Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Síða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Síða 30
hafði fækkað um 10 frá árinu áður. Aflamagn- ið minnkaði þó ennþá meira en þessu nam. Með- alveiði á bát var nú 673 tunnur. Nú voru gamlir og grónir hvalveiðimenn eins og Ellefsen, farnir að yggja mjög um sinn hag. Seldi hann báta sína hina eldri árið 1911, en flutti hvalveiðistöðina og nýrri skipin til Suður- Afríku, svo sem áður er sagt. „Victor", félag það, sem L. Berg hafði veitt forstöðu, seldi sína hvalveiðistöð. Kaupandinn var „Victoria", hlutafélag, sem myndað var í Tönsberg. Árið 1912 voru enn 20 bátar við veiðar. Stöðvar þær, sem eftir voru, gerðu sér vonir um það, að meira félli þeim í skaut eftir því sem færri yi’ðu til að bítast um hvalinn. Sumir þeirra, t. a. m. Bull, höfðu því jafnvel fjölgað veiðiskipum sínum þetta ár. En allar vonir hvalveiðimanna urðu að engu. Aldrei hafði aflinn brugðizt svo herfilega sem sumarið 1912. Hin 20 veiðiskip fengu aðeins 152 hvali samtals, eða 7—8 hvali að meðaltali á skip. Lýsismagnið var til jafnaðar 305 föt á skip. Næsta ár, 1913, voru veiðiskipin aðeins 13. Afli var engu betri en fyrra árið. Samtals veidd- ust 123 hvalir, og lýsismagnið varð 301 fat á skip. Þetta ár voru það aðeins þrjú hvalveiði- félög, sem við veiðarnar fenguzt. Það voru „Hekla“ og „Tálkni“, sem liöfðu gengið til sam- vinnu og áttu samtals 7 hvalabáta, Bull í Hellis- firði og „Victoria“ í Mjóafirði. Hafði Bull 4 báta og Victoria 2. Nú gáfust bæði félögin á Austurlandi upp. Árið 1914 var það eingöngu hið sameinaða félag „Heklu“ og „Tálkna“, sem veiðarnar stundaði. Ekki hafði félagið þó nema 3 báta við veiðar. Aflinn var þessi: 15 steypireyðar, 20 langrevð- ar. Afraksturinn 1567 föt lýsis og 1714 mjöl- sekkir. Ái-ið 1915 var síðasta árið, sem Norðmenn gerðu hér út til hvalveiða. „Hekla & Tálkni“ héldu úti fjórum hvalabátum, sem veiddu 9 steypireyðar og 45 langi'eyðar. Lýsismagnið var 1750 föt og mjölmagnið 2200 sekkir Þar með var lokið stórbrotnasta tímabilinu í sögu hvalveiða við ísland. Það mun efalaust, að hvalveiðarnar hefðu lagzt niður af sjálfu sér þetta ár eða litlu síð- ar, þótt opinberar aðgerðir hefðu ekki komið til. En á alþingi 1913 höfðu verið samþykkt lög um algera friðun hvala og bann við því að hval- veiðimenn hefðu bækistöðvar á íslandi fyrir út- veg sinn. Skyldu lög þessi öðlast gildi 1. október 1915. Þau lög hafa gilt síðan með vissum einkaleyf- isveitingum, sem brátt mun getið. 6. Joh. Bull í Veiðileysufirði. — 7. Ásyeir fí. Ásgeirsson í Seyðisfirði vestra. — 8. Ellefsen í Mjóafiröi. — 3. „Victor“ í Mjóafirði. — 10. Marcus Bull í Hellisfirði. — 11. Ásp. G. Ásgeirsson á Eskifirði. — 12. Dr. Paul á Fáskrúðsfirði. 31B VÍKlN □ U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.