Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Side 21
íslenzkir menn, er hann hefur ráðið til sín hér í
Hafnarfirði". Meðal þeirra manna, sem Hamm-
er hafði ráðið til sín á hið nýja hvalveiðiskip,
voru nokkrar af skyttum Thomasar Roys, enn-
fremur Tliomas Roys sjálfur. Mun hann
hafa lofað að hafa yfirumsjón með hval-
veiðinni fyrst um sinn, enda lét hann
Hammer í té byssur sínar og einkaleyfi á út-
búnaði þeirra. En stutt varð í samvinnu þessara
manna. Þjóðólfur flytur eftirfarandi frétta-
klausu 28. maí 1866:
„Hammer var kominn áleiðis á „Thomas
Roys“ til Vestmannaeyja og Berufjarðar, en
sneri aftur og hleypti hingað inn. En er hér var
komið, sögðu þeir skilið við hann hvalveiðimenn-
irnir frá New York, sem með honum voru,
Thomas Roys og aðrir, og tóku sér allir far með
síðasta póstskipi. Eigi vitum vér glögg skil á
því hvað bar til skilnaðar. Hammer lagði þá héð-
an aftur um þá daga, fyrst til Hafnarfjarðar,
og svo þaðan austur með landi eftir hinni fyrri
fyrirætlun sinni, og hefur eigi af honum spurzt
síðan. Skallagrímur lagði út úr Hafnarfirði vest-
ur á leið um þessa daga“.
f danskri heimild um fiskifélag Hammers og
starfsemi þess segir að hinir amerísku hval-
veiðimenn hafi „reynzt óhæfir til starfa og út-
búnaður þeirra við hvalaskutlunina mjög léleg-
ur. Voru þeir því látnir fara“. Hér skal engum
getum að því leitt, hvort rétt sé frá skýrt í
hinni dönsku heimild.
Hammer reyndi fyrir sér með hvalveiðarnar
víðs vegar kring um landið. Einkum hélt hann
sig við Austurland framan af sumri., en síðan út
af Vestfjörðum. Komst hann í tæri við allmargt
hvala og skaut þá, en mikill meiri hluti náðist
ekki og tapaðist með öllu. Varð 65 þús. rd.
rekstrarhalli hjá fyrii’tækinu þetta fyrsta
VÍKINEUR
3D9