Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1937, Síða 39

Skinfaxi - 01.10.1937, Síða 39
SKUXl-AXI 135 upp og flutlur að sjónum, sem klausturmenning sú, er ól fornbókmenntir vorar, á fjörefni til fyrir skáld og rithöfunda nútímans. Með þessu er íslenzk sveita- menningu ekki álasað. En þess verður að gæta, að menning er tíma- og staðbundið fyrirbrigði. Hún er hamur sá, er lífið prjónar sér eftir efnum og ástæðum umhverfis og aðstæðna. Á þessu áttuðu ungmennafé- lagar sig ekki um nokkurt skeið, og varð það með öðru til nokkurs afturkipps, er varð í starfi þeirra. Þeir héldu dauðalialdi i ákveðið menningarform eða farveg, án þess að gæta þess, að lífið brýtur sér ein- att nýjar brautir, og verðo,r ekki við þvi spornað. Hin rétta aðferð er að hagnýta sér orku þess, hverja framrás sem það velur sér. Því verður ekki neitað, að nú eru æðaslög íslenzks þjóðlífís að ýmsu: leyti örust við sjóinn. Með þessu er ekki sagt, að íslenzk sveitamenning sé úr sögunni. Ég hefi lagt áherzlu á lrinn efnahags- lega jarðveg, er menning hlýtur að eiga gróandi sína undir. Enginn mun verða til þess að mótmæla þvi, að margvíslegar umbætur liafa orðið í sveitum lands- ins undanfarið. Reynt hefir verið að létta undir með bændum í lífsbaráttu þeirra. Meðan haldið er áfram á þeirri braut, á íslenzk bænda- og sveitamenning fram- tíð fyrir sér, þótt ýms fyrirbrigði hennar kunni að þykja nýstárleg. En vert er að gefa því gaum, að gamlir og nýir ungmennafélagar hafa haft forustuna í viðreisn landbúnaðarins. En mjög mikið veltur á því, að vel takizt til um hina nýju bæjamenningu. Ríður á, að öflugur æskulýðs- félagsskapur, svo sem Umf., nái þar fótfestu og geti rétt alþýðunni hjálparhönd í menningarbarátlu henn- ar. Um skeið voru og Umf. i Reykjavík og á Akureyri mjög sterk, og er margt, sem bendir til, að nú sé þeim að vaxa aftur fiskur um hrygg. Jafnvægi í menningu sveita íslands og bæja er nauð-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.