Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1937, Síða 74

Skinfaxi - 01.10.1937, Síða 74
170 SKIM-'AXI líka vonbrigðin, er það fékk ekki að starfa í skólanuin, eft- ir að séra Jakob lét þar af stjórn. Nú hafa þau óvæntu tiðindi gerzt hin siðustu missiri, að ýmsir forystumenn héraðsskólanna hafa kosið að keppa við Umf. á starfssviði þeirra, fremur en að eiga með þeim sam- eiginlegt átak. Þeir hafa stofnað nýjan æskumannafélagsskap, er þeir nefna Vökumannahreyfingu, og á hún, eftir þvi sem einn frömuður hennar og ágætur ungmennafélagi frá fyrri tímum, segir í ársriti héraðsskólanna, að taka „arf frá gömlu ungmennafélögunum“. Ekkert er fjær ungmennafélögunum en að vilja keppa við héraðsskólana eða togast á við þá um æskuna í sveitum lands- ins og þorpum, og þau munu sennilega liliðra sér hjá slíkri togstreitu sem mest. Þó eru félögin óttalaus við samkeppni, og munu ekki láta hlut sinn, ef þau verða til hennar knúin. Er liklegast, að þau taki þann karlmannlega kost og íslenzka, að byrgja inni vonbrigði sín yfir aðstöðu héraðsskólanna og halda götu sina, eins og ekkert hafi í skorizt — jafnt um stuðning við héraðsskólana, sem um annað það, sem til gagns má horfa landi og lýð. Bækur. Skinfaxa hafa borizt tvö merk skáldrit frá Færeyjum: Fjallaskuggin, smásagnasafn, eftir Heðin Brú og Yvir teigar og tún, ljóðabók eftir Hans A. Djurhuus. — Heðin Brú er hinn mesti listamaður á stil óg mál. Sögur hans eru smá- myndir af færeyskri alþýðu, lífi hennar, hugsunarhætti og umhverfi, hver annarri snjallari og fegurri. — Hans A. Djur- huus sendir frá sér hvorki meira né minna en 350 blaðsíð- ur af Ijóðum „í úrvali“, og eru þó aðeins tvö ár síðan hið stóra Ijóðaúrval hans: Undir víðum lofti, kom út. Sést á þessu, að þjóðskáldið er enn í fullu fjöri — og jafnvel helzttil létt um að yrkja. Eins og kunnugt er, hefir H. A. D. verið nefndur meðal þeirra, sem taldir eru líklegir til að fá bók- menntaverðlaun Nobels, og má þvi ætla, að ýmsa fýsi að> kynnast ljóðum hans. Nýja ljóðabókin heitir: Yfir teigar og tún. Þá hefir Skinfaxa verið send unglingasaga, sem heitir Eins og allar hinar, eftir norska konu, Margit Ravn að nafni, en Helgi Valtýsson „islenzkaði“. Sagan er skemmtileg og mjög líkleg til að falla unglingum i geð. En málið á þýðingunni

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.