Morgunblaðið - 08.02.2008, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
DANSKA kvik-
myndafyr-
irtækið Nordisk
Film hefur
keypt helming
hlutabréfa í
kvikmyndafyr-
irtækinu Zent-
ropu, sem leik-
stjórinn Lars
von Trier og
framleiðandinn Peter Ålbek Jen-
sen stofnuðu árið 1992. Danska
dagblaðið Politiken sagði frá
þessu í gær. Kaupin munu engu
breyta um stöðu þeirra Trier og
Jensen innan fyrirtækisins.
Nordisk Film og Zentropa eru
tvö af stærstu kvikmyndafyr-
irtækjum Norður-Evrópu og
keppinautar en hafa á und-
anförnum árum átt í samstarfi í
nokkrum verkefnum og dreifingu
efnis. Nordisk Film er ekki ein-
göngu í kvikmyndaframleiðslu
heldur einnig framleiðslu sjón-
varpsefnis og tölvuleikja og er
með starfsemi í Danmörku, Sví-
þjóð og Noregi.
Nordisk Film
kaupir í
Zentropu
Lars von Trier
Breytir engu um
stöðu Lars von
Triers innan þess
Í TILEFNI af Vetrarhátíð í
Reykjavík var kveikt á frið-
arsúlu Yoko Ono í gærkvöldi
og mun hún loga í dag og á
morgun, frá kl. 19-1 báða daga.
Þá verður boðið upp á ljós-
myndasýningu í hesthúsinu í
Viðey, á vegum ljósmynda-
keppni.is, og verður hún opnuð
í kvöld kl. 19.
Vefurinn efndi til samkeppni
um ljósmyndir af friðarsúlu
Ono síðastliðið haust og stóð keppnin fram í jan-
úar. Dómnefnd valdi 20 myndir sem sýndar verða
í hesthúsinu fram á vor. Einnig verða myndirnar
prentaðar á póstkort og mun hagnaður af sölu
þeirra renna til UNICEF.
Myndlist
Valdar myndir
af friðarsúlunni
Friðarsúla Yoko
Ono í Viðey.
ENGILL í vesturbænum, nýtt
leikrit eftir Jón Hjartarson
sem byggt er á margverðlaun-
aðri barnasögu Kristínar
Steinsdóttur, verður frumflutt
í Útvarpsleikhúsinu, Rás 1, á
sunnudaginn kl. 15.
Með hlutverk aðalpersón-
unnar, Asks, fer hinn ungi leik-
ari og kvikmyndagerðarmaður
Árni Beinteinn Árnason.
Ilmur Kristjánsdóttir leikur
engilinn, Hildigunnur Þráinsdóttir leikur mömmu
Asks og Gunnar Hansson pabbann. Tónlist samdi
Karl Olgeirsson. Hljóðsetningu annaðist Einar
Sigurðsson og leikstjóri er Sigrún Edda Björns-
dóttir.
Leiklist
Engill í Vestur-
bænum frumflutt
Árni Beinteinn
Árnason.
Á SAFNANÓTT í kvöld getur
fólk látið lágstemmd hljóð og
ljóstýrur leiða sig um sali og
stiga í Listasafni Einars Jóns-
sonar. Safnið verður opnað kl.
19 og þá sýna myndlistarkon-
urnar Björk Viggósdóttir og
Klara Þórhallsdóttir innsetn-
ingu þar sem hljóð og ljós kall-
ast á við margræð verk og sér-
stæða sali safnsins, varpa á
það nýju ljósi fram eftir
kvöldi. Þegar líður að miðnætti sest tónlist-
arkonan Kira Kira við gamalt fótstigið orgel í
turníbúð Einars og Önnu eiginkonu hans og
skapar leiðsluástand sem hún kennir við „fót-
stigna sáluhjálp“.
Myndlist
Lágstemmd hljóð
í Hnitbjörgum
Kristín Kristjáns-
dóttir, Kira Kira.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ birti
á þriðjudag úrskurð sinn um sam-
runa JPV útgáfu annars vegar og
Máls og menn-
ingar ásamt
Heimskringlu og
Vegamótum hins
vegar undir nafni
Forlagsins. Tutt-
ugu og eitt skil-
yrði var sett fyrir
því að af samrun-
anum gæti orðið.
Vegna trún-
aðar kemur ekki
fram í úrskurð-
inum hvaða hluta Forlagsins þarf
að selja, en Jóhann Páll hvorki neit-
ar því né játar að um Íslenska orða-
bók og heildarútgáfu á verkum
Laxness sé að ræða, eins og fullyrt
var í Fréttablaðinu í gær. Formað-
ur félags bókaútgefenda, Kristján
B. Jónasson, fullyrðir hins vegar á
vef sínum að ekki sé einungis um
Íslenska orðabók og Laxness að
ræða heldur einnig Ensk-íslenska
orðabók og uppflettiritið Samtíð-
armenn. Jóhann Páll í Forlaginu
kveðst hafa kosið á þessu stigi að
tilgreina ekki um hvaða verk væri
að ræða. „Það geta auðvitað allir
ráðið í það, að Samkeppniseftirlitið
hefur valið stór og þýðingarmikil
verk. Markmið þess er að minnka
okkar markaðshlutdeild og styrkja
aðra á markaðnum í staðinn,“ segir
hann.
Kraftaverk að útgáfa þrífist
Í greinargerð með úrskurði Sam-
keppniseftirlitsins kemur fram að
Mál og menning hafi haft um 40-
45% markaðshlutdeild á almennum
bókamarkaði og JPV um 15-20% og
samtals megi því gera ráð fyrir að
sameinað fyrirtæki njóti 55-60%
markaðshlutdeildar. Til sam-
anburðar má geta þess að sam-
kvæmt upplýsingum frá Sambandi
hljómplötuframleiðenda hefur
stærsta plötuútgáfufyrirtæki hér-
lendis um 70% markaðshlutdeild.
Jóhann Páll segir úrskurð Sam-
keppniseftirlitsins óþarfan; það sé
kraftaverk að bókaútgáfa skuli yf-
irhöfuð þrífast í 300 þúsund manna
samfélagi. „En þetta er niðurstaða
Samkeppniseftirlitsins og það hefur
valdið. Við verðum að hlíta þeirri
niðurstöðu og við munum gera
það,“ segir Jóhann Páll.
100 milljónir í Orðabókinni
Ef Íslensk orðabók er ein tekin
sem dæmi segir Jóhann Páll að
verð hennar myndi ekki verða undir
100 milljónum. „Þetta eru miklir
fjármunir fyrir kaupanda. En stóra
atriðið í málinu er sú menning-
arlega skylda sem hvílir á útgef-
anda slíks verks. Það væri skelfileg
niðurstaða ef við yrðum neydd til að
selja Íslenska orðabók og hún lenti
í höndunum á útgefanda sem vildi
eingöngu ná úr henni hámarks-
hagnaði, en hirti ekkert um þá
skyldu að uppfæra bókina og halda
henni lifandi. Það yrði ekkert annað
en menningarlegt stórslys.“
En hverjir myndu kaupa verk af
þeirri stærðargráðu sem um er að
ræða? Jóhann Páll segir engan út-
gefanda í augsýn sem hefði burði til
þess, hvorki fjárhagslega né fag-
lega. „Ég fæ ekki séð að það sé
nokkur annar aðili sem gæti risið
undir þessu.“ Aðrir viðmælendur
Morgunblaðsins sem fylgst hafa
með bókaútgáfu taka í sama streng
og Jóhann Páll og telja kaupanda
að t.d. Laxness og Orðabókinni
vandfundinn.
Söluferlið fer nú af stað
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, segir ekki
tímabært að velta því fyrir sér nú
hvað kunni að verða, takist ekki að
selja það sem kveðið er á um í
ákvörðun eftirlitsins. „Eins og fram
kemur í úrskurðinum er sett upp
ákveðið ferli sem nú fer af stað. Það
verður að ráðast af framhaldinu
hverjar lyktir þessa ferlis verða, og
ákvarðanir verða teknar í samræmi
við það.“ Í úrskurðinum kemur
fram að skipaður er tilsjónarmaður
sem hafa mun eftirlit með sölu um-
ræddra hluta Forlagsins.
Forlaginu gert að selja fjögur stórvirki útgáfu sinnar þar með heildarverk Laxness
Samruni forlaga í uppnámi
Árvakur/Einar FalurJóhann Páll
Valdimarsson Dýr Jóhann Páll segir engan útgefanda í augsýn sem hefði burði til þess,
hvorki fjárhagslega né faglega að kaupa Halldór Laxness allan og gefa út .
HVERJIR hefðu hug á og getu til
að kaupa feitustu bitana úr stærsta
forlagi landsins? Leitað var álits
tveggja útgefenda á úrskurði Sam-
keppniseftirlitsins.
Snæbjörn Arngrímsson í útgáf-
unni Bjarti segir Bjart munu hafa
áhuga á að skoða hvað í boði verð-
ur. „Útgáfan er á góðri siglingu og
hefur ekki í hyggju að þyngja
farminn með farþegum. Við tökum
aðeins það um borð sem gefur auk-
inn kraft og knýr Bjartsfleyið
hratt áfram.“
Gríðarmiklar skuldbindingar
Sigurður Svavarsson í Opnu seg-
ir Íslenska orðabók og höfund-
arverk Laxness gimsteina sem
hvaða útgefandi sem er myndi
vilja hafa á lista sínum. „Hins veg-
ar þurfa menn að átta sig á því að
slíkum útgáfurétti fylgja gríð-
armiklar skuldbindingar líka. Það
er ekkert smámál að halda öllum
bókum Laxness í prenti, þær selj-
ast ekki allar jafn vel. Það þarf því
öflugan útgefanda til að gæta að
sóma Laxness, og hið sama gildir
um Íslenska orðabók. Hún var
langtímafjárfesting hjá Máli og
menningu og svo hjá Eddu, þannig
að þegar farið verður að finna á
hana verðmiða verður hann mjög
hár.
Eins og staðan er núna og miðað
við mína þekkingu tel ég sóma
þessara öndvegisrita best varð-
veittan hjá Forlaginu stóra.“
Sigurður kveðst fylgjandi því að
leikreglur séu settar til að menn
misbeiti ekki stærð og afli. „Hins
vegar finnst mér langt seilst að
ætlast til þess að menn selji ákveð-
in verk út úr fyrirtækinu.“
Sigurður segir Opnu ekki hafa
fjárhagslega burði til að kaupa út-
gáfu þessara verka að svo búnu.
Langt seilst
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Í JÚNÍ síðastliðnum tilkynntu þau
Kristinn Már Pálmason og Hólm-
fríður Jóhannesdóttir að þau væru
hætt að reka galleríið Anima við
Ingólfsstræti. Anima hefur hins veg-
ar lifnað við á ný í nýju húsnæði, á
horni Njarðargötu og Freyjugötu,
þar sem áður var rekin verslun.
Kristinn hefur snúið sér alfarið að
listmálun en Hólmfríður sér um gall-
eríið ein. Fjórar sýningar eru þegar
bókaðar og sú fyrsta verður opnuð
kl. 17 í dag.
Það liggur beinast við að spyrja
hvað hafi gerst eftir að Anima var
lokað í Ingólfsstræti.
„Ég átti það húsnæði, seldi það og
hafði lokað í hálft ár. Síðan fann ég
annað húsnæði fyrir galleríið og
keypti það,“ segir Hólmfríður. Hún
hafi valið fjóra listamenn á sýningar
í nýja húsnæðinu, þeirri seinustu
lýkur 17. maí. Í haust flytur Hólm-
fríður með fjölskyldu sinni til Vínar.
Hún segist ekki vita hvað verði þá
um galleríið en það verði hugsanlega
flutt til Vínarborgar en einnig segir
hún koma til greina að það verði rek-
ið á tveimur stöðum. „Þetta er það
sem mér finnst gaman að gera, ég sá
það þegar ég var búin að loka að það
var ekki það sem ég vildi gera.“
„Svo er ég líka að byggja upp
heimasíðuna þannig að það verði
hægt að kaupa listaverk í gegnum
hana og skoða verk eftir hina og
þessa listamenn, jafnvel þá sem eru
ekki að sýna hjá mér. Þá kemur
smágrasrótarstemning í þetta,“ seg-
ir Hólmfríður.
Hún segist fyrst og fremst hafa í
huga að koma ungum listamönnum á
framfæri í Anima. Elín Anna Þór-
isdóttir ríður á vaðið. Hún útskrif-
aðist úr Listaháskóla Íslands 2004
og sýnir málverk og skúlptúra unna
með blandaðri tækni. Áhrifavaldar
hennar eru skáldaðar hetjur, ský og
skuggamyndir. 28. mars verður opn-
uð sýning á verkum Andreas Leik-
laufs, eins af „heitustu“ myndlist-
armönnum Vínarborgar í dag, að
sögn Hólmfríðar.
Anima lifnar við
Morgunblaðið/Ómar
Glassúr Elín Anna Þórisdóttir er fyrst til að sýna í nýju Anima galleríi
www.animagalleri.is
Myrkir
músíkdagar
Í DAG
12.15 Norræna húsið
Sigurður Halldórsson selló-
leikari og Daníel Þorsteinsson
píanóleikari frumflytja Þrjú
lög fyrir selló og píanó eftir
Atla Heimi Sveinsson; Nostal-
giu eftir Úlf Inga Haraldsson;
Tengsl eftir Hjálmar H.
Ragnarsson og Too Loud a
Solitude eftir Hafliða Hall-
grímsson. Sérstakur gestur
verður Marta Hrafnsdóttir.
20.00 Salurinn, Kópavogi
Tónlistarhópurinn Adapter
flytur verk eftir Jo Kondo,
Antti Auvinen, Bunita Mar-
cus, Atla Ingólfsson, Davíð
Brynjar Franzson og Þuríði
Jónsdóttur. Ásgerður Júníus-
dóttir er sérstakur gestur og
Manuel Nawri stjórnar.
22.00 Raftónleikar
Flutt verða verkin Hind-
isvík, Malarrif, Krí-Krí og
Postcards from North and So-
uth eftir Ríkharð H. Frið-
riksson og SameSameBut-
Different eftir Þórhall
Magnússon og Rúnar Magn-
ússon. Einnig verða leikin
verk eftir Hilmar Örn Hilm-
arsson, Hilmar Þórðarson,
Kjartan Ólafsson og Þuríði
Jónsdóttur.