Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Page 32
Langreyðar 56
Steypireyður 1
Búrhvalir 21
Hnúfubakur 1.
Fimmtíu og fjórir af hvölunum voru kardýr,
en tuttugu og fimm kvendýr. Sjö af kvendýr-
unum voru með kálfa, og var sá stærsti þeirra
12 fet. Lengsti hvalurinn, sem veiddist, var 7,1
fet.
Úr aflanum fengust 2862 föt af lýsi, 313 lest-
ir af hvalkjötsmjöli, 12 lestir af beinamjöli og
383 lestir af hvalkjöti.
Útfluttar voru hvalafurðir á árinu fyrir 250
þús. kr,. er skiptist þannig: Hvallýsi 139 þús.
kr., hvalkjöt 79 þús. kr. og hvalmjöl 32 þús, kr.
Hvalkjöt var flutt jafnóðum til Þingeyrar og
fryst þar. Var það selt frosið til Noregs og
notað til refafóðurs. Vélum til að vinna hval-
mjöl hafði verið komið upp á þessu ári.
Árið 1938 voru hvalveiðarnar stundaðar af
þrem norskum hvalveiðiskipum, sem félagið
hafði tekið á leigu. Veiðarnar hófust um miðj-
an maí og stóðu til miðs septembers. Afli var
góður, samtals 147 hvalir. Skiptust þeir þannig:
Langreyðar 113
Steypireyðar 9
Sandreyðar 5
Búrhvalir 20.
Síðasta árið, sem hvalveiðistöðin í Tálknafirði
var rekin, 1939, var aflinn einnig góður. Skipin
voru þrjú eins og áður, og öfluðu 130 hvali.
Veiðitíminn var nákvæmlega þrír mánuðir, ein-
um mánuði skemmri en 1938, og var þetta því
raunverulega bezta aflaárið. Fyrsti hvalurinn
veiddist 11. júní, en sá síðasti 11. sept. Veiðin
skiptist þannig eftir tegundum:
Langreyðar 109
Steypireyðar 13
Sandreyðar 3
Búrhvalir 4
Hnúfubakur 1.
Að þessu sinni voru veidd 56 kvendýr, eða
43% (41% árið áður). Níu af kvendýrunum
voru með kálfa. Stærsti kálfurinn var 10 fet á
lengd. Var hann í 67 feta langri lang-
reyði. Lengsti hvalurinn, sem veiddist, var 81
feta löng steypireýður.
Hvalkjötið var flutt til Þingeyrar og Bíldu-
dals og fryst þar. Voru alls frystar 450 smál. af
hvalkjöti. Um 80 smálestir seldust til refafóð-
urs innanlands, en hinn hluti kjötsins var seld-
ur til Noregs. Alls voru fluttar út á árinu hval-
afurðir fyrir 674 þús. kr.
Þegar styrjöldin skall á, varð félagið að
iiætta. Munu það eingöngu hafa verið hinar
breyttu aðstæður, sem ófriðurinn olli, er komu
í veg fyrir áframhald veiðanna.
Að lokum.
Grein þessi er nú orðin allmiklu lengri en í
upphafi var ætlað. Sú var hugmyndin, að gefa
nokkurt yfirlit um sögu hvalveiða hér við land.
Þegar til kastanna kom, reyndist viðfangsefnið
stórum viðameira en mátt hefði ætla. Af því
leiddi tvennt: Grein þessi varð helzt til löng
fyrir blaðið, en margt þó látið ósagt, sem ástæða
hefði verið að fjalla um. Væntanlega gefst þess
kostur síðar, að rita ýtarlegar um þetta efni
(Heimildir: Norges gamle Love. — Grágás. —
Jónsbók. — Konungsskuggsjá. — Bjarni Sæmundsson:
Spendýrin. — Sigurd Risting: Av hvalfangstens hist-
oria. — íslenzkir annálar. — Þorv. Thoroddsen: Lýsing
Islands II. Sami: Landfræðissaga Islands IV. — Island-
ica XV. bindi. — Fornbréfasafn. — Alþingisbækur. —
Fjallkonan IX. árg. — Tímarit hins ísl. Bókmenntafé-
lags XVI. árg. — Johan Hjort: Fiskeri og hvalfangst
i det nordlige Norge..— Arnold Ræstad: Hvalfangsten
paa det frie hav. — H. Bogen: Linjer i den norske hval-
fangsts historie. — Det norske folks liv og historie. —
G. Sörensen: Hvalfangsten, dens historie og mænd. —
J. T. Jenkins: A history of the whale fisheries. —
Elmo P. Hohmans: The Amerikan Whalemen. — Fiski-
skýrslur. — Frásagnir aldraðra Vestfirðinga.)
320
VÍKINGUR