Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1937, Síða 20

Skinfaxi - 01.10.1937, Síða 20
11« SKINFAXl vorra, svo sem oft hefir áður tíðkazt. Það er gott, að menn meti Tómas Guðmundsson mikils, en menn verða að gæta þess, að fyr hafa tungu vorri verið numin hý lönd, en er þeir Stephan G. og Einar Ben. tóku að yrkja, og varð þess þó ekki vart að stæði á almenningi að skilja. Leiðin til þess, að vér eignumst ekki „lág-íslenzku“ annarsvegar og „há-íslenzku“ hinsvegar, er að unnið sé að því að bókmenntir vorar að fornu og nvju rykfalli ekki i bókasöfnum, heldur leggi æsku Islands orð á tungu, auki smekk hennar og fjölhæfni í meðferð móð- urmálsins. 4. Svo sem ýmsum mun kunnugt, auka Italir nú mjög kennslu í latínu í skólum sinum. Gera þeir það fyrst og fremst af ræktarsemi við þjóðerni sitt og menningu forfeðranna. En einnig telja þeir latinuna mikils maklega vegna þess, live ágætur skóli hún sé í rökvísi. Þetta er og almennt viðurkennt. Latina glæð- ii' ekki aðeins með mönnum málfræðismekk, heldur einnig rökfestu og réltar ályktanir. En í rauninni för- um vér íslendingar vfir lækinn til þess að sækja vatn, ef vér lærum latinu vegna þessara röksemda. Að vísu er ef vð lærum latínu vegna þessara röksemda. Að vísu er íslenzkan ekki jafn reglubundin og latínan, en þess her að gæta, að íslenzkan er lifandi mál í stöðugum vexti. Erlendis sitja víða sprenglærðar nefndir á rölc- stólum og smiða orð. Hér á íslandi lánast slík útungun misjafnlega. Nýyrði íslenzkrar tungu eru ekki liflausir gervingar, heldur lifrænn gróður á mjötuði islenzlcr- ar hugsunar. Oft hafa útlendingar, sem ferðast hér um, orð á, að dvöl hér á landi sé „námskeið i jarð- fræði“. Því valda hin daglegu átök hitans ,og kuldans i sjó og lofti, elds í iðrum jarðar og íss á tindum. En átök eiga sér og stað i eðli hvers íslendings. Undir nor- rænu yfirbragði leynist heitt og ástríðumikið keltneskl blóð. Af þeim andstæðum skapast afrek í bókmenntum

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.