Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 67

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 67
SKINFAXI 163 af ýmsum stærðum og gerðum og úr ýmiskonar viði, en öll vömiuð og traust og vel útlítandi. Verður eigi betur séð, en að skíði Fjölnis jafnist fullkomlega við norsk skíði, enda hef- ir Sigfús fullkomnazt í iðn sinni í Noregi. Fjölnir auglýsir skiði sin í þessu hefti, og vita þá ungmennafélagar hvert er að leita, ef þeir þurfa að fá sér skíði. Jón Ilelgason húsgagnabólstrari i Reykjavík stundaði ung- ur skíðaferðir í U.M.F.R. Hefir hann jafnan iðkað iþróttina síðan, af áhuga og þrautseigju, og kynnt sér hana fræðilega flestum betur. Hann hefir fundið upp nýja gerð af skiðabönd- um, og er hún talin taka eldri geðum mjög fram. Hefir Jón fengið einkaleyfi á uppfyndingu sinni i Noregi og Svíþjóð. Þyrfli nú að hefjast fjöldaframleiðsla á böndum hans hér heima, svo að kostur verði á að fá þau við vægu verði. ■— í ráði er, að Jón skrifi um skíðamál i næsta hefti Skinfaxa. fslenzk skinn í skó og föt. Ein ánægjulegasta nýjungin af mörgum góðum i islenzkum iðnaði er skinnaverksmiðjan Iðunn, er Samband íslenzkra samvinnufélaga hefir komið á stofn á Akureyri. Verksmiðjan tekur við gærum, húðum og öðrum skinnum, sútar þau og gerir úr þeim girnilegar vörur, gagnlegar og fagrar. Hún fram- leiðir skófatnað, allt l'rá grófum og sterklegum verkamanna- skóm og ferðahnöllum, að snotrustu spariskóm. Hún gerir káp- ur, jakka, vesli, hanzka og aðrar flíkur úr mjúku og voð- felldu sútuðu sauðskinni, brúnu og svörtu, bláu, rauðu og grænu, — hlýjar flíkur, sterkar og fagrar, fyrir konur og karla. Og frá henni geta menn fengið veski, skjalatöskur og aðra góða leðurhluti, fullkomlega jafngóða og þá, sem áður hefir þurft að kaupa frá útlöndum. Og betri þó, þvi að fyr- ir íslending eru íslenzkar vörur betri en aðrar — að öðru jöfnu. Látinn félagi. Eg sit við að lesa prófarkirnar af Skinfaxa, og heyri út- varpið flytja tilkynningu um lát eins hinna mörgu lilédrægu og hógværu ágætismanna, sem eg hefi kynnst gegn um Umf. Það var Sigurður Sigurðsson bóndi á Stokkseyri, heill og trausiur ungmennafélagi og dengur hinn bezti. Hann fæddist á Stokksyeri 8. maí 1891 og átti þar lengst af heima. Hann var einn af stofnöndum Umf. Stokkseyrar 1908 og lét störf þess mjög til sin taka, enda hélt hann tryggð við félag sitt til æfiloka. Hann lézt 5. október i haust. 11*

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.