Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1948, Page 60

Skinfaxi - 01.11.1948, Page 60
124 SKINFAXl Grip handar um keflið: Mikilvægt er, að sá boðflytjandi, sem hleypur fyrsta hoð- sprettinn, liafi öruggt grip um kefliö þegar i viðbragðsstöðu. Boðhlaup hafa verið unnin og munu verða unnin, án þess að keppendur gefi gripinu um keflið nægjanlega gaum. Oft kemur fyrir, að boðhlaupssveit eyðileggur hlaupið fyrir sér, vegna þess að sá, sem byrjar hlaupið, bregður við til spretts án keflis, eða það fellur úr hendi lians, sökum óöruggs grips. Á 3. mynd eru sýndar tvær mismunandi aðferðir við að lialda um kefli, meðan kropið er niður til viðbragðs. Sá, sem hefur hlaupið, heldur keflinu í vinstri hendi. Hver boðflytjandi verður að gæta þess, að grip hans nái ekki yfir miðju keflisins, svo að viðtakandi hafi sem stærst svigrúm fyrir grip sitt. Þegar boðskiptin fara fram samkv. A á 2. mynd, ætti viðtak- andi að grípa um keflið sem næst gripi flyljandans, svo að þegar liann færir keflið í vinstri hönd, sé nóg svigrúm fyrir grip þeirrar vinstri, þvi að hún grípur um óslcyggða enda keflisins, til þess að rétta liinn skyggða enda í greip næsta viðtakanda. Við þau boðskipti, sem sýnd eru á B. á 2. mynd, verður við- takandi við færshi keflisins í vinstri hönd að sveifla því út til hliðar og fram fyrir sig. Við þessa færslu skapast hætta á að keflið lendi í mótlierja á næstu braut, og þvi mæla margir gegn þessari aðferð. Auk þessarar áhættu, verður viðtakandi eins og í aðferð A að grípa um liinn óskyggða hluta keflisins, bæði með liægri og vinstri liendi. Við boðskiptin, sem sýnd eru á C, D og E á 2. mynd, má viðtakandi grípa um framhluta hins framrétta keflis og færa það í greip vinstri handar, þannig að sú hendi grípur um hinn Jduta keflisins. Hvaða aðferð, sem notuð er, á að vera auðsætt, að þýðingar- mikið er fyrir örugg boðskipti, að viðtakandi fái nóg svig-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.