Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 18

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 18
114 SKINFAXI 1. Islenzkan er móðurmál vort og því jafn óað- skiljanleg oss og tónninn hörpustrengnum. Ibsen ráð- leggur G. Brandes í bréfi, að temja sér eigingirni, er eittbvað kveði að: ...Þér getið ekki hjálpað þjóð- félagi yðar með öðru meir en að móta þann málm, er býr í yður sjálfum“, segir hann. Meðan íslendingar leggja fulla stund á móðurmálið, eru þeir sjálfum sér trúir. Fyrir aukið móðurmálsnám kynnist æskan bug- myndaheimi feðra vorra og er þjóðlífi voru þess ærin þörf, að mönnum skapist innlend sjónarmið, er það, sem kemur ulan lands frá, mótist af og metist. 2. Ágætast upphaf og undirstaða málanáms er tal- ið vera latína. Skal því ekki mótmælt, en víst er, að sá sem kann vel íslenzku, á auðvelt með að læra mál- fræði annarra tungna. Er íslenzkan þeim flestum fremri að fjölbreytni í beygingum, samfara festu. Heyrast stöðugar kvartanir um, að nemendur komi svo illa undirbúnir í bina æðri skóla í íslenzku, að stórfelldum erfiðleikum sé bundið að kenna þeim útlend mál. Á sér oft stað, að nemendur fara fyrst að kynnast ýms- um þýðingarmiklum grundva 11 aratriðum í almennri málfræði, er þeir t. d' taka að leggja stund á þýzku. Sjá allir, bve hér er öfugt að farið. 3. Hagnýti skóla vorra veltur mjög á móðurmáls- kennslunni. Fyrst og fremst er þess þörf, að nemendur verði sem öruggastir i stafsetningu. Skorti mjög á það eru afkomumöguleikar æskunnar í lífsbaráttunni í bættu staddir. Atliafnalíf nútímans leggur ekki aðeins skrifstofumönnum skyldur á berðar um þetta, beldur einnig almennum verkamönnum. Oft þurfa þeir að skrifa umsóknir, reikninga, skýrslur og þvl. En ekki er almenningi síður þörf abnennrar ritleikni. Satt er það, sem oft er kvartað undan, að íslenzkan er erfitt mál. Hún verður ekki rituð svo, að í lagi sé, án mikillar jjjálfunar og þroska. Er og mjög tekið að bera á því, að unglingar valdi illa málinu, noti einstök orð

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.