Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Page 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Page 4
Sléttbakur. sléttbaka. Hvalur þessi er mjög gildvaxinn. Um hausamótin er töluverð lægð, og er sem votti þar fyrir hálsi. Liturinn er svartur að ofan, grá- svartur þegar niður á síðurnar dregur, en grár á kviðnum. Norðhvalurinn lifir mest í Norð- ur-íshafinu, heldur sig einkum við ísröndina og færist til með henni. Sést hann oft í vökum, inn- an um stórar ísbreiður, en sjaldan í auðum, ís- lausum sjó. Þess munu fá eða engin dæmi, að Norðhvala hafi orðið vart við ísland. íslendingar hafa því ekki veitt hann. Á hinn bóginn var hvalur þessi mjög eftirsóttur af öllum helztu hvalveiðiþjóð- um, sem leituðu hans norður við Svalbarða og Grænland. Var veitt geysimikið af hval þessum svo að honum fækkaði ákaflega mikið, unz hann var friðaður með öllu. Þótt Grænlands-sléttbakur hafi verið sjald- gæfur hér við land, telur Konungsskuggsjá hann meðal hvala á íslandshöfum og er lýsingin á honum harla hégiljukennd á köflum. í Koytungs- skuggsjá segir: „Þá er það enn eitt hvalakyn, er norðhvalir heita, og er sá fiskur 80 álna langur eða níutíu þeir, sem stærstir verða, og jafn digur sem hann er langur, því að reip það er dregið er jafnlangt honum, þá tekur það um hann þar sem hann er digrastur. Hann hefir og svo mikið höfuð, að það er næsti þriðjungur af honum. En þessi fisk- ur lifir hreinlega, því að það segja menn, að hann hafi enga fæðslu aðra en myrkva og regn það, sem fellur úr lofti ofan á haf, og þó að hann sé veiddur og innýfli hans opnuð, þá finnst ekki óklárt í hans maga sem annara fiska þeirra er fæðslu hafa, því að hans magi er hreinn og tóm- ur“. fslands-sléttbakur eða hafurkitti er allmiklu minni en Grænlandshvalurinn, frændi hans, eða að jafnaði 14—15 metra langur. Litur hans er oftast dökkur, en hvítar rákir á kviðnum. Get- ur kviðurinn orðið skrautlegur mjög og flúraður myndum. Segir Jón lærði í hvalafræði sinni að hvalur þessi sé „mjög fagur ásýndar, bæði á búk og svo á bægslum ,með hvítu rósaverki og margbreytilegum hagalstjörnum, kvíslum og svo sem þráðum á milli“. Konungsskuggsjá segir: „Það er enn eitt hvalakyn, sem heitir hafur- kitti, og er það með undarlegri náttúru, því að þeir hafa í holi sínu netju og mör svo sem búfé“. Það er rétt í þessu, að hvalur þessi er mjög holdugur og spikmikill. Lýsi úr meðalhval af þessari tegund er tíu föt. Hafurkittið heldur sig einkum í norðanverðu Atlantshafi og sunnanverðu fshafi. Hefur hann verið mjög algengur við ísland, en var veiddur svo mikið um skeið, að menn héldu hann jafn- vel aldauða. Það er þó ekki, en sjaldgæfur er hann orðinn, sézt einna helzt hér við land, Fær- eyjar og Skotland. Búrhvalurinn, sem er stærstur allra tann- hvala, er hinn eini þeirra, sem verulega þýðingu hefur haft fyrir hvalveiðarnar, að undantekinni andarnefju. Hann verður allt að 20 metra lang- ur, og er einnig fremur gildvaxinn. Höfuðið er afar stórt, þriðjungur af lengd hvalsins, munn- urinn stór, efri skolturinn afar fyrirferðamikill, Hnúfubakur. 292 VÍKINEUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.