Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1937, Síða 64

Skinfaxi - 01.10.1937, Síða 64
160 SKINFAXI semi og íþróttaafrek, áður en hann stofnaði skóla sinn; gjald- keri í sambandsstjórn U.M.F.Í., formaður Héraðssambands- ins Skarphéðins og glimukóngur íslands. Hann fæddist að Haukadal 22. ágúst 1897, og stundaði ungur nám í gagnfræða- skólanum í Flensborg og búfræðinám í Hólaskóla; dvaldi síð- an í Noregi um hrið, m. a. í lýðháskólanum að Voss. Vet- urinn 1926—’27 stundaði hann íþróttanám í hinum fræga skóia Niels Buck í Ollerup, og bjó sig þannig undir skóla- stofnun sína. Húsakynni Haukadalsskólans voru af vanefnum framan af, svo sem vænta má, þar sem efnalítill maður kom þeim upp á eigin spýtur, jafnhliða því, sem hann var að hefja búskap á stórri og erfiðri jörð. Fyrsta skólahúsið var fimleikasalur og heimavistarherbergi út frá hon- um til annarar hliðar, og var þröngt setið. Næst var reist gott fimleikahús, og gamla salnum hreytt í borðsal og íbúð. Við fimleikahúsið kom stór útisund- laug úr steinsteypu. í fyrra var bætt við nýju húsi, með rúm- góðri kennslustofu og nokkrum ágætum heimavistarherbergjum. . Skólinn er raflýstur og hitaður ° með hveravatm. Hefir liann nu orðið hin prýðilegustu ytri skilyrði. En allar þessar fram- kvæmdir hafa kostað Sigurð Greipsson átök og fórnir, sem ekki eru á færi annarra en óvenju viljasterlcra hugsjónamanna. Þessi tíu ár hafa 195 nemendur sótt skólann, og hefir jafn- an verið fullskipað. Hafa þeir verið úr 17 sýslum landsins og Reykjavik að auki. Flestir hafa þeir verið úr Árnes- og Rangárvallasýslum. Meginþorri þessara nemenda hefir verið ungmennafélagar, enda hefir S. Gr. tileinkað ungmennafélög- unum skóla sinn og starfar i anda þeirra. Hefir og U.M.F.Í. veitt skólanum dálítinn sluðning og styrkt nokkra menn til náms þar. Margir nemendanna hafa unnið að íþróttamálum og kennt íþróttir heima fyrir að loknu náminu; nokkrir hafa stundað framhaldsnám og lokið íþróttakennaraprófi, og sum- ir hafa vakið athygli fyrir afrek i sundi og glímu á kapp- mótum. Auk líkamsþjálfunar og íþróttanáms hafa piltarnir

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.