Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Page 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Page 3
Langreyður. Færeyjar og Bretlandseyjar. Þessi hvalur hefur frá fornu fari verið sérstakt átrúnaðargoð fiski- manna og talinn hollvættur þeirra. Hefur hann hlotið nöfnin síldreki og fiskreki, og sýna þau nöfn hvernig menn litu á hann og áhrif hans á fiskigöngur. Átti hann að vera til þess kvaddur af æðri forsjón að reka síld og aðra nytjafiska inn á miðin. Var því bannað í fornum lögum að veiða hann eða áreita. f Konungsskuggsjá segir: „Þá heitir enn hvalakyn eitt fiskreki, og stendur mönum af þeim nálega mest gagn, því að hann rekur til lands úr höfum utan bæði síld og aðra allskyns fiska, og hefur þó nokkuð svo undarlega náttúru, því að hann kann að þyrma mönnum og skipum og rekur til þeirra síld og allskyns fiska, svo sem hann sé skipaður eða sendur til þess af Guði og það sé hans skvldar embætti á meðan fiskimenn gæta meðspektsinn- ar veiði. En ef þeir verða ósáttir og berjast svo að blóði verði spillt, þá er sem þessi hvalur viti það og fer þá millum lands og fiska og rekur gjörvalla burt og út í haf frá þeim, svo sem hann hafði rekið til þeirra. En þessi hvalur er ekki meiri vexti en 30 álna og er mönnum vel ætur ef lofað væri að veiða hann. En mönnum er því eigi lofað að veiða hann eður mikið mein gera, að hann gerir 'mönnum jafnan mikið gagn“. Steypireyður er lengst allra hvala. Hún verð- ur að jafnaði 22—25 metrar, en hefur náð yfir 30 metra lengd. Steypireyðurin er dökkgrá eða svartgrá að lit, og má heita jafnlit um allan skrokkinn. Heimkynni hennar erNorður-Atlants- hafið. Um hana er svipað og segja og langreyði, að hún hefur verið átrúnaðargoð sjómanna. Átti hún að vera send af skaparanum til að vernda fiskibáta fyrir árásum illhvela. Jón lærði segir svo um steypireyði í hvalalýsingu sinni: „Allra hvala bezt og helgust, sem í sjónum eru skapaðir. Þegar illir hvalir vilja grand gjöra mönnum og skipum, þá er ráð að flýja til hennar, sé hún nærri, og verðá sem næst henni. Þó er margoft reynt, að hún ver skip og menn sjálfkrafa, nær hún sér og veit þess við þurfa“. Steypireyður er einhver nytsamasti og verð- mætasti hvalur heimsins, enda eftirsóttust allra hinna algengari stórhvela og veidd ákaflega mikið. Hnúfubakur eða skeljungur er 12—14 m. á lengd, mjög gildur og klunnalegur. Liturinn er breytilegur, mósvartur, svartur, gráflekkóttur eða ljósgrár. Heimkynni hnúfubaksins er í norð- anverðu Atlantshafi. Vestfirðingar veiddu kálfa hans allmikið, en hinn fullorðni hvalur mun ekki hafa verið veiddur mikið fyrr en ál9.öld.Hnúfu- bakurinn er spikmikill og gefur af sér tært og gott lýsi. Einkennilegt er það um svo gæfa og meinlausa skepnu, að menn fyrr á öldum töldu hann skaðræði hið mesta og ólman við skip. Konungsskuggsjá segir: „Skeljung kalla menn eitt kyn...er sá fisk- ur mikill vexti og ólmur við skip. Það er hans náttúra að ljósta skip með sundfjöðrum sínum, ellegar hann lætur fljótast og legst fyrir skip þar sem menn sigla, en þó að menn beiti frá honum þá fer hann þó jafnan fyrir og er eng- inn annar kostur en sigla á hann. En ef skip sigla á liann þá kastar hann skipinu og brýtur og týnir öllu því er á er“. Ekki er fallegri lýsing Jóns lærða á hval þess- um. Jón segir: „Hann er hvala verstur af öllum óætum hvölum, við skip og menn; hann vill hlaupa á skip og sundurljósta þau með sund- fjöðrum sínum ,bægslum eða sporði“. Norðhvalur eða Grænlands-sléttbakur er að jafnaði 15—16 m. langur, enda stærstur allra Steypireyöur. V í K I N G U R 291

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.