Skinfaxi - 01.10.1937, Side 68
164
SKINFAXI
Sambandsmál.
Ný sambandsfélög.
Síðan á sambandsþingi í júní í fyrra hafa neðantalin fé-
Iög gengið i samband U.M.F.Í.:
Umf. Árvakur, Mýrdal, V.-Skaftafellssýslu.
— Stokkseyrar, Árnessýslu.
— Olfushrepps, Árnessýslu.
— Selfoss, Sandvikurhreppi, Árnessýslu.
— Vaka, Villingaholtshr., Árnessýslu.
— Þróttur, Vatnsleysuströnd, Gullbringusýslu.
— Árroði, Eyjahreppi, Hnappadalssýslu.
— Von, Itauðasandi, Barðastrandarsýslu.
— Dagstjarnan, Arnarfirði, V-ísafjarðarsýslu.
— Langnesinga, Norður-Þingeyjarsýslu.
— Stöðvarfjarðar, Suður-Múlasýslu.
— Skrúður, Fáskrúðsfjarðarhr., S.-Múlasýslu.
Eitt þessara félaga, Umf. Stokkseyrar, hefir áður verið í
sambandinu; gekk úr því fyrir fáum árum, og er nú komið
aftur. Hin félögin eru flest ung, sum alveg nýstofnuð.
Skinfaxi býður þessi félög hjartanlega velkomin i samband-
íð og hlakkar til ánægjulegrar framtiðarsamvínnu við þau. —
Þetta er stærsti félagshópur, sem sambandinu hefir bætzt á
jafnskömmum tíma, um langt árabil, og ber það vott um þá
miklu gróandi, sem nú er i félagsskap vorum.
Stuðningsmenn.
Sambandslögin frá 1933 gera ráð fyrir, að í sambandinu
geti verið deild fyrir auka- og styrktarfélaga. Engin gang-
skör hefir verið ger að þvi, að fá fólk í þessa deild, fyr en
í ár, í sambandi við baráttudaginn 17. júní, að sambands-
stjórn sendi allmörgum mönnum víðsvegar um land prentað
bréf, með ósk um, að þeir gengi í deildina. Hefir þegar orð-
ið nokkur árangur af því. Hópur manna hefir gerzt auka-
félagar með kr. 5.00 árgjaldi, tveir styrktarfélagar með hærra
árgjaldi (Guðjón B. Baldvinsson skrifstofum. og Jakob Gísla-
son verkfræðingur, báðir í Reykjavik), og átta æfifélagar og
greitt kr. 50.00 æfigjald. Þessir eru æfifélagar U.M.F.Í.:
Aðalsteinn Eiriksson skólastjóri, Reykjanesi.
Ásgeir Ásgeirsson fræðslumálastjóri, Reykjavík.
Egill Gr. Thorarensen kaupfélagsstjóri, Sigtúnum.
Guðm. Kr. Guðmundsson skrifstofustjóri, Reykjavik.