Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1937, Síða 50

Skinfaxi - 01.10.1937, Síða 50
146 SKINFAXI lóku hann litið eða ekkert til greina, þegar þeir voru að skemmta sér. Nú voru það aðrir, — helzt einhverjir, sem í þann svipinn var meira nýjabragð að, sem tekn- ir voru með. Með öðrum orðum. Hann fann að félagar hans höfðu gleymt að auðsýna honum hina góðu, félagslegu kurt- eisi. Og ekki nóg með það; með þvi höfðu þeir um leið ef til vill engu síður gleymt henni gagnvart hinum, sem voru alltaf með, þótt það auðvitað komi út á annan hátt. 1 þessu sambandi má meðal annars henda á þann „fína“ móð, að pilturinn velji sér nær eingöngu ein- hverja eina stúlku til að dansa við. Dansar við liana marga dansa i einu (4—8) án þess jafnvel að sýna henni þá nærgætni að lofa henni að setjast augnablik til að hvíla sín lúnu bein. En iakari en þreytan eru þó menningaráhrifin (!!) sem slíldr siðir geta haft á ó- þroskaða unglinga, þar sem þeir annarsvegar eru ágæt- lega til þess fallnir að ýta undir óheilbrigða hégóma- girnd og metnað hjá þeim stúlkum, sem fyrir „happ- inu“ verða, en hinsvegar beizkjublandna öfundar- kennd og kala hjá hinum, sem hjá sitja. Auk þess, sem slíkur siður virðist beinlínis skapaður í þágu „bullanna“, sem aðeins koma á skemmtanir til að reyna að svala nautnalöngunum sínum að meira eða minna leyti. Þegar svona er, geta skemmtanirnar ekki talizt góðar. Sá andi, sem þar ræður, er ekki sá göfugi og prúðmannlegi félagsandi, sem samboðinn er ung- mennafélagsskapnum; sá félagsandi, sem engan þekkir mannamun, þar sem hver og einn hugsar ekki aðeins um það að skemmta sjálfum sér, heldur einnig öðrum félögum sínum án all's manngreinarálits; þar sem heita má, að allir séu lifandi, starfandi þátttakendur cn ekki óvirkir áhorfendur. En því miður, slílcan anda skortir alltof milcið hjá mörgum ungmennafélögum. En er það ekki einmitt eitt aðalverkefni ungmennafélaganna að skapa slikan

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.