Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1937, Side 9

Skinfaxi - 01.10.1937, Side 9
SKINFAXI 105 Ggfumk íþrótt vígi vanr ulfs of bági vammi firrða. Orðsins list, braglistin, er Sigmundi gamla „bolva bætr“ fyrir allar þrengingar daglega lifsins og ósigra þess. Kemur svipað fram á fallegan hátt í síðustu bók Halldórs Kiljans Laxness: Ljós heimsins. Niðursetn- ingurinn Ólafur Kárason liggur illa baldinn vegna veik- inda og ills atlætis. Hinn ylri skynheimur hans er næsta þröngur, en kveðskapur hans sjálfs er honum til skap- léttis og rímnalestur víkkar sjóndeildarhring hans. Eft- irtektarverl er og, er Jónas, sem á að mestu sökina á veikindum Óla litla, nýtur skáldgáfu hans, er hann berst við bróður sinn um bliðu Jönu. „Ritaðu með ])lóði þínu, og þú munt komast að raun uim, að blóð er andi“, segir þýzki skáldspekingur- inn Nietzsche. Þessari reglu Nietzclie hafa Islending- ar fylgt á öllum öldum, oftast af knýjandi nauðsyn, og vegna þessa eru verðmæti bókmennta vorra svo mikil. En þá er rætt er um bókmenntir vorar, er einnig átt við íslenzkuna. Allir viðurkenna, að Eddukvæðin séu lílilsverð i þýðingum, og gitdir ])að um flest hið bezta í bókmenntum vorum, svo sem ljóð Einars Benedikts- sonar. En vandi fylgir vegsemd liverri. Ágæti tungunnar leggur oss skyldur á lierðar. Erlendar þjóðir sinna nú íslenzkri tungu og bókmenntum mun meira en áður. Með menningarþjóðum felst í almennri menntun að kunna nokkur skil á fornbókmenntum vorum. Þykir Þjóðverjum Islendingasögur sjálfsagt lesefni hinni upp- vaxandi kynslóð. En einkum er oss lærdómsríkt að gefa þvi gaum, hvað erlendar þjóðir leggja í sölurnar fyrir móðurmál sín. Flestum íslendingum er kunn málsaga frænda vorra Norðmanna í höfuðdráttum. Er því ekki ástæða til

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.