Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Qupperneq 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Qupperneq 34
þeirra. Strax og Halldór kom upp, faðmaði Gísli hann að sér, kyssti hann mörgum kossum og bað guð að blessa hans komu. Síðan heilsaði hann hásetunum með mikilli blíðu. Hann fylgd- ist með þeim, meðan þeir gengu frá báti og veiðarfærum og rétti þeim jafnvel hönd til þess að koma farangrinum í yztu verbúðina, sem Halldór hafði fengið fyrir sig og skipshöfnina. Þegar því var lokið, settist hann á tal við þá í búðinni. — Það er mikil guðsblessun að fá ykkui- hing- að, þessa hraustu menn, sagði hann og snippaði. — Það er þó einhver von um, að maður haldi lífi, þegar þið eruð komnir. — Ef guð lofar, getur maður kannske látið þig hafa bútung í soðið, elska, sagði Halldór. — Já, ég veit það, að þið eruð ekki svoleiðis menn, að láta mig deyja úr hungri, en það er líka eina vonin. — Ertu alveg orðinn bjargarlaus, elska? spurði Ifalldór og glotti við. — Hvað heldurðu, maður? Hvaða björg ætti ég að hafa, auminginn, sem ekkert kemst, og allt fer í börnin — það litla, sem maður á að haustinu. Það væri þó heldur, ef maður hefði einhverja heilsu til þess að bjarga sér, en það er öðru nær en svo sé. — Þú lítur nú ekkert illa út, sagði Hávarð- ur á Kambi. — Lít ég ekkert illa út! Hvernig viltu hafa mig maður? Ég sem ekkert er nema beinagrind- in, og þessi litlu hold ekkert nema lopi. — Er heilsan alltaf að versna, elska? spurði Halldór. — Ég hef aldrei haft neina heilsu, en hún fer alltaf versnandi, enda ekki nema eðlilegt um mig, gamalmennið, komið á grafarbarminn, svo að segja. — Þú ert ekki orðinn það gamall, sagði Jónas. — Margir eldri verða nú að hafa ofan af fyr- ir sér. — En það er heilsan, maður. Sífelldur bi-uni í handleggjunum, ef ég ætla að snerta á verki, og svo eru fæturnir — hnoðast undir mér, svo að ég verð stundum að skríða í húsin. Nei, það er ekki von, að ég geti bjargað mér, enda ekk- ert nema allsleysi hjá mér. Hann tók nokkra þögn. Hermann hafði komið skrínu sinni fyrir við rúmstokk sinn, og allt útlit var fyrir, að hann ætlaði að opna hana. — Það er ekki lítið ílát, sem þú hefur með þér, sagði Gísli og snippaði við. — Nógu er hún helvíti stór, ef hún væri full af bankóseðlum, sagði Hermann. — Sitthvað mun nú vera í svona stóru og fallegu íláti. — Jæja, svona sitt af hverju. — Ert þú ekki hjá honum Elíasi á Skriðu? 322 — Jú, hjá honum er ég. — Hann hefur víst alltaf haft nóg að bíta og brenna, sá maður, og ekki trúi ég, að hann geri sína vinnumenn illa út. — Þú getur nú fengið að sjá það, sagði Her- mann í þeim tón, sem þeir einir le.yfa sér, er hafa nóg til að miklast af. Gísli vatt sér yfir til Hei'manns og settist á rúmið hjá honum. í skrínunni var soðið hangi- kjöt, stafli af flatbrauði og fjórðungur af smjöri. Eymdarsvipurinn þokaðist burt af and- liti Gísla, og það ljómaði við þessa sýn. — Þarna er ekki bjargarskorturinn, sagði hann. — Það er rétt eins og hjá aumingjunum. Ekki hef ég séð hangikjöt í vetur nema rétt svolitla tægju á jólunum, enda ekki að tala um mig með mönnum eins og Elíasi, sem hefur nóg af öllu. — Og smjörið eldrautt. Þær eru kostugar hjá honum kýrnar. Þá er hangikjötið ekki neinar hortætlur. Það er engin furða, þótt menn geri gagn, þegar þeir hafa svona viðurgerning. — Áttu hvorki hangikjöt né smjör? spurði Hermann hissa. — Ég? Hvernig ætti ég að eiga það? — Nú, á hverju lifir þú maður? — Ég veit ekki, hvað á að segja um það, með mann eins og mig, sem ekkert á nema blávatn og barnaskít. — Það kalla ég nú þunnar trakteringár, en mætti ekki bjóða þér bita, — Það er nú ekki rétt af mér að vera að éta út úr þér, það sem þú átt að hafa til vorsins. En þaö er nýnæmi fyrir mig að smakka svona mat. Hermann rétti honum einn álitlegasta rifbit- ann úr skrínu sinni, en hinn tók við með þeim svip, sem verið væri að leysa hann úr áþján. Hann smjattaði á góðmetinu milli þess, sem hann færði gefandanum lofgjörð fyrir höfðing- skap og gjafmildi. Kjötskammtinum fylgdi flat- brauð með eins þykku smjöri og brauðið var, og var þetta móttekið með nýrri lofgerð. Fleiri af vermönnunum vildu traktera hinn hrjáða mann og buðu honum að líta í skrínur sínar og bragða á nestinu. Tók Gísli boði þeirra með fögnuði og flutti hverjum þeirra nýja þakkargjörð, en áður en hann fengi at- hugað um matarbirgðir allra, kom sú fregn í búðina, að nú væru þeir Hannes og Jónatan alveg að lenda. Áskildi Gísli sér þá rétt til þess að fresta því að sjá matarbirgðir þeirra, sem hann enn átti eftir að skoða hjá. Á móti komu- mönnum varð hann að taka og grennslast eftir, hvað farangur þeirra geymdi. Það var gæftalítið framan af vorinu, sífelld- ur austan þræsingur, svo að mjög sjaldan var liægt að róa niður á djúpmið, en fiskur enn ekki VÍKllNGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.