Skinfaxi - 01.10.1937, Side 44
140
SKINFAXI
Suður-Jótlandi. En það leiðir ekki til þess, að við ósk-
um eftir, að Danir séu að skreyta sig með islenzkum
menningarverðmætum og leika yfirdrottnendur yfir ís-
landi í augum útlendinga.
Yið viðurkennum ágæti danskrar listar, vísinda og
bókmennta, en þolum ekki, að dönsk bókmenntasaga
sé sett til jafns við íslenzka i skólum okkar, né að ísl.
börn taki að læra dönsku, áður en tök þeirra á inóð-
urmálinu eru orðin forsvaranleg. Við lútum engri er-
lendri þjóð, en öll séu viðskipti okkar kurteisleg og
vinsamleg við erlend ríki, laus við ruddaskap, sem er
öruggt einkenni undirmálstilfinningar.
Við viljum viðgang og viðreisn íslands, þó ekki á
kostnað annarra þjóða. En við viljum heldur ekki, að
nein önnur þjóð blómgist á okkar kostnað, hvort sem
um er að ræða heilar stéttir manna, svo sem var á
dögum einokunarverzlúhárinnar dönsku, eða erlend
auðfélög og peningastofnanir, eins og nú á sér stað.
Stefna okkar er: íslandi allt. Við viljum menningu
Islands og lýðræði þess. Við viljum andlegl og efnalegt
sjálfstæði þjóðar okkar. En ekki þýðir þetta fjandsam-
lega einangrun okkar. Við ungmennafélagar erum ekki
aðeins formælendur menningar og lýðræðis, við erum
ekki aðeins þjóðræknisvinir, við erum einnig friðarvin-
ir. Þjóðræknir friðarvinir viljum við vera og heita. —
Ungmennafélögin eru nú orðin liðlega 30 ára. Nú
um þessi tímamót munum við gefa út vandað minn-
ingarrit, sem rekur sögu félagsskapar okkar og áhrif.
En ekkert sé fjær okkur nú, en að glápa á gamlar tíðir.
Við vitum, að hugsjónir ungmennafélaga liafa orðið
þjóðinni til mikillar blessunar. Ungmennafélagar bjóða
til þessa fundar hér vegna þess, að metnaður þeirra
er, að svo megi einnig verða í nútíð og framtíð.
Tilefni þessa fundar eða einkunnarorð hefir orðið
til þess, að ég hefi talað um stefnu U. M. F. í. frá