Skinfaxi - 01.10.1937, Side 37
SKINFAXÍ
133
menn hreinsa og bera umhyggju fyrir gróðrinum i
garði sínum, án þess að gefa næringarskilyrðum jarð-
vegsins gaum. Þannig vanrækja menn menningarskil-
yrðin. Fögrum fræjum er sáð í sálir barnanna, án
þess að tryggt sé, að þjóðfélagið skapi þeim þau skil-
yrði, að vorgróðurinn visni ekki. heldur beri ávexti.
Menn reisa skóla, án þess að gæta þess sem skyldi,
hvort til þeirra veljast nemendur af handahófi, vegna
dutlunga hinna efnalegu kjara.
Menningarbarátta er hagsmunabarátta, fólgin í því,
að afla mönnum efnalegra skilyrða, að þeir fái notið
menntunar, gáfna sinna og atgjörfis.
En þótt skólanámi sé loldð, er þrautin ekki unnin.
„Bókvitið verður ekki látið í askana“. Talsverl er til
í þvi. Hugvitsmenn verða hungurmorða, vegna þess,
að þá skortir fjármagn til þess að hagnýta uppgötv-
anir sínar. Oft farnast búfræðingum illa í búskapn-
um. Það er af því, að þeir ætla sér að búa að nokkru
í hæð við hugsjónir sínar, þekkingu og framtak. Lífs-
skilyrðin hafa, a. m. k. lil skamms tíma, ekki leyft
það. Reyndin varð, að þeir lifðu um efni fram. Þannig
getur bókvitið orðið manninum til ógagns, ef hann
skortir efnaleg skilyrði til þess að framkvæma hug-
sjónir skólaáranna.
Hverfum frá sveitunum til sjávarins. Hver eru yf-
irleitt skilyrði atvinnulausra æskumanna til menning-
arlífs að loknu námi? Ef til vill liefir tekizt svo vel
til um skólagöngu þeirra, að hún forði þeim frá al-
gjöru skipbroti. En víst er, að til uppbyggingar sjálfum
sér og þjóðfélaginu verða þeir fyrst, er þeir fá verkefni,
er auka á efnalegt öryggi þeirra. Menntun er að eins
mennigarverðmæti i höndum þess manns, sem á heil-
brigða skapgerð. En hið andlega jafnvægi, sem henni
er samfara, byggist á efnalegu sjálfstæði, viðunandi
atvinnuskilyrðum. Allt her í raun réttri að þeim brunni.
Ef hinir fullorðnu hafa ekki atvinnu, reynist þeim