Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 17

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 17
SKINFAXI 113 stætt mál. Þjóðverjar eiga hér auðveldari aðstöðu. Mál þeirra er svipmeira en danskan og miklum mun sjálf- stæðara. Þó hefir málhreinsun síðustu ára þar í landi koslað Þjóðverja áköf átök. í rauninni eigum vér íslendingar i þessu sérstöðu. Það er rétt, að mál vort er „ldnverskt“ að því leyti, að það er heimur fyrir sig, en því aðeins er það heim- ur fyrir sig, að það er sjálfstæð, lifræn heild, er þró- ast samkvæmt eigin lögmálum. Nýyrði íslenzkrar tungu eru flest eðlilegur gróður, er sprettur fram á þróttmiklum meiði móðurmálsins. Otlendmgar undr- ast og mjög, hve tunga vor fullnægir oss auðveldlega í sibreytilegum aðstæðum; án þess þó að samhengið rofni við fornmálið. Mönnum kann að þykja, sem hér hafi um of verið dvalið við önnur lönd en ísland. En af dæmum þeim, er tekin liafa verið, cr ætlazl til að mönnum verði Ijóst, hve mikið aðrar þjóðir leggja í sölurnar fyrir móður- málið. Ætti það að geta verið hvöt fyrir oss að gera skyldu vora í þessum efnum. Hefir liér mest mætt á feðrum vorum, og fer nú málinu aftur hér á landi. Á fljótaskrift blaðamennskunnar liöfuðsökina. F rar' - leiðslan er orðin svo ör á þvi sviði, að menn gefa ser naumast tíma til að íhuga, hvað þeir skrifa eða hvern- ig. Framburður málsins er og orðinn afar bágborinn t. d. í Reykjavík. Er illt til þessa að vita, er aðrar þjóð- ir herða nú sem ákafast á um verndun og vöndun móðurmálsins. Hér er um mál að ræða, er fyrst og fremst snertir okóla vora. Verðum vér að stefna að því, að móður- málsnámið verði þungamiðja alls náms í barnaskól- um og hinum æðri skóliun. Hér að framan liefir verið sýnt fram á, hvernig erlendar þjóðir visa oss veginn og hvetja oss í þessum efnum. Að lokum verða hér talin nokkur almenn rök, er mæla með því, að vér Jeggjum rækt við tungu vora. 8

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.