Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1937, Síða 24

Skinfaxi - 01.10.1937, Síða 24
120 SKINFAXI þess að varðveita verðuglega verðmæti íslenzkrar bók- menningar og máls. Sannarlega þöfnumst vér afburðamanna í búnaði og fiskveiðum. Á Atvinnudeild Háskólans að koma þar til lijálpar. j En nú er líða tekur að 700 ára dánarafmæli Snorra Sturlusonar ber oss að efla sem mest vér megum ís- lenzkudeild háskóla vors. Stefán Hannesson: Hver á að drekka? Karlar og konur drekka áfengi, og láta sér fátt um finnast, þegar amazt er við drykkjuskap. En þau eru málinu kunnug, því að sá veit gerst, sem reynir. Til þeirra leita eg um svör. Nauð- ug viljug hljóta þau að svara, því að málið tekur ekki síð- ur til þeirra en mín. Þau hljóta því einnig að gera at- hugasemdir, ef hleruð svör fara fjarri. Viltu að faðir þinn drekki? — Nei, nei. Viltu að hún mamma þín drekki? — Óar við því. Viltu að bróðir þinn drckki? — Vilt það ekki. Viltu að systir þín drekki? — Þú ber kinnroða fyrir því. Viltu að unnusti þinn drekki? — Æ, nei. Viltu að unnustan drekki? — Sei, sei, nei.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.