Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1937, Side 7

Skinfaxi - 01.10.1937, Side 7
SKINFAXI 103 —■ Undir þessi orð mun enginn Islendingur taka nú. Til þess berum vér of mikla virðingu fyrir Fjölnis- mönnum og samherjum þeirra á öllum öldum. Til þess munum vér of vel öll þau mein, er íslenzk þjóð hefir orðið að þola og átt sér einustu líknina í andans arfi feðranna. Oft lá hafísinn að landi voru, svo að allar lindir frusu, aðrar en uppsprettur móðurmálsins. Svo sem kunnugt er, eru Frakkar flestum fremri í ræðusnilld. En hún veltur mjög á því, að næg tilbreytni sé í flutningnum. Ræðumenn verða naumast aðrir en skapmiklir geðbrigðamenn. Er þetta að nokkru skýring þess, að Frökkum tekst upp, betur en flestum öðrum, í ræðum. En þess er og að gæta, að tunga Frakka, franskan, virðist furðulega vel til þess fallin, að tjá skapsmuni þeirra og það, er þeim býr í bug. Hafa og Frakkar lagt sérstaka rækt við tungu sína. Merkilegt ér t. d. og næstum grátbroslegt, að heýra Frakka tala erlend tungumál, t. d. þýzl<ju, enda þótt hann hafi gott vald á því máli. Ræðumaðurinn getur kornizt í „stemningu“, sem kallað er, tekið að baða út liöndun- um, svo sem löndum hans er títt og svo framvegis. Ræðan er með öðurm orðum í fyllsta máta á frönsku að öðru en málinu, en það er þýzka, og afleiðing þess er sú, að áhrif ræðunnar verða lítil eða jafnvel kát- brosleg. Þýzkan fellur ekki að lundarfari Frakkans, ræðutilburðum hans. Ilún verður ræðumanninum eins og flík, sem sniðin liefir verið á annan. Sjálfsagt eru Frakkar um þetta nokkuð sérstæðir. Einkenni og um leið styrkur íslenzkunnar er ekki svo mjög í liinu ytra, hljómfallinu og þvl., að Islendingi, sem á annað borð kann erlent mál, veitist erfitt að tjá hugsanir sinar á þvi. Um það, sem frekast reyn- ir á í þessu sambandi, tilfinningarnar, skiptir minna. Þeim l'líka Islendmgar livort eð er ekki í ræðum, nema að litlu leyti. Ósanngjarnt væri að álykta af þessu, að íslenzkan

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.