Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Síða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Síða 38
— Spurðu kappana, snippaði í Gísla. — Ætli maður reyni ekki að halda til lands, sagði Hermann og saug upp í nefið. Þeir seg’lbjuggu, og bátnum var beitt upp í veðrið. — Nú, svo hann ætlar sér að ná Víkinni, sagði Gísli hátt, og eins og hann væri að tala við ein- hvern, sem ekki væri í bátnum. — En honum er óhætt að hætta við það strax. — Það þori ég að segja, þótt ég sé ekki mikill sjómaður. Henni nær hann ekki. — Hvert ætti maður svo sem að halda? Ég taldi mig nú ráða hér, sagði Halldór með nokk- urri þykkju. — Auðvitað ræður þú, — hver segir annað? En sérðu ekki, maður, að hann er svo mikill inni í austrinu, að við náum aldrei héðan, neðan af Brattanesi, fyrir Tangana. Ég býst ekki við því, að handleggirnir á þeirn. köppunum dugi til þess að berja móti þeim sjó og vindi, sem kominn verður, ef við náum einhvern tíma upp undir. Halldór þagði við. Brátt var seglið ekki nema í miðri siglu. Bát- urinn hékk utan í ölduhnútum og lá stöðugt undir ágjöfum. Jónas og Hávarður gættu segls- ins, en Hermann og Árni voru í austri. Gísli sat á þóftunni framan Halldórs og gætti skauts- ins. Stormurinn færðist í aukana, öldurnar urðu hærri og toppmjórri, hvítir faldar þeirra ginu yfir bátnum og ágjafirnar urðu æ ískyggilegri. — Þetta er þýðingarlaust, muldraði Gísli, en svo hátt, að Halldór heyrði. Hann drepur okkur á þessu, bætti hann svo við lægri rómi. Andlit formannsins varð æ dapurlegra, og munnvik hans sigu. Austurrúmsmennirnir voru orðnir hljóðir og góndu út á sjóinn, þá sjaldan þeim gafst hvíld frá austri. — Heldurðu að við náum ekki Töngunum? spurði Halldór Gísla og var nú bljúgur í sinni spurn. -—• Nei, þeim nærðu ekki í þetta sinn. Það þýðir ekki að reyna. Ég hélt þú værir búinn að sjá það. —En hvað er annað hægt að gera — Hleypa vestur yfir. — Vestur yfir Flóa. — Já, vestur yfir Flóann. — Það treysti ég mér ekki til í svona byl, — og svo lendingin óviss. — Þetta hafa þeir nú stundum gert og kom- izt af. — En hann er orðinn bráðófær í Flóanum núna. — Það getur verið, en ekki ætti að vera verra að hleypa undan en hjakka svona. Halldór hélt enn áfram. Hann sneri bátnum ýmist upp í eða hleypti honum undan bárunum. Stjórn hans virtist verða óvissari, og ágjafir jukust enn. Krappur báruhnútur tók sig upp skammt frá borðstokknum, færðist í aukana, vatt upp á sig og gein brátt yfir bátnum með brotþunnan fald. Það kom fát á stjórnandann. Hann virtist fyrst ætla að snúa bátnum upp í, en hætti við og ætlaði að snúa honum undan, en varð of seinn. Hinn ófriðlegi ölduhnútur steyptist yfir bátinn og hálf fyllti hann. Andartak ríkti uppgjafarástand innanborðs. Austurrúmsmennirnii' hreyfðu sig ekki til að ausa, en blíndu stirðnuðum andlitum út á sjó- inn. Formaðurinn heyktist niður við stýrið, starði sljóum augum niður í austurinn eins og allt þetta væri honum óviðkomandi. En skyndi- lega var honum hrundið harkalega til hliðar, stýrissveifin var rifin úr höndum hans og við hann var sagt ókenndum fhálrómi: — Hana! Láttu mig taka við. Það er sama, hver það er, sem drepur okkur! Hann leit á Gísla, sem stóð hálfboginn yfir honum. Hann var með nýtt og óþekkjanlegt andlit, grimmdarlegt og ógnandi. Halldór hlýddi þegjandi og færði sig að skaut- bandinu. — Ausið! Eruð þið loppnir á helvítis ldónum, — eða eruð þið ekkert nema kjafturinn?, öskr- aði Gísli til kappanna í austurrúmi, um leið og hann vék bátnum undan og lét annan báruhnút myljast undir honum. Þeir hrukku upp við hina hatrammlegu fyrirskipun og jusu af ýtrustu kröftum. Gísli stýrði nú liðugan vind, kallaði fyrirskip- anir sínar til dáleiddra seglmanna. Þeir þekktu ekki þann mann, sem tekið hafði við stjórn, en fyrirskipunum hans var hlýtt. Gísli skimaði út í sortann, horfði til lofts eins og hann leitaði að einhverjum teiknum í hríð- inni. Stundum var líkt og hann þefaði út í loftið. Bráðlega var báturinn þurrausinn og flaug léttilega undan sjó og vindi, skaut ófriðlegum bárum aftur fyrir sig eða lék sér hæglátlega við þær, vaggaði sér værðarlega upp hlíðar þeirra og muldi þær síðan undir sér. Hásetarnir unnu þegjandi sín verk, voru eins og á valdi annarlegra afla í framandi umhverfi. Eftir nokkra siglingu, áttuðu þeir sig á því, hvert stefnt var. — Ætlar hann að leggja honum vestur yfir? kallaði Jónas til Hávarðs. Hávarður hristi höfuðið. Og nú var eins og Halldór færi að ranka við sér. Hann sneri sér að Gísla og sagði: — Ætlarðu .....? — Já, nú ætla ég, auminginn, að ráða, hvert farið verður. — Og hvár ætlarðu að lenda? — Þar sem við komum að landi. 326 V í K I N G U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.