Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Blaðsíða 46
Guftmundur Gíslason Hagalín
aownrm
sem enginn vildi dæma
SMÁSAGA
Dag nokkurn í sumar kom ég inn í rakara-
stofu hérna í bænum og hugðist láta klippa hár
mitt og skegg. Þetta var ein af þessum litlu
rakarastofum, þar sem aðeins tveir menn vinna,
og nú var annar í 'fríi. Um það var ég fræddur
strax, og svo hugðist ég fara út aftur. Rakarinn,
sem þarna var, var mér málkunnugur — þótt ég
þekkti raunar þann betur, sem var fjarverandi,
og þó að í stólnum sæti stór maður og mikil-
úðlegur, þá vék rakarinn sér að mér og hvíslaði:
— Ein klipping, og einn rakstur, og svo eruð
það þá þér. Hann þarna er ekki í svoleiðis e'r-
indum. Hann fær bara að sitja þarna.
Ég leit á manninn, sem fékk bara að sitja.
Þetta var lítill maður, aldraður, klippt yfirskegg,
bleikt hörund, grátt hár niður undan kastskeyt-
isræflinum, þvæld föt, en ekki ýkja slitin, voru
úr grófu gráleitu efni. Ég sá ekki almennilega
framan í manninn, en mér virtist hann góðlát-
legur, hallaðist þarna rólega fram á hendur sér,
virtust ekki mikil vandræði að því, þó að hann
fengi að híma á bekknum.
Ég fór úr frakkanum og hengdi hann og hatt-
inn á snaga. Sá álúti var á bekkjarenda, og ég
settist á hinn, svo á milli okkar varð þriðji
maðurinn, sem þarna sat. Hann var hár vexti og
grannur, dökkur á brún og brá og með dökka
þétta skeggrót. Hann var lítið eitt tekinn að
gi-ána í vöngum, var á að gizka um fimmtugt.
Hann var vel búinn og snyrtilegur, en ekki
fannst mér hann þó þesslegur, að hann hefði
alla æfi gengið uppstrokinn. En skrambi var
hann vel vaxinn, spengiiegur hreint og beint.
Mér datt í hug, að þetta væri vélstjóri, sem kom-
inn væri út í einhverns konar bissness. Humm
— já, einhvern tíma mundu þær nú hafa litið
við honum, þessum, og mundu enn gera — ef
hann kærði sig — og máski kærði hann sig?
Við sátum báðir og lásum blöð, en ég hafði
fengið blöðin á hverj um einasta morgni í langan
tíma, og mér þótti ekkert sælgæti að lesa þau
svona 1 annað sinn. Ég varð þess vegna feginn,
þegar sessunautur minn fleygði frá sér blaðinu,
kveikti í hasti í sígarettu, fleygði frá sér eld-
spýtunni og mælti við rakarann:
Gnömundur Gíslason Hagalín.
— Það er meira helvítið með síldina, lags-
maður.
Rakarinn átti ekki nein orð yfir slík ósköp.
Hann hristi því höfuðið mjög kröftuglega.
Hinn hélt áfram:
— Það verður sjálfsagt enginn hægðarleik-
ur í haust, að fá borgaðar allar viðgerðirnar.
Sko mig! Grunaði mig ekki! Eigandi í vél-
smiðju!
Hann hélt áfram sínu:
— Að hún bregðist svona gersamlega tvö ár
í rykk! Ég veit ekki hver stýrir slíku, en mér
sýnist það horfa allt til andskotans.
Skyndilega lyfti hann höfði, sá, sem hafði
hallazt fram á hendur sínar. Jú, hann var mik-
ið drukkinn. Hann ætlaði auðsýnilega að segja
eitthvað. Og nú hristi hann höfuðið og sagði:
334
V I K I N G U R