Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Side 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Side 45
KTINNI — Hefur þá þá aldrei borðað baunir og flesk? * — Þér eruð yndisleg, fröken. — Alveg þetta sama sagði hann Páll við mig í dans- inum áðan. — Þér takið þó víst ekki mark á því sem hann segir, asninn sá? * Maður nokkur hafði í bræði bitið illa í nefið á konu sinni. Hún kærði þetta, en áður en rannsókn málsins hófst höfðu sættir tekizt milli hjónanna. Konan vildi þá gjarnan forða manni sínum frá óþægindum, og er þau komu fyrir réttinn, stóð hún á því fastara en fót- unum, að hún hefði sjálf í gáleysi bitið sig í nefið. * — Flýttu þér nú á fætur Jónsi, og skammastu þín fyrir letina. — Má ég ekki liggja dálítið lengur, mamma? Ég get alveg eins skammast mín í rúminu. * Jón Árnason í Þorlákshöfn og Þorleifur hinn ríki á Háeyri höfðu einhver viðskipti saman. Þau viðskipti enduðu þannig, að Þorleifur sá ekki við Jóni. Þá mælti Þorleifur: „Þú ert sá fyrsti maður, sem hefur leikið á mig, og þess skaltu njóta.“ * Séra Sjgurður Sivertsen, sem prestur var á Otskál- um, og Eyjólfur skáld í Króki í Garði, voru eitt sinn staddir á kampinum fyrir ofan Ki'óksós. Var þá bátur að koma að ósnum. Þá spyr prestur: Hver er þetta, ''kallinn minn, sem nú er að lenda? Eyjólfur svarar: Það er hann Kláus, kallinn minn, kufli gráum sívafinn, með uppháa hattinn sinn hér vill gá í lónið inn. * Úr syrpu Þórarins Sveinssonar, Lbs. 2008, 4to. Hervör heitin á Veiðilæk var hrædd um, að unnusti sinn mundi svíkja sig, það var Þórarinn, sem seinna varð maður hennar; brá hún sér á slættinum ofan úr Norðurárdal og suður að Innrahólmi. Þar var þá stift- amtmaður Ól. Stephensen. Fyrir honum kærði hún hann, og það, að Þórarinn elskaði meir vinnukonuna en sig, þó hún væri húsmóðir beggja. Þá svaraði hann, að þetta kæmi sér ekki eiginlega við. Það ætti fyrst að ganga til prests og prófasts, ef þau gætu ekki komið sér saman. Hún var því þrálátari, þangað til hann sagðist ekki gegna henni framar. Þá reiddist hún og kallaði eftir honum, því hann ætlaði inn í stofu. „Ef þú ekki vilt lita á málefni mín, þá legg þú af stjórnina!" Hann snýr aftur og segir, væntanlega að gamni sínu: „Hvað er þér Hei-vör, þúar þú mig? Hún gegndi: „Faðir vor, þú sem ert á himnum, kenndi móðir mín — Er þetta ekki nokkuð harður koddi? — Ég tróð rörið út með hálmi áður en ég lagði mig, svo það yrði mýkra. sáluga mér.“ Hann hló dátt að þessu, skrifaði prófast- inum, séra Kristjáni til í- Stafholti, með henni og var byrjað að lýsa næsta sunnudag eftir það hún kom heim. Fór það hjónaband prýðilega; þau b.iuggu dável, áttu ekkert barn en fóstruðu 2 eða 3 fátækra börn og arfleiddu þau, og dóu seinast í góðri elli. ❖ Lbs. 2008, 4ta Skúli landfógeti átti í þrasi við kóngslandseta, Þór- odd á Élankastöðum á Miðnesi. Hann hafði búið þar í 40 ár og' verið ríkur, en var kominn í aldurdóm og orðinn öreigi. Skúli vildi koma honum í burtu, en gat ekki, því þessi hafði svo gott byggingarbréf að ekki var mögulegt að rifta það. Á vorþinginu tekur Skúli próf í þessu máli, og spyr karlinn, hvað komi til, að hann hafi með svo góðum og föstum kostum komizt að þessari jörð. Hann kvað fyrir 40 árum landfógeta Luxdorph hafa keypt af sér að taka jörð þessa fyrir 3 hundruð á landsvísu. Þá gegndi Skúli: „Það var eitt bölvað kaup; ég vildi óska, að þú værir kominn til helvítis með þín bölvuð 3 hundruð frá Flankastöðum.“ Karlinn sagði: „Það er ekki svo hægt, herra minn, því ég er búinn að eyða þessum þrem hundruðum og öllu mínu á Flankastöðum og vildi fá að deyja þar; en sönn ánægja væri mér að sjá yður með öllum varn- aði í staðnum hinum, sem þér nefnduð áðan.“ Skúli hló og áreitti karlinn ekki meir. Skúli landfógeti ávítaði einu sinni smaladrenginn sinn og' sagði við hann meðal annars: „Þig vill ekki guð, enginn maður, ekki fjandinn, og þó má ég til að hafa þig.“ Þá sagði drengurinn: „Víst er ég ekki góð- ur, þar sem það hlýtur að vera mitt hlutfall að lenda í versta staðnum." Ólafur Stephensen stiftamtmaður ávítaði einu sinn uppeldispilt sinn, og sagði meðal annars við hann: „Mikið naut ertu N. N.“ Hann svaraði: „Það sér á gæs hvar í garði er alin, herra minn.“ VÍKINGUR 333

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.