Skinfaxi - 01.10.1937, Qupperneq 32
128
SKINFAXI
reyna til af fremsta megni að leita sannleikans. Við
skulum þess vegna eins kostgæfilega forðast að halla
sannleikanum, mót betri vitund, til að styðja nokkurt
mál, eins og okkur þykir ótilhlýðilegt, að þegja yfir
lionum, þó það kynni að baka okkur mótlæti og óvin-
á/ftu sumra manna.“
Hér tala menn auðugir að siðferðislegum þroska og
drengskap. Svo mæla þeir einir höfðingjar andans, sem
langt eru yfir það hafnir, að láta sannfæring sína,
eða öllu heldur sannfæringarleysi, ganga kaupum og
sölum á markaðstorgi stjórnmálanna.
Enda byltu „Fjölnismenn“ hjörgum í viðreisnarsögu
íslands, og greiddu veg honum, „sem koma átti“, sjálf-
um Jóni Sigurðssyni forseta. Einnig má rekja þræð-
ina frá þeim til íslenzkra þjóðvina og framfaramanna
á siðustu árum. Upp af starfi þeirra hefir sprottið vor-
gróður sá, sem nú lilær okkur við augum í islenzku
þjóðlífi. ísland er nú, eins og eg lagði áherzlu á i ræðu
fyrir minni þess vestur á Kyrrahafsströnd í fyrra sum-
ar (1934), „vonanna og vorleysinganna land“. Stór-
stígar framfarirnar þar í landi grundvallast á þjóðnýtu
brautryðjendastarfi „Fjölnismanna“, Jóns Sigurðsson-
ar forseta, og þeirra annarra, sem fylgt liafa þeim í spor.
í ])ví sambandi vil eg leyfa mér að taka upp nokkur
orð úr grein, sem eg ritaði í tilefni af sextiu ára afmæli
stjórnarskrár íslands: Vissulega leikur bjartur Ijómi um
hátindana i fornaldarsögu íslands, og mikill orkugjafi
hafa minningarnar um afrek forfeðranna, um forna
frelsis og frægðaröld — hin sögulega arfleið oklcar —
verið þjóð okkar á liðnum öldum, og fram til þessa
dags. Ennþá fegri er samt morgunroðinn á fjöllum
þeirra vonalanda hinnar íslenzku þjóðar, sem rísa í
hillingum af djúpi framtíðarinnar. Er það trúa mín, að
þar bíði ættþjóðar okkar liin eiginlega gullöld, bregð-
ist hún eigi liinu bezta í eðli sínu og reynist trygg göf-
ugum hugsjónum. En íslenzk þjóð á það ekki sízt