Skinfaxi - 01.10.1937, Síða 38
134
SKINFAXI
erfitt að sjá börnum sínum fyrir menntun. Fái æsku-
maðurinn ekki atvinnu að loknu námi sínu, verður
hann þjóðfélagi sínu til litillar menningar og jafnvel
til tjóns.
í rauninni snertir þvi stefna U. M. F. í. kjarna þessa
máls, er 4. gr. stefnnuskrárinnar segir, að U. M. F. í.
vinni „að því, að næg og lifvænleg atvinna biði allra
unglinga, er vaxa upp i landinu, þegar þeir hafa náð
starfsaldri eða lokið námi.“ Má benda á ýmsar athygli-
verðar greinar, er birzt hafa um atvinnumál æskunn-
ar i riti okkar, Skinfaxa. Sambandsstjóri U. M. F. í.
samdi og frumvarp, er lagt var fyrir siðasta Alþingi,_
og fjallaði það um aðgerðir til þess að ráða bót á
atvinnuleysi ungra manna. U. M. F. í. hefir og tekið
upp samvinnu við alþjóðlegan æskulýðsfélagsskap, sem
liefir aðalstöðvar sinar í Genf. Er þar safnað skýrslum
víðsvegar að um hag æskunnar í atvinnu- og menn-
ingarmálum, og re>mt að finna ráð til bóta.
Þetta er pólitík, segja menn. Y'ið ungmennafélagar
lítum á þessa baráttu sem menningarbaráttu, uppeld-
isatriði. Kennarar, sem fylgjast nokkuð með nemönd-
um sínum, er námi þeirra lýkur, og fá daglega svöng
börn og illa útlítandi i skólana, vita bezt, að það er
ekki nóg að semja lög, sem fyrirskipa, að öll börn skuli
vera orðin læs og skrifandi á ákveðnum aldri.
Þegar við ungmennafélagar tölum um menningu,
yppta menn öxlum og liafa orð á, að íslenzk sveita-
menning sé nú ekki orðin margra fiska virði.
Satt er það, að ungmennafélagar hafa mjög rætt og
ritað um íslenzka sveitamenningu. En ástæðan er ein-
föld. Bæir og kauptún hafa til skamms tima verið
svo lítil, að skilyrði hefir vantað fyrir bæjamenningu.
Heimsstyrjöldin leiddi til margvíslegs hruns, og leiddi
það m. a. til þess, að fólkið streymdi á mölina. En
sveitamenning sú, er ríkti hér á íslandi fram undir
striðið, var jafnlítið við hæfi bóndans, er flosnaður var