Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Síða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Síða 35
gengiim upp. Fljótlega settist að ráðsettum mönnum kvíði um vertíðina, og áhyggjusvipur- inn varð fastari á ásjónum formannanna við hvern gæftaleysisdaginn, sem leið. Nú var svo komið, að þeir voru hættir að mestu að virða sameiginlega fyrir sér veðurútlit og horfur, en skutust sinn í hverju lagi út undir búðarvegg á kvöldin, þegar eitthvað létti undir til hafsins og far skýjanna sýndist hóglátara en áður. En þetta voru alltaf svikaglýjur, og sami austan garrinn hélzt að morgni, með kafaldshraglanda eða sortabyl. Það bar þó við enn, að formenn hittust tveir og tveir af tilviljun undir búðar- vegg, þegar þeir voru að gá til veðurs á kvöldin. En þeir sögðu orðið fátt, pontur þeirra voru tómar, eða alltaf lítið í þeim, og þeir voru Iiættir að bjóða þær fram. Svo var það eitt kvöld, er þeir Halldór og Iíannes hittust. Þeir litu hvor á annan og sögðu í fyrstu ekkert. Loks leit Halldór daufum aug- um á Hannes og sagði: — Ekki er hann fallegur núna, elska. — 0, nei, það er sami korgurinn og ótíðin. — Guð má vita, hvar þetta lendir. — Hann batnar ekki fyrr en á hvítasunnu. — Ég skal nú ekki segja um það. Hvað gerir hann upp úr Krossmessunni? Oft skiptir hann nú um þá. — Og ég veit ekki. Það er eins og hann skeyti ekki lengur um neina merkisdaga. Svo héldu þeir vondaprir aftur inn í búðir sínar. Það var með daufasta móti í Keflavík þetta vor. Bátarnir voru ekki nema þrír, og svo bætt- ist ótíðin við. Skipshafnirnar voru fyrir löngu búnar að athuga lóðaslíurnar, höfðu mörgum sinnum farið yfir þær, skipt um tauma og at- hugað þyninn. Niðurstöðurnar höfðu þeir einnig margrakið og stímað þær saman, þar sem liðir voru komnir á þær. Við uppihöld hafði einnig verið gert, svo að þau voru pottþétt Og nú var ekkert nema aðgerðarleysið í hinni löngu bið eftir gæftum. Búðirnar stóðu undir brekkurótum ofan sjáv- arkambsins og voru grafnar inn í brattann, ris- lágar og samgrónai' brekkunni. Meðfram veggj- um í hverri búð voru rúmbálkar, og sváfu tveir í hverju rúmi, en skrínum þeirra var komið f.vr- ir meðfram rúmstokkunum. í öðrum enda búð- arinnar voru veiðarfæri og sjóklæði geymd, og þar var beitt, þegar guð lofaði Loftið í hverri búð var blandið þráalykt og ýlduþef af gamalli beitu og veiðarfærum. Hásetarnir lágu löngum í rúmum sínum landlegudagana, þegar ekkert varð aðhafzt, og sváfu eðá reyndu að sofa, þótt þeir væru fyrir löngu búnir að sofa yfir sig. Einstaka sinnum ráfuðu þeir út um kambinn og í næstu búð, væri út farandi fyrir byl. Allir voru alvarlegir og jafnvel þeir, sem litla alvöru áttu til. Hér var fátt til þess að gleðjast við í lang- varandi ótíð. Halldór Andrésson var mjög orðinn beygður af miskunnarleysi tíðarfarsins. Hann lá löngum á daginn uppi í rúmi sínu, athugaði þess á milli um veiðarfærin, sem hann var ótal sinnum bú- inn að grandskoða. Oft heyrðust frá honum þungar stunur, og hann bað títt guð að hjálpa sér, og áhyggjusvipurinn varð fastari við andlit hans með hverjum degi. Hann þoldi ekki leng- ur neitt glens í sinni búð, fannst þáð guðlast á þeim þrengingartímum, sem yfir gengu. Tveir af hásetum hans, þeir Hermann og Árni, áttu þó erfitt með að halda tilhlýðilegri alvöru í þrengingunum. Þeim varð á að tala digurbarka- lega um tíðarfarið og höfuðskepnurnar — héldu að einhvern tíma mundi þessi helvítis garri taka enda, og þá skyldi verða tekið í ár. Þótt hann væri vondur nú, mundi hann einhvern tíma skammast sín og gera góða tíð. Svo óguðlegt tal þoldi Halldór ekki og froðufelldi í hneykslun sinni, meðan hann tyftaði þá með kjarnmestu skammaryrðum, sem hann fann í það og það skiptið. Þeim fannst þá hæfa að lægja seglin, urðu þögulir, meðan þeir sátu í búðinni, og létu aðra háseta í friði. En þeim varð alltaf búðarsetan erfið og hin iðrunarfulla þögn kveljandi. Þá leit- uðu þeir í aðrar búðir og sögðu þar þær fregn- ir, að Halldór formaður væri orðinn móðursjúk lcerling og læsi bænir allan daginn. En gems þeirra fékk litlar undirtektir. f hinum búðunum tveim hafði alvaran einnig sezt að, og það reynd- ist varla fært að fá hina yngstu háseta til þess að munnhöggvast við sig og því síður til áfloga. Þá var þeirra síðasta von, að hægt væri að finna Gísla bónda, tala við hann um heilsuleysi hans, biðja hann um mat og herma eftir honum. Fyrst eftir að vermennirnir komu, var Gísli daglegur gestur í búðum þeirra og venjulega á þeim tíma, sem þeir opnuðu skrínur sínar til þess að matast. Hann kom með nýjar lýsingar á heilsufari sínu og fátækt, og fékk í hvert skipti einhvers að njóta af góðgæti því, sem skrínur vermannanna geymdu. Svona hélt liann áfram, þar til engin matarskrína í verbúðunum var honum ókunnug. Brátt tóku þeir Hermann og Árni að herma eftir honum, snippuðu í takt við hann og stældu málróm hans. Spurðu þeir hann, hvað hann hefði lagt sér til matar þann daginn og hvernig börnum hans gengi að fram- leiða honum björg. Gísli lét löngum sem hann heyrði ekki spott þeirra, en sagði bljúgum rómi, þegar ekki var nægt að leiða tal þeirra hjá sér, að þeir, sem væru í fullum blóma og hefðu nóg að bíta og brenna, gætu gert gys að aumingjun- um, sem ekki gætu bjargað sér. Hitt væri annað, V I K I N G U R 323
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.