Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 23
fiskimaður. Svend Foyn var sólginn í æfintýri
og áhættusamar tilraunir. Honum leiddist fá-
breytni sjómannslifsins laeima fyrir. og ákvað
að halda til selveiða í Norðurhöf, svo sem Eng-
lendingar gerðu.
Eftir að Foyn hafði kynnzt Norðurhöfum af
eigin sjón og raun, lét hann smíða handa sér
selveiðiskip, og sagði sjálfur fvrir um gerð þess
og smíð alla. Þetta var briggskip, 230 smálesta
stórt, sterkt vel, en þó sérstaklega létt og lipurt
í snúningum öllum. Tókst gerð þess svo vel, að
það varð fýrirmynd annara selveiðiskipa Norð-
manna. Svend Foyn varð því brautryðjandi um
þessar veiðar. Margir Norðmenn fylgdu í fót-
spor hans, svo sem kunnugt er, einkum frá Töns-
berg og Sandefjord.
Selveiðarnar gengu Foyn að óskum. Ilann
hagnaðist vel á þeim. En nú fór hann að koma
auga á hvalina í Norðurhöfum, og hugleiða
möguleika til að afla þeirra. Það var verkefni
að hans skapi.
Norskur maður, Jentoft að nafni, hafði feng-
izt lítið eitt við hvalveiðar úti fyrir ströndum
Noregs, en með svo lélegum árangri, að hann
gafst upp. Foyn frétti um mann þennan, spurði
hann spjörunum úr og keypti byssuhólka hans,
ryðgaða og fornfálega. Nú sökkti Foyn sér nið-
ur í hið nýja verkefni, með frábærri atorku og
viljaþrótti.
Það var ekki fyrr en árið 1864, sem Foyn
þóttist hafa náð árangri og vera til hvalveiðanna
búinn. Hann hafði ákveðið að setjast að norður
á Finnmörk og veiða lival þaðan. Hvalinn ætl-
aði hann að drepa með byssum og „granat“-kúl-
VIKINGUR
311