Morgunblaðið - 08.02.2008, Síða 47

Morgunblaðið - 08.02.2008, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 47 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9-16.30, jóga kl. 9, boccia kl. 10, út- skurður og myndlist kl. 13, Grandabíó- bíóferð kl. 16, Brúðguminn, ný íslensk kvikmynd, skráning fyrir 6. febrúar. Árskógar 4 | Baðþjónusta kl. 8.15-16, opin smíðastofa kl. 9-16.30, hátíð- arbingó kl. 13,30, góðir vinningar í boði. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð- un, almenn handavinna, morgunkaffi/ dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, kertaskreyting, kaffi. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í hand- mennt opin kl. 9-16 m/ leiðb. annan hvern föstudag kl. 13-16. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsfundur í Félagsheimilinu Gjá- bakka 9. febrúar kl. 14. Á dagskrá eru húsnæðismál aldraðra í Kópavogi, framsöguerindi halda Aðalsteinn Sig- fússon félagsmálastjóri og Jóhann Árnason, framkvæmdastjóri Sunnu- hlíðar. Harmonikuleikur og kaffiveit- ingar. Félag eldri borgara, Reykjavík | Bók- menntaklúbbur kl. 13, umsjón Sig- urjón Björnsson. Félagsfundur í Stangarhyl 4 á morgun, laugardag, kl. 14. Kynntar verða tillögur um breytingar á lögum Félags eldri borg- ara í Reykjavík. Félagsheimilið Gjábakki | Málm- og silfursmíði og bossía kl. 9.30, jóga hjá Birgi kl. 10.50, hádegisverður, heitt á könnunni til kl. 16 og félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður, jóga, ganga, leikfimi kl. 9, há- degisverður, gleðigjafarnir syngja kl. 14. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 12, félagsvist í Jóns- húsi kl. 13, ullarþæfingarklúbbur kl. 13, leikhúsmiðar á leikritið Ivanov í Þjóðleikhúsinu 20. feb. nk. seldir í Jónshúsi – ekki er hægt að greiða með korti. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustof- ur opnar kl. 9-16.30, prjónakaffi/ bragakaffi kl. 10, frá hádegi spilasalur opinn, Gerðubergskórinn á Sóltúni kl. 14, fræðslu- og skemmtidagskrá í Breiðholtsskóla, m.a. fyrirlestur Ja- nusar Guðlaugssonar kl. 15.30, „Við eldumst öll, hugum að heilsunni“, kórsöngur o.m.fl. Veitingar í boði. Furugerði 1, félagsstarf | Furugerði 1, félagsstarf. Í dag kl. 9 aðstoð við böð- un, kl. 14, framhaldssagan. Kl. 15 kaffiveitingar. Hraunbær 105 | Kaffi, spjall, blöðin kl. 9, opin handavinnustofa kl. 9-12, baðþjónusta kl. 9-14, hádegismatur kl. 12, bingó kl. 14, bókabíllinn kl. 14.45 og kaffi kl. 15. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, bridge kl. 13, boccia kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-12, postulínsmálning, jóga kl. 9- 11, Björg F. Böðun fyrir hádegi. Hádeg- isverður kl. 11.30. Hársnyrting. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morg- unkaffi-blaðaklúbbur kl. 10, leikfimi kl. 11, opið hús, spilað kl. 13. Kaffiveit- ingar. Norðurbrún 1 | Smíðastofa og handa- vinnustofa eru opnar kl. 9-16, mynd- list kl. 9-12, leikfimi kl. 13, hárgreiðslu- stofa 588-1288. Fótaaðgerðarstofa 568-3838. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fóta- aðgerðir, handavinna, spænska – byrjendur, hádegisverður, sungið v/ flygilinn, kaffiveitingar og dansað í aðalsal. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, leirmótun kl. 9, morgunstund, leik- fimi, bingó kl. 13.30 í félagsmiðstöð- inni óháð aldri og búsetu. Uppl. í síma 411 9450. Kirkjustarf Aðventkirkjan á Suðurnesjum | Á morgun, 9. febrúar kl. 11, bjóðum við þig velkominn í safnaðarheimili okkar að Blikabraut 2 í Rnb. Formaður að- ventista á Íslandi, séra Eric Guð- mundsson, mun koma í heimsókn og stýra biblíurannsókn og vera með hugleiðingu. Súpa og brauð eftir samkomuna. Aðventkirkjan í Árnesi | Á morgun kl. 10 bjóðum við þig velkominn til að rannsaka með okkur Biblíuna, barna- dagskrá, guðsþjónusta hefst kl. 11. Jón Hjörleifur Stefánsson verður með hugvekju. Aðventkirkjan í Reykjavík | Á morg- un bjóðum við þér að koma og rann- saka með okkur Biblíuna kl. 11, barna- og unglingadagskrá, umræðuhópur á ensku. Guðsþjónustan hefst kl. 12, ræðumaður er Birgir Óskarsson jarð- fræðingur. Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Við fáum góða gesti frá Hlíðardals- skóla í Ölfusi í heimsókn á laugardag- inn. Þau munu sjá um biblíurannsókn- ina kl. 10.30 og guðsþjónustuna kl. 11.30. Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Á morgun verðum við með samkomu í safnaðarheimili okkar í Hólshrauni 3, kl. 11. Séra Björgvin Snorrason verður með biblíurannsókn og ræðuna, barna- og unglingadagskrá, enskur umræðuhópur, súpa og brauð að samkomunni lokinni. Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12. Mömmur, pabbar, afar, ömm- ur og dagmæður sérstaklega velkom- in. Hallgrímskirkja | Starf fyrir eldri borgara kl. 11-14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Laug- ardagskvöldið kl. 20 verður sam- koma á Hjálpræðishernum á Ak- ureyri. Yfirmenn Hjálpræðishersins á Íslandi, Noregi og í Færeyjum, Gudrun og Carl Lydholm, tala. Selfosskirkja | Þriðjudaga til föstu- daga eru morgunbænir í Selfoss- kirkju kl. 10, kaffisopi á eftir. Sr. Gunn- ar Björnsson. 60ára afmæli. Sextugurer í dag 8. febrúar, Ár- sæll Baldvinsson Krummahól- um 8, Reykjavík. dagbók Í dag er föstudagur 8. febrúar, 39. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10.) Skotíþróttafélag Hafnarfjarðarhefur starfað frá árinu 1965og sérhæfir sig í iðkunólimpískrar haglabyssuskot- fimi. Ferdinand Hansen, formaður fé- lagsins, segir frá starfinu: „Félagið opnaði árið 1999 fyrsta flokks að- stöðu til skeet-skotfimi á Iðavöllum í Kapelluhrauni, og þar er einnig hægt að stunda nordisk-trap-skotfimi. Æf- inga- og keppnistímabil félagsins hefst í apríl og stendur til loka ágúst, og höfum við haldið eitt alþjóðlegt mót á hverju ári,“ segir Ferdinand en virkir félagsmenn í Skotíþrótta- félaginu eru rúmlega hundrað. Ferdinand segir mikla grósku í skeet-skotfimi um allt land, en íþrótt- in er með elstu ólympísku keppn- isgreinunum: „Íþróttin er í senn að- gengileg og flókin, skotið er á leirdúfur af átta mismunandi pöllum, og í tveimur ólíkum stöðum á hverj- um palli. Það er skemmtileg áskorun að hæfa leirdúfuna, og auðvelt að ánetjast sportinu,“ segir hann. „Marg- ir félagsmenn eru skotveiðimenn sem koma til okkar til að æfa sig fyrir veiðar, en uppgötva fljótt hversu skemmtileg skeet-skotfimi getur verið og byrja að æfa íþróttina.“ Námskeið hefjast í vor Lágmarksaldur til að iðka skotfimi á Íslandi er 15 ár, og heldur SÍH byrjendanámskeið í haglabyssuskot- fimi á hverju vori. Þar eru kennd grunnatriði í skotfimi og öðlast þátt- takendur grunnþekkingu á byssum og skotfærum, samfara því að læra örugga meðferð skotvopna. „Um er að ræða íþrótt sem hentar jafnt körl- um og konum, ungum og öldnum, og er gaman að geta þess að töluverð gróska er í skotfimi kvenna,“ segir Ferdinand. „Þeir sem hafa áhuga á að stunda skotfimi hjá félaginu geta haft samband í gegnum heimasíðuna okkar, þar sem einnig er fáanlegt eyðublað til skráningar í félagið.“ Finna má nánari upplýsingar um Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar á slóðinni www.sih.is. Þar er meðal annars að finna myndir úr starfi fé- lagsins og jafnframt eru birtar á vefnum tilkynningar um viðburði á vegum félagsins. Tómstundir | Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar heldur námskeið og æfingar Gróska í skotfimi  Ferdinand Han- sen fæddist í Hafn- arfirði 1955. Hann lauk námi í húsa- smíði frá Iðnskól- anum í Hafn- arfirði, hlaut meistararéttindi og útskrifaðist sem framleiðslutæknir í Danmörku. Ferdinand hefur sinnt ýmsum störfum við trésmíði og fram- leiðslu, en hann hefur verið ráðgjafi hjá Samtökum Iðnaðarins frá 1999. Hann hefur verið meðlimur í Skot- íþróttafélagi Hafnarfjarðar frá 1975. Eiginkona Ferdinands er Jóhanna Tryggvadóttir ritari og eiga þau þrjú börn. Tónlist Langholtskirkja | Brúðkaup Fíg- arós eftir Wolfgang Amadeus Mozart, 11. og 13. febrúar kl. 20. Laugardalshöll | Sgt.Pepper’s Lonely Hearts Club Band Ein merkasta hljómplata allra tíma flutt í heild sinni á glæsilegum sinfóníutónleikum í Laugardals- höll, laugardaginn 22. mars. Fram koma fremstu söngvarar landsins og rokksveit Jóns Ólafssonar ásamt 40 hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Miða- sala hefst 12. febrúar á midi.is. Norræna húsið | Sigurður Hall- dórsson, selló, Daníel Þor- steinsson, píanó, og sérstakur gestur: Marta Hrafnsdóttir, halda tónleika á Myrkum músíkdögum kl. 12.15, í Norræna húsinu. Myndlist Anima gallerí | Elín Anna Þór- isdóttir opnar sýningu í nýju hús- næði Anima gallerís að Freyju- götu 27 í dag kl 17. Elín útskrifaðist með BA-gráðu frá- Listaháskóla Íslands árið 2004. Þetta er fjórða einkasýning henn- ar en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis. Efnistök Elínar hafa verið í mörgum miðlum þar sem oft má sjá afrakstur gjörn- inga eða hlutverkaleiks sem oftar en ekki er spunnið á staðnum. Sýningin stendur til 23. febrúar í Anima galleríi, Freyjugötu 27 (við Njarðargötu). Opið fim. fös. og lau. kl. 13 - 17. www.animagalleri.is Norræna húsið | Ólátagarðurinn, vettvangur óheflaðrar sköpunar, verður opnaður almenningi öðru sinni á komandi Vetrarhátíð, 7.-9. febrúar, í Norræna húsinu; sam- sýning 7 listamanna sem allir hafa grunn í graffití og hafa iðkað það listform í nokkur ár. Leiklist Halaleikhópurinn | 9. febrúar nk. mun Halaleikhópurinn frumsýna Gaukshreiðrið eftir Dale Was- serman. Leikstjóri er Guðjón Sig- valdason. Sýnt verður í Halanum, Hátúni 12 (Sjálfsbjargarhúsinu). Nánari upplýsingar og áframhald- andi sýningarplan má finna á http://www.halaleikhopurinn.is/. Mikið var um dýrðir á afmælishátíð hindúagúrúsins Bawa Lal Dyal Ji Maharaj sem fram fór í gær í borginni Amritsar á Norður-Indlandi í gær. Gestir voru skrautbúnir samkvæmt gömlum hefðum í skrúðgöngu til heiðurs meistaranum. Andlitsmálningin er ekki ósvipuð þeirri sem mátti sjá á íslenskum börnum síð- astliðinn miðvikudag. Afmælisgleði á Indlandi FRÉTTIR KÍNVERSK áramót verða haldin í Gallery Kína, Ármúla 42, 108 Reykjavík, helgina 9. og 10. febrúar, en nú er hafið ár rottunnar í Kína. Laugardaginn 9. febrúar verður opið hús kl. 10-17. Kynnt verður kínverk menning og saga, list og hefðbundnar kínverskar lækn- ingar þar sem kínverskir læknar verða til staðar frá Heilsudrek- anum, Skeifunni 3j. Einnig verður hægt að sækja ráðgjöf varðandi ferðir til Kína hvort það er á eigin vegum eða viðskiptaerindum. Sunnudaginn 10. febrúar kl. 13-17 verður aðaláhersla lögð á kín- verskt tungumál og hvernig hægt er að fá kennslu í málinu. Einnig verður boðið upp á einkaviðtöl, þar sem fólk getur spurt um allt varðandi Kína og menningu þess. Kynning verður á kínverskri leikfimi, heilsutei og Feng Shui. Báða dagana verða vörur boðnar á hátíðarverði, segir m.a. í fréttatilkynningu. Rottan heilsar með nýju ári ÍSLANDSMÓTIÐ í 5 & 5 dönsum, með frjálsri aðferð, fer fram nk. laugardag og sunnudag í Laugar- dalshöll. Keppnin hefst á laugard. kl. 13.00 og stendur til kl. 21.00 og á sunnudeginum á milli 11.00 og 15.00. Það er mótanefnd Dansíþrótta- sambands Íslands (DSÍ) sem skipu- leggur keppnina og er áætlaður fjöldi þátttakenda á þriðja hundrað- ið. Dómarar eru fimm og koma allir víðsvegar að úr Evrópu. Að sögn for- manns DSÍ, Bjargar Jakobsdóttur, er þetta einn af hápunktum dansver- tíðarinnar á hverju ári og spennandi að sjá hvernig keppendur koma und- irbúnir undir þessa sterku keppni. Íslandsmót í dansi í Höllinni Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is NÝSKÖPUNARVERÐLAUN forseta Íslands verða afhent að Bessastöðum síðar í þess- um mánuði. Verðlaunin eru veitt árlega þeim námsmönn- um sem hafa unnið framúr- skarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun, jafnt fyrir atvinnulíf sem á fræðasviði. Alls bárust sjóðnum 252 um- sóknir um styrki fyrir sumarið 2007. 106 verkefni hlutu styrk og voru þau unnin af 120 stúd- entum. Sjóðurinn er fjár- magnaður með framlögum frá ríki, Reykjavíkurborg og Framleiðnisjóði landbúnaðar- ins auk þess sem önnur sveit- arfélög hafa tekið þátt í fjár- mögnuninni. Rannsóknamiðstöð Íslands gefur verðlaunin í ár. Eftirfarandi verkefni eru tilnefnd í ár: Gráa gullið: Nemandi Sig- urlaug R. Sævarsdóttir. Markmið verkefnisins er að setja fram drög að heildstæðri stefnumótun í málefnum eldri starfsmanna hjá Reykjavíkur- borg með tillögum um raun- hæfar aðgerðir. Pattern Finder – Greining- arforrit til munsturgreiningar. Nemandi Gunnsteinn Hall. Pattern Finder er forrit til at- burða- og mynstursgreininga, ætlað til að greina hegðunar- mynstur dýra. ICCE – Icelandic Carbon Credit Exchange. Nemandi Bergþóra Arnarsdóttir. Við- skiptahugmyndin og nýsköp- unarverkefnið ICCE fól í sér að undirbúa stofnun íslenskrar viðskiptastofu með losunar- heimildir gróðurhúsaloftteg- unda og rannsaka ítarlega grundvöll og forsendur slíkrar stofu. Rafskautanet fyrir fingur- endurhæfi. Nemandi Arna Óskarsdóttir. Í verkefninu voru hannaðar og búnar til frumgerðir af neti í formi hanska fyrir hendur á þverlöm- uðum einstaklingi (einstakling- ur lamaður fyrir neðan háls) til að auka hreyfigetu í fingrum með raförvun. Víxlflæði súrefnis milli æða í sjónhimnu manna. Nemandi Egill Axfjörð Friðgeirsson. Verkefnið miðaði að því að skoða svokallað víxlflæði í sjónhimnu en það er þegar súr- efni flæðir beint milli slag- og bláæða án viðkomu í háræða- netinu. Fimm verkefni tilnefnd til verðlauna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.