Skinfaxi - 01.10.1937, Síða 55
SKINFAXI
151
að meltingin truflast, vegna þess, að vöðvarnir heimta
aukinn blóðstraum, og minnka þannig blóðstrauminn
til meltingarfæranna, og verður þá árangur æfingar-
innar auðvitað minni.
íþróttaæfingar liafa það takmark, að styrkja vöðv-
ana, auka getu þeirra.Þessi getuaukning verður á þrenn-
an liátt: Hraði eykst, kraftar og þol. En þessir eigin-
leikar eru mjög háðir hver öðrum, þannig, að enginn
þeirra nær fullum þroska, án þess að jafnvægi haldisí
nokkurnveginn milli þeirra allra. Hinsvegar ná ein-
stakir þeirra hámarki á mismunandi aldursskeiðum.
Hraðinn er mestur frá 17 til 22 ára, og minnkar
venjulega eftir 27 ára aldur. Kraftarnir ná mestum
þroska milli 20—26 ára, og haldast óhreyttir, eða svo
að segja, til 35 ára, en þolið er mest milli 30—40
áifa.
Þýzkur íþróttalæknir, Kohlrausch, hefir gert rann-
sóknir þessu viðvikjandi. Ilann hefir einnig sannað, að
t. d. liraðinn eykst meira við alhliða æfingar, þjálfun,
heldur en við einhliða hraðaæfingar. Sama gildir auð-
vitað um krafta og þol.
Af þessu leiðir, að mjög er þýðingarmikið, að þjálfa
líkamann alliliða, alla vöðva, en ekki eingöngu ein-
staka vöðva eða vöðvahópa. Við alla áreynslu myndast
þrytuefni, t. d. mjólkursýra, eða úrgangsefni í vöðv-
unum, sem valda þreytu og draga úr getunni. Við
þjálfun vinnst það m. a., að vöðvarnir verða færari
til þess að losa sig við þessi úrgangsefni, og einnig
sjálfsagt að einliverju leyti ónæmari fyrir hinum skað-
legu áhrifum þeirra. Eins og þegar er sagt, þreytast
vöðvarnir við áreynsluna, vegna úrgangsefna, er í þá
safnast. En þeir vöðvar, sem engan þátt taka í áreynsl-
unni, starfinu, þreytast einnig. Þessi óbeina þreyta kem-
ur i ljós eða gerir vart við sig, þegar um ónóga eða
einhliða þjálfun er að ræða, áður en hinir starfandi
vöðvar hafa náð hámraks-afköstum, og það er efa-