Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 72

Skinfaxi - 01.10.1937, Page 72
168 SKINFAXI föll af henni, Verður þvi að ætlast til þess, að allir ungmenna- félagar, sem vettlingi geta valdið, gerist áskrifendur að rit- inu, og fái auk þess aðra til að kaupa það. Efni ritsins verður í stuttu máli þetta: Stuttar minningar- greinar frá nokkrum helztu forvígismönnum í félagsskapnum, á ýmsum tímum, með myndmn höfunda. Brautryðjendastarf- ið, frásögn um fyrstu félögin. Sambandsmál. Úr skýrslum U.M.F.Í. Söguágrip einslakra sambandsfélaga. „Alefling ein- staklingsins", löng ritgerð, sem skiptist i þessa kafla: Almenn félagsstarfsemi. Ferðalög og heimsóknir. Móðurmálið. Lestrar- félög og blaðastarfsemi. Ræðuflutningur. Ileimilisiðnaðarmál. Sjálfstæðis- og þjóðernismál. Bindindismál. Skógrækt.. Leik- fimi og aðrar íþróttir. — Loks er löng ritgerð: Ungmenna- félögin og þjóðfélagsþróunin. Skiptist hún i þrjú timabil: 1907—’'17, 1918—’29 og 1930—’37. Sýnir höf. og sannar, að Umf. hafa haft víðtæk og mikil áhrif á þróun þjóðfélagsins undanfarin 30 ár. Ritið er skemmtilegt aflestrar, vel og rösklega s'amið og af miklum lærdómi. í því er geysilegur fróðleikur saman kominn, ekki aðeins um sögu og störf ungmennafélaganna, heldur og um almenna sögu þjóðarinnar, það sem af er þess- ari öld. Starfsmenn. Siðan haustið 1929 hefir Aðalsteinn Sigmundsson, núverandi sambandsstjóri, verið starfsmaður sambands U.M.F.Í., unnið skrifstofustörf þess, ferðazt meðal félaganna, annazt ritstjórn og afgreiðslu Skinfaxa og haft umsjón Þrastaskógar á hendi. Undanfarið hefir hann enga greiðslu tekið fyrir þessi störf sín, og hafa þau þó verið allmikil þetta síðasta ár, í sam- bandi við vakninguna i félagsskapnum. Nú hefir sambandsstjórn ráðið Rannveigu Þorsteinsdóttur sambandsgjaldkera til að vinna skrifstofustörf sambandsins i vetur, en þau verða allmikil, m. a. vegna útgáfu minningar- ritsins. Meðal annars mun hún sjá um afgreiðslu Skinfaxa. Ber því Umf. að snúa sér til Rannveigar um sem flest af því, sem þau þurfa að fá afgreitt frá sambandsstjórn. — A. S. hefir þó ritstjórn Skinfaxa á hendi áfram. Þá hefir Sambandsstjórn ráðið Lárus J. Rist, hinn alkunna íþróttakennara og ungmennafélaga, til að ferðast um Norður- land, frá Eyjafirði og allt vestur á Strandir, til að hitta Umf. á þvi svæði að máli og vinna útbreiðslustarf fyrir sambandið. — Vill stjórnin leggja áherzlu á, að sameina í eina samtaka-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.