Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 21

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 21
SKINFAXl 117 og máli. Vafalaust er útlendingum dvöl hér á Islandi „námskeið í málfræði“, hafi þeir skilyrði til þess að leggja sig eftir málinu. 5. Ennfremur er hér um sjálfstæðismál að ræða. Á það að vera oss hvatning að legga sem mesta rækt við móðurmál vort. Ætti öllum að vera það ljóst, að í sjálf- stæðisbaráttu vorri reyndist oss mikill styrkur að því, að eiga sérstakt mál. Fornbókmenntir vorar urðu til þess, að litið var á oss sem minningarþjóð, er væri makleg sjálfstæðis á borð við aðrar þjóðir. En gefa verður því gaum, að því aðeins voru hinar fornu íslenzku bókmenntir taldar oss til málsbóta, að vér lögðum mikla rækt við þær á þeim árum, er sjálf- stæðisbaráttan stóð sem liæst. Ágætast dæmi þess er Jón Sigurðsson. Sýndi hann jöfnum höndum fram á stjórnarfarsleg og fjárhagsleg réttindi íslendinga og verðmæti bókmennta vorra. Má og minna á Sveinbjörn Egilsson, sem talizt gelur andlegur faðir Fjölnismanna. Hann samdi Lexicon Poeticum, sem varð útlendingum lykill að fjársjóðum hins forna skáldskapar. Merkilegt er, bverja álierzlu Jón Sigurðsson lagði á, að nokkurt lióf væri í umræðum manna um ágæti fornmáls vors og bókmennta. Ástæðan var sú, að hann taldi, að slikt tal gæti orðið á kostnað hinna nýrri bók- mennta. Jóni var áhugamál, að mönnum væri ljóst samhengi íslenzkra bókmennta. Hin forna menning nægði ekki. Leggja varð áherzlu á, að vér værum enn menningarþjóð, töluðum enn sama málið, sem Egill, Ari og Snorri ortu og rituðu á. Þessi er kjarni málsins. Útlendingar taka því sem liverjum öðrum fróðleik, að vér áttum ágæt skáld á 10. öld En þá fyrst verða þeir hissa, er þeir heyra að vér getum lesið kvæði þessara skálda, oss til uppbygg- ingar, og teljum þýðingar á þeim svipi hjá sjón. Eng- lendingar, sem skilja viðunandi þýzku, njóta betur leik-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.