma 820 2508.
Húsnæði óskast
Ungt par leitar að íbúð
Ungt par með eina litla stelpu og
aðra væntanlega á næstu vikum
óskar eftir huggulegri íbúð m/a.m.k.
2 svefnherb. staðs. á höfuðborgarsv.
Skoðum öll tilb. Má vera pínu-ódýr
líka. S. 849 6543.
2-3 herb. íbúð óskast
Leigusalinn þarf íbúðina sína. Þurfum
því 2-3 herb. íbúð sem fyrst. Erum
góðir leigjendur. sS. 849 6506 eða
868 2442.
Sumarhús
Sumarhús - orlofshús .
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Námskeið
Microsoft-kerfisstjóranám
MCSA-kerfisstjóranámið hefst 25.
febr. Nýr Windows Vista áfangi.
Nokkur sæti enn laus. Upplýsingar á
www.raf.is og í síma 863 2186 (Jón).
Rafiðnaðarskólinn.
Til sölu
Stórir skór.is hætta
30% afsláttur af öllum dömuskóm í
stærðum 42-44 og herraskóm í
stærðum 47-50.
Opið í dag kl. 16-18.30.
Ásta skósali,
Súðarvogi 7,
sími 553 60 60.
Þjónusta
Raflagnir og
dyrasímaþjónusta
Setjum upp dyrasímakerfi
og gerum við eldri kerfi
Nýlagnir og
endurnýjun raflagna.
Gerum verðtilboð
Rafneisti
sími 896 6025
lögg. rafverktaki • www.rafneisti.is
Ýmislegt
Tískuverslunin Smart,
Grímsbæ/Bústaðavegi
Jakkar, 5 litir
St.: S – XXXL
Verð kr. 6.990.
Skyrta, 5 litir, st. 42- 56,
verð kr. 3.500
Sími 588 8050.
Myndavél tapaðist
Lítil rauð Canon ixus myndavél í sel-
skins leðurbuddu týndist á föstudag-
inn 31.jan. Vinsamlegast hafið sam-
band í síma 697 8243 ef vitað er um
hana.
Í sundið eða sólina:
Ofsa flott bh í D,DD,E,F,FF,G skálum
á kr. 5.665,-
Mjög smart ”slå om” pils í stíl í
stærðum S,M,L á kr. 3.995,-
Tankini í D,DD,E,F,FF skálum á kr.
8.985,-
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Opið mán-fös 10-18, lau 10-14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is.
Flottir peysukjólar !!
Nýkomin sending frá No Secret, flott-
ir bolir, pils, buxnakjólar, leggings og
gallabuxur. Stærðir: 42-56.
Belladonna, Skeifunni 11,
s. 517-6460. www.belladonna.is
Vélar & tæki
Til leigu með/án manns.
Gerum einnig tilboð í hellulagnir og
drenlagnir. Upplýsingar í síma
696 6580.
Bílar
Opel Corsa 1.2 Comfort
Skráður 2001. Ekinn 115 þús. km.
Nýskoðaður. Verð kr. 400 þúsund.
Upplýsingar í síma 848 2146.
MMC GALANT, ÁRGERÐ 1999
2,0, ssk., ekinn aðeins 69 þús. , nýtt í
bremsum. Mjög vel með farinn. Vel
búinn bíll í toppstandi. Uppl. í síma
866 9266.
M.BENZ M ML 500
Til sölu M.Bens ML500 11/06 ekin
15þ Umboðsbíll tilboð í beinni sölu:
300 þ út og yfirtaka á bílaláni
Upplýsingar 820 8096
Smáauglýsingar
sími 569 1100
FRÉTTIR
UNDIRBÚNINGUR að námskeiðunum „Undur
vísindanna“ stendur nú yfir. Að þeim standa End-
urmenntun Háskóla Íslands, Vísindavefurinn og
Orkuveita Reykjavíkur. Þeim er ætlað að höfða til
barna á aldrinum 8 til 12 ára og vekja með þeim
áhuga á vísindum og fræðum. Tölvufyrirtækið
CCP mun einnig taka þátt í námskeiðshaldinu í ár.
Um 1.000 manns sóttu námskeiðin í fyrra. For-
eldrar, en þó oftar afar og ömmur, komu þá með
börnunum og áttu saman fræðslustund og fengu
innsýn í heim vísindanna, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Í ár verða námskeiðin fjögur og haldin á laug-
ardögum á tímabilinu 16. febrúar – 8. mars. Að
þessu sinni verður fjallað um Undur orkunnar,
Undur efnafræðinnar, Undur jarðarinnar og að
lokum Undur tölvuleikjanna.
Námskeiðin verða haldin í höfuðstöðvum Orku-
veitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi 1 í Reykjavík og
verður þátttakendum boðið upp á hollar og góðar
veitingar. Verð á hverju námskeiði er 950 kr.
Skráning og nánari upplýsingar eru á vefsíð-
unni www.endurmenntun.is.
Vísindi á
verði bíóferðar
MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi
yfirlýsing frá Gunnari I. Gunnarssyni yfir-
lækni undir yfirskriftinni „Að mæra einka-
rekstur heilsugæslu á fölskum forsendum“.
Yfirlýsingin hljómar svo:
Á forsíðu Morgunblaðsins í dag, 7. febrúar,
er vitnað í skýrsludrög, sem legið hafa í ráðu-
neyti heilbrigðismála frá októbermánuði í
fyrra, þar sem samanburður á rekstrarkostn-
aði einkarekinnar Heilsugæslu Salahverfis í
Kópavogi og meðaltalstölum stöðva Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2006 er
talinn sýna 60% meiri afköst einkarekinna
lækna fyrir 13,32% færri krónur. Í lok grein-
arinnar er því haldið fram, að ríkið gæti aukið
afköst lækna heilsugæslunnar samsvarandi og
sparað 390 milljónir með því að einkavæða allt
höfuðborgarsvæðið. Greinilegt er að ofan-
greindum skýrsludrögum hefur verið lekið í
Morgunblaðið til að vekja athygli á því gamla
keppikefli ritstjórnar blaðsins, að auka vægi
einkareksturs í heilbrigðisþjónustunni. Sá sem
þetta ritar hefur verið hallur undir mismun-
andi rekstrarform í heilbrigðisþjónustunni, til
dæmis sem einn af stofnendum Læknavakt-
arinnar sf. og stjórnarformaður hennar í ára-
tug. Ég hef einnig verið stuðningsmaður þess
að læknar sjái sjálfir um rekstur stöðva sinna,
þar sem slíku verður við komið, en þegar mað-
ur les ofangreinda forsíðufrétt Morgunblaðs-
ins, þá rekur mann í rogastans. Sá samanburð-
ur, sem þarna er kynntur, er með öllu
ómarktækur og svo fráleitur, að hann eyði-
leggur málstað okkar sem viljum sjá frekari
einkarekstur í þjónustu heimilislækna. Það er
auðvitað útilokað að gera umfjöllun þessari
nægjanleg skil í stuttri grein, en til að lesendur
skilji betur, hvers vegna ofangreind Morgun-
blaðsfrétt er allsendis ómarktæk, þykir rétt að
benda til dæmis á eftirfarandi:
1) Það er eðlilegt, að verktakastarfsemi
lækna skili meiri afköstum en fastlaunakerfi.
Það er því ómarktækt að bera slíkt saman með
ofangreindum hætti.
2) Læknir getur hæglega aukið „afköst“ sín
um 60% – án þess afgreiða fleiri sjúklinga.
Höfðatalning af þessum toga segir ekkert um
frammistöðu læknis á vinnustað.
3) Mismunandi aldur skjólstæðinga stöðva
kallar á mismunandi tíma og vinnu lækna við
afgreiðslu vandamála. Heilsugæsla Árbæjar
hefur t.d. 50% fleiri skjólstæðinga, sem eru 70
ára og eldri, en Salastöðin í Kópavogi, skv. jan-
úartölum íbúa 2008.
4) Salastöðin var alveg laus við fyrirhöfn og
kostnað við kennslu lækna og læknanema á
árinu 2006. Kennslukostnaður samanburðar-
stöðva nam yfir 133 milljónum á sama ári.
5) Læknar Salastöðvarinnar sinna mun færri
símtölum en t.d. læknar í Árbæ. Og svo má
lengi telja.
Menn eiga ekki að flagga fölskum forsend-
um til að koma höggi á opinberan rekstur
heilsugæslu. Heilsugæsla Árbæjar er ein af af-
kastamestu heilsugæslustöðvum landsins og
hefur einnig hlotið háar einkunnir í þjónustu-
könnunum undanfarin ár. Læknar hennar eru
ekkert á móti einkarekstri annarra stöðva, en
þeir vilja mótmæla gagnrýni á störf sín, þegar
hún er byggð á fölskum forsendum.
Gunnar Ingi Gunnarsson, yfirlæknir í op-
inberum rekstri.“
Gagnrýnir frétt um heilsugæslu