Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1937, Side 60

Skinfaxi - 01.10.1937, Side 60
156 SKINFAXi kaffidrykkja getur, sérstaklega í uppvextinum, haft skaðvænleg áhrif á hjartað. Ef maður veikist meðan á þjálfun stendur, á hann ekki að byrja aftur að æfa, fyr en hann hefir verið viku heilbrigður. Undantekningar frá þessu veitir íþróttalæknir. Allir, sem íþróttir stunda, ættu að njóta stöðugrar læknisskoðunar, og sérstaklega er nauðsynlegt, að byrjendur séu gaumgæfilega skoðaðir. Oft mun lækn- irinn líka geta gefið þeim góðar bendingar um það, hvaða íþrótt eða íþróttir þeim henti bezt. Á því, sem nú hefir sagt verið, ætti það að vera ljóst, að liagkvæm áhrif íþróttanna á líkamann grundvall- ast á því, að líffærin þroskist í hlutfalli við þær auknu kröfur, sem þjálfunin gerir til þeirra. Ef þetta hlutfall raskast (t. d. kröfurnar verða meiri en líffærin þola), þá vinna íþróttirnar gegn þvi hlutverki, sem þeim er ætlað að leysa af hendi. Magnús Jónsson, Skógi: Tileinkað U. M. F. „V0N“ á Rauðasanði. Vér komum hér saman á félagsfund, þó faðmvítt sé skammdegið svarta. Hann verði oss öllum yndisstund, sem ylji oss bezt í hjarta. Tengjum í anda mund í mund og myndum oss framtíð bjarta. Vér komum hér saman í trausti og trú á tilveru innri gæða. Vér skulum í einingu efla brú til allífsins frelsishæða. — Aldrei var þörfin eins og nú hinn andlega vöxt að glæða.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.