Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 31

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 31
SKINFAXI 127 hugsun um það. En ekki síÖur en mig langaði lieim, girntist eg jafnframt að koma i föðurlandi mínu nokkru þvi til vegar, sem eg liafði séð i hinum siðuðu löndum og eg þóttist sannfærður um, að líka gæti þrif- izt á lslandi“. „Fjölnismenn“ voru því verðugir arfþegar fyrirrenn- ara sinna, viðreisnar- og hugsjónamanna eins og Egg- erts Ólafssonar, Skúla Magnússonar, Magnúsar Step- hensens og Baldvins Einarssonar, sem plægl liöfðu ak- ur íslensks þjóðlífs og húið i haginn fyrir þá, sem fylgdu þeim i spor í íslenzkyi framfaraviðleitni. Ekki verður því annað Sugt, en að stefnuskrá „Fjöln- ismanna“ væri bæði likleg til þjóðnytja og hin ætt- göfugasta. Athugum liana nokkru nánar. Þeir vilja leysa þjóð sína úr aldalöngum álögum ófrelsis og sjálfs- skaparvíta, vekja hana til nýs og auðugra lífs, „brjóta skarð í stíflurnar og veita fram lífsstraumi þjóðarinn- ar“, eins og þeir orða það sjálfir. Það var þá heldur engin tilviljun, að Fjölnir reið úr hlaði með sannlcall- aðri lögeggjan til nýrra dáða, snilldarkvæði Jónasar Hallgrímssonar: „Island farsælda frón“: „Hvar er þín fornaldarfrægð, frelsið og manndáðin bezt?“ Þau orð skáru sig inn i merg og bein manna; þeir hrukku við af draumamókinu — og settust upp. Þrennt lögðu þeir fjórmenningarnir sérstaklega á- herzlu á í starfseminni, þjóð sinni í hag: nytsemina, fegurðina og sannleikann. Sverja þau kjörorð sig í ætt- ina til þeirrar tíðar, þótt þau séu livergi nærri úrelt, en lýsa jafnframt ágætlega mönnunum, sem völdu sér þau að leiðarsteini. Þeir voru sér áreiðanlega þess með- vitandi, að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Sérstaklega eftirtektarverð, og alltaf tímábær, eru ummæli þeirra um sannleikann, sem þeir gerðu að ein- kunnarorðum rits síns: „Við höfum fastlega ásett, að fara því einu fram, sem við höldum rétt vera, og ætíð

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.