Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Síða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Síða 36
hvort guði væri slíkt framferði þóknanlegt, en sú stund gæti komið, þótt nú væru þeir nógu sprækir, að þeir yýðu heilsulitlir og ættu við bjargarleysi að búa. En spottararnir létu sér slíkar áminningar sízt að kenningu verða. Tóku þeir stundum að elta hann og kröfðust þess að fá að sjá í hjall hans. Sögðust þeir vita, að þar hefði hann mat fyrir sjálfan sig, en svelti börn sín, þótt reyndar væri ekki á þeim að sjá. Hann bað guð að náða þá fyrir jafn óguðlegt tal og fipaðist aldrei í að útmála sína eymd. Þegar svo liðu vikur, að ekki gaf á sjó, urðu heimsóknir Gísla í búðirnar æ sjaldgæfari, eins og hann byggist við, að þar væri lítils að vænta. En þá sjaldan hann kom, fullvissaði hann menn um það, að nú væri ekkert fram undan hjá sér og sínu fólki nema dauðinn. Nú væri kýrin að verða geld, en dropinn úr henni væri það eina, sem héldi lífi í börnunum; væri því auðséð hvert stefndi fyrir sér og sínu fólki, ef ekki breytti um tíðarfar. Og hann klökknaði við. Aftur fullyrti hann, að tíðarfar batnaði ekki fyrr en um far- daga, en þá yrðu allir dauðir úr hungri nema á þessum ríkisheimilum. Hann snippaði ótt, en snipp hans bergmálaði aftur frá þeim Hei-manni og Árna. Þeir sögðust mundu fylgja honum, elsku vin- inum, í gröfina, því að nú hefðu þeir brutt sein- ustu rifbeinin úr kjöti sínu, og næst yrðu þeir að leggja sér til munns hryggjarliðabeinin, en þegar þeim væri lokið, hefðu þeir ekkert sér til bjargar. Hins vegar sögðust þeir vita, að hann yrði þá ekki tilbúinn að deyja með þeim, og mundu þeir því neyðast til þess að fara í fjár- húsin og slátra feitasta sauðnum. — Mikið er að heyra! sagði hann. — Eins og þið ungir mennirnir hafið ekki alltaf einhver ráð. En þið finnið engan sauð hjá mér, og þess- ar rollur mínar eru að falla úr hor. Eins og hey- leysið og matarleysið fylgist ekki að! í aðgerðarleysi sínu og deyfð verstöðvarlífs- ins héldu þeir áfram að elta ólar við Gísla, en hann fór undan með sérstakri píslarvættislegri þolinmæði, svo að jafnvel þessi dægrastytting varð þeim félögum ekki nema til hálfrar gleði. Einn morgun vaknaði Gísli við það, að guðað var hátt á gluggakytruna yfir rúminu hans. Hann skreiddist fram úr, argur yfir ónæðinu. — Hver lætur svona um miðja nótt? kallaði hann út. — Það er ég, elska — Halldór. — Ég þarf að tala við þig. Gísli dróst seint á fætur, fór svo ofan og opn- aði bæinn. Fyrir dyrum úti stóð Halldór for- maður, og virtist honum mikið niðri fyrir. — Nú má ég til með að biðja þig að hjálpa mér, elska, sagði hann og slefaði af ákafa. — Ég að hjálpa! Hvað skyldi ég svo sem geta hjálpað? — Það er nú loksins komið sjóveður, og við erum langt komnir að beita, en Bensi er lasinn og treystir sér ekki á sjóinn. — Nu, og hvað get ég gert við því? Ekki er ég neinn læknir. — Nei, en heldurðu ekki, að þú gætir gert það fyrir mig að koma með mér á sjóinn rétt í þetta skiptið ? — Guð náði þig maður! Ég á sjó! Hvað ætt- irðu að gera með mig á sjó — aumingjann? — Þú getur alltaf haldið í ár, elska, — ekki trúi ég öðru. — Þú veizt ekki, hvernig handleggirnir á mér eru, — undireins bruninn frá öxlum og fram í fingurgóma, ef ég snerti á verki, svo að ég missi strax allan mátt. Þú veizt ekki, hvað þú biður um. — Mér er sama, — þú gerir þetta fyrir mig. Það væri hróplegt að þurfa að sitja í landi, þeg- ar guð gefur loks veður til þess að róa.....Og svo eru hinir rónir. — Nú, og hvernig er það veður? spurði Gísli og gægðist út fyrii' bæjarkampinn. — Mér sýn- ist ekki betur en það sé roði til hafsins og blika til austurloftsins. Þetta er ekkert nema svika- logn — komið manndrápsveður um miðjan dag. — Segðu ekki þetta, elska. Ég trúi ekki öðru en hann hangi uppi í dag. — Ja, það er náttúrlega á þína ábyrgð moð veðrið. Þú tekur afleiðingunum. — Ég reyni það, — en ætlarðu að koma? — Ég er allslaus. Ekki á ég hlífðarföt, — ekki einu sinni brók. — Þú getur fengið hlífðarfötin hans Bensa. — Þau passa ekki á mig. — Það verða einhver ráð með það, — en ætl- arðu ekki að koma? — Ég get svo sem gert það fyrir þig að fljóta með, leyfi konan það. Hún verður þá að fara í húsin. En ekki geri ég neitt gagn — það veiztu. Hásetarnir höfðu lokið við að beita og voru farnir að bera í bátinn, þegar Gísli kom niður eftir með nýleg sjóklæði á handleggnum og' skjóðu í annarri hendi. — Þarna kemur garpurinn, kallaði Hermann á móti honum. — Helvíti er hann nú vígalegur! — Sá hefir fengið sér ætan bita áður en hann fór, sagði Árni, — og þá eru ekki skinnklæðin hans slorleg. Gísli heyrði ekki tal þeirra, en gekk að bátn- um. — Og sitthvað mun hann hafa ætilegt í skjóð- unni. Nú fær maður þó einu sinni ætan kjaft- bita á sjónum, sagði Hermann. Gísli þagði sem áður, en skimaði um loftið. 324 V í K I N G U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.